Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 10
130 HEIMILISBLAÐIP handa mér. En þá flykktist allt heimafólk staðarins að dyrunum og tók sér þar stöðu, sjálfsagt í þeim lofsverða tilgangi að auka mannþekkingu sína með því að gaumgæfa hætti mína og athafnir. En ég var ekki sein á mér að loka, og síðan gerði ég mér nota- legan svefnstað á ullarbing, sem ég hafði strax tekið eftir, er.ég kom fyrst inn í kirkj- una. Það var fullt af ull bekkja á milli, og þarna hreiðraði ég um mig á sængurfötum mínum. Þessi hvíla var eins mjúk og hlý og bezt varð á kosið. Um morguninn lag- færði ég ullina, svo að ógerlegt var að sjá, hvar égvhefði látið fyrir berast um nóttina. Það skemmtilegasta við þetta ævintýr var þó forvitni heimamanna, sem að vanda rudd- ust inn strax og ég losaði um hurðina morg- uninn eftir. Fyrsta spurningin, sem þeir epurðu hver annan, var: „Kar hevur hún sovið?" Og ég held, að þeir hafi hálfvegis ímyndað sér, að ég væri huldukona eða andi, fyrst ég hafðist við alein í kirkjunni nætur- langt, mitt í ríki hinna dauðu. Þá hefur langað til að vita, hvernig slík vera legðist til svefns. Ég varð að snúa mér undan til þess að dylja hláturinn, þegar ég sá, hve vandræðalegir þeir urðu á svipinn. VIÐ MESSUGERÐ A STÓRUVÖLLUM. Morguninn eftir lagði ég snemma af stað. Þegar við höfðum alllangt farið frá Skál- holti, komum við að Þjórsá, alldjúpu og mjög straumhörðu vatnsfalli, sem við fór- um yfir á ferju, en sundlögðum hestana í. Það getur oft verið harla erfitt að koma hestunum út í svona vatnsföll. Þeir vita undir eins að þeir eiga að synda yfir, og fylgdarmaðurinn og ferjukarlinn geta ekki lagt frá landi fyrr en þeir eru búnir að reka þá út í, og verður þá enn að elta þá með svipuhöggum eða steinkasti og hræða þá með ópum og hrópum, því að annars gætu þeir allt eins vel snúið við. Vegurinn fór stórum versnandi. Svartir sandar þöktu landið og milli þeirra voru brattar hæðir. Loks komum við að Stóru- völlum, 'þar sem .við ætluðum að eiga við- dvöl og lofa vesalings hestunum að hvíla sig fáeinar klukkustundir. Hér var mikill samsöfnuður manna og hesta. Þetta var á sunnudegi, og þar seiö veður hafði verið bjart og gott um morg- uninn, hafði messan í fallegri kirkjunni ver- ið fjölsótt. Að messunni lokinni sá ég eft- irminnilega sjón. Fólkið streymdi út úr kirkj- unni (ég taldi 96, sem er óvenjulegt f jölmenn1 á Islandi) og dreifðist í smáhópa, þar seto það stóð hlæjandi og skrafandi. Og ekki gleymdist mönnum heldur að væta á ,'ier kverkarnar með sopa af brennivíni, sem þeir höfðu vitaskuld á reiðum höndum. Síðan voru hestarnir sóttir og kveðjurnar hófust- Kossum rigndi niður í öllum áttum, eins o% ræflarnir byggjust ekki við að sjást framar- Um allt Island er það almemiur siður að heilsast og kveðjast með rembingskossi -~ siður, sem útlendingi geðjast ekki mejra e11 svo að, láti hann eftir sér að horfa á óhre111 og viðbjóðsleg andlitin, tóbaksnefin á gamia fólkinu og vanhirðuna á krökkunum. En un1 allt þetta kærir Islendingurinn sig kollótian- I þetta skipti kyssti hvert einasta sóknaf barn prestinn,* og hann faðmaði þau að Ber í staðinn. Þá kysstu þau hann í annað sinö' án tillits til kynferðis eða þjóðfélagsstöð11, Og'ég varð meira en lítið undrandi, er e8 sá til dæmis fylgdarmann minn, sem aðelllfl var óbreyttur almúgamaður, heilsa 6ex sýeW" mannsdætrum og konum og börnum prest" anna eða sjálfum sýslumanninum og fleir' um og fleirum á þennan hátt og komst að raun um, að kveðjum hans var tekið. Sinn er s1"' ur í landi hverju. Guðsþjónusturnar byrja venjulega um na' degið og standa yfir í tvær eða þrjár klukku* stundir. En burtu flýtir fólk sér vegna þes9' að hvorki er neitt veitingahúsið né hesth118" ið til þess að geyma hestana í, svo að þel,n verður ævinlega að sleppa á haga. ÁLEIÐIS TIL HEKLU. Þegar messunni var lokið, fór ég að hit prestinn, séra Jón Torfason, sem var sv ástúðlegur að bjóða mér samfylgd sína a Selsundi í von um, að þar gæti hann útve6* að mér fylgdarmann á Heklu. Ég var 6er' staklega fegin að njóta samfylgdar hans, Pv að yfir hættulegar og straumharðar ár va * Séra Jón Torfason. Hann varð ári síðar pres' að Felli í Mýrdal. — Þýð.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.