Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 26
146 HEIMILISBLAÐIÐ Hurðin féll að stöfum á eftir henni. Hann heyrði hratt fótatak fjarlægjast. Eftir hálfa mínútu mundi hann hafa kallað á hana aftur, en nú var það of seint. VIII. KAFLI. Alan sat þegjandi hálfa klukkustund og tottaði vind- ilinn. Þetta var eitthvað svo argvítugt viðureignar. Mary Standish hafði verið eins og hermaður, þegar hún kom, og einnig farið eins og hermaður. En þegar hún sneri sér við í dyrunum og brosti, hafði hann séð einhverju bregða fyrir í tárvotu andliti hennar, einhverju, sem vitnaði um kvöl, hugarstríð og eilífa glötun. En þó var þar engin örvilnun. Hann fann til blygðunar, þar sem hann sat og reykti. Hann fann, að hann hafði ekki sýnt henni fullkomið traust. Hann þekkti ekki konur og skildi ekki sálarlíf þeirra. En þar sem hann var fæddur og aliim upp í skauti frjálsrar og óblíðrar náttúru, var honum jafneiginlegt að dást að hugrekki og anda. Og hann fann nú, er hann hugsaði um það eftir á, að stúlkan hafði sýnt óvenju- legt hugrekki í framkomu sinni. Og því meir sem hann hugsaði um þetta, því sakbitnari varð hann vegna þeirra viðtakha, sem hann hafði veitt henni. En þó fannst honum á hinn bóginn, að þetta væri óhugsandi. Ung stúlka gæti ekki horfzt í augu við dauð- ann með slíku rólyndi. Henni gat ekki hafa verið þetta fullkomin alvara. Og sú hugmynd, að stiilka meS skap- lyndi Mary Standish færi aS fremja sjálfsmorS, virt- ist meS öllu fráleit. En þótt hann velti þessu fyrir sér fram og aftur, gat hann ekki komizt að neinni niðurstöðu um það, hvort hún hefði sagt satt eða logið. Hann reyndi að hrista af sér þessi heilabrot og hlæja að efagirni sinni og kveikti sér í nýjum vindli. Síðan fór hann að ganga fram og aftur um klefagólfið eins og stórt dýr í litlu búri, og að lokum stanzaði hann við gluggann og teygði höfuðið út, starði á stjörnurnar og teygaði að sér svalt næturloftiS. Hann varS nú rólegri og tók aS jafna sig á þessu. Ef hann hefSi veriS heldur harSorður við Mary, gæti hann bætt fyrir það á morgun. Hún mundi áreiðanlega ekki gera alvöru úr hótun sinni, og á morgun gætu þau hlegið aS ævintýri sínu frá því um kvöldiS. — Mér kemur þetta allt saman annars ekkert við, sagSi hann viS sjálfan sig. Hann sogaSi reykinn að sér og brosti. reynt um hríð. En þar kom, að hið ótrúlega skeði. Fyrir tæpum fjórum ár- um síðan, eða 31. okt. 1941, var hand- tekinn ungur, ljóshærður maður, sem kvaðst heita Robert Pitts, í grennd við Austin í Texasfylki i ¦ Bandaríkjununi. Maður þessi reyndist vera jingrafara- laus, og er hann eini maðurinn í ver- öldinni, sem vitað er til, að svo sé ástatt um. Ekki vildi maður þessi gera lögregl- unni neina frekari grein fyrir sér, ne hverju það sætti, að hann væri fingra- faralaus. En fyrir ötula framgöngu log- reglunnar tókst þó að grafa það upPi að maður þessi hefði á undanförnum árum gengið undir mörgum nöfnum og framið og verið viðriðinn fjölda glæpa víðsvegar um Bandaríkin. Játaði Pit'9 þetta, allt, þegar gögnin voru lögð • borðið. Hins vegar reyndist hann nieð öllu ófáanlegur til að skýra frá því, nieo hvaða hætti hann hefði losað sig við fingraförin. Varð lögreglan því að faf* á stúfana á ný til að grafast fyrir uni það. Leið ekki á löngu, unz sú slóð varo rakin til læknis nokkurs að nafni Brand- enburgs, er búsettur var í New Yersey- fylki. Sannaðist brátt á hann, að hann hefði losað Pitts við fingraförin, og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyr' ir viðvikið. Aðgerðin á Pitts var framkvæmd sem hér segir: Allt hold á fingurgómum vinstri handar var skorið frá inn *" beini, og höndin fest með plástrum við hægri hlið hans. Var hún láfin vera þar hreyfingarlaus í þrjár vikur meðan fingurnir greru við siðuna. Síðan voru fingurnir skornir frá, og loddi þá vi" þá nokkur holdflyksa, sem myndaoi hina nýju fingurgóma. Síðan var sama aðferð höfð við fingur hægri handar. Fimm ör voru á hvorri síðu Pitts, Par sem fingurnir höfðu gróið fa6tir. Sennilega verður þess langt að bíða, að þessi leikur verði endurtekinn. ., Olíuleiðslur undir Ermarsundi- Nýskeð hefur verið gert uppskátt um mikið tæknilegt afrek, sem verkfræðing- ar í þjónustu brezka hersins leystu at hendi á styrjaldarárunum. VerkfræðinB' um þessum var falið af herstjórninn| að leggja olíuleiðslur neðansjávar rnil"

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.