Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1945, Side 24

Heimilisblaðið - 01.07.1945, Side 24
144 HEIMILISBLAÐIÐ heldur Farið til Rosslands, eða Rifle skipstjóra, eða einhvers annars en yðar. En hið eina svar, sem ég get gefið yður, er það, að ég kom til yðar af því þér eruð eini maðurinn í heiminum, 6em ég treysti á þessari stundu. Ef þér hjálpið mér nú, munuð þér einhvem tímann seinna skilja ástæður mínar. En ef þér viljið ekki hjálpa mér, þá — —;. Hún þagnaði, og liann bandaði með hendinni. — Já, ef ég hjálpa yður ekki, hvað skeður þá? — Þá verð ég neydd til þess að gera það, sagði hún. — Ég veit, að það er óvenjulegt að vera beðinn að bjarga mannslífi á þennan liátt, finnst yður það ekki? En mér er samt fullkomin alvara. — Ég er liræddur um, að ég skilji yður ekki fullkom- lega, ungfrú Standish. — Er yður þetta ekki ljóst, herra Holt? Mér geng- ur illa að skýra þetta nánar fyrir yður, og mér er illa við, að þér haldið að ég sé með einhvern leikaraskap. Ég hata leikaraskap. Þér verðið að trúa mér, þegar ég segi yður, að ég geti ekki komið lifandi til Cordova. Ef þér hjálpið mér ekki til þess að hverfa — og lifa á þann hátt, að allir haldi að ég sé dáin, þá verð ég að gera það í raun og vem. Augu hennar tindmðu reiðilega sem allra snöggvast. Hann fann andartak til löngunar til þess að þrífa í axlir hennar og hrista hana duglega, eins og hún væri lítill og óþægur krakki. — Og þér komið til mín með þessa barnalegu hótun, ungfrú Standish? Hótun um sjálfsmorð? — Já, ef þér viljið kalla það svo — já. — Og þér ætlizt til, að ég trúi yður? — Ég vonaði, að þér munduð gera það. Hann var á báðum áttum. Hann trúði henni og ef- aðist í einu. Ef hún hefði grátið, ef liún hefði hljóðað, eða gert eittlivað annað til þess að vekja viðkvæmni hans, mundi efinn hafa fengið yfirhöndina. En liann gekk þess ekki dulinn, að hún átti í harðri baráttu, jafnvel þótt hún færi með lygi, og þess vegna var hon- um næst skapi að trúa henni. Hún þjáðist ekki af meðaumkun með sjálfri sér. Jafn- vel þegar hún sá, að hann yppti öxlum af efagirni, reyndi hún ekki nein brögð til þess að fá hann til þess að trúa sér. Hún hafði tekið fasta ákvörðun, og beið nú aðeins eftir úrskurði hans. Löng og svört augnahár- in titmðu lítið eitt, en augun vora björt og skær, svo skær, að honum fannst að hann mundi aldrei gleyma var hemiaðurinn fluttur í sjúkraliús með mikilli varúð. Þegar þangað kom, var þegar í stað 6endur hraðboði eftir scr- fræðingi, og valdist Cohen til þessa starfs. Hann brá þegar við og hóf þetta vandasama verk, gerði holskurð á mann- inum og tókst að ná sprengjunni að tiu minútum liðnum án þess að hún spryngn Þegar sprengjunni hafði verið náð, tók það hálfa aðra klukkustund að Ijúka aðgerðinni. Þykir þetta afrek læknisins hið frækilegasta og gifta hermannsins mikil. Aluminiumhús. Notkun á aluminium er mjög að f®r' ast í vöxt, og mun ekki sízt komast skrið- ur á það, þegar styrjöldinni er að fullu lokið, því að aluminium er mjög nota® til ýmissa hernaðarþarfa, s. s. kunnug1 er. Meðal annars hefur það mjög f»rzt í vöxt að nota aluminium í bygging°r' iðnaðinum í staðinn fyrir járn og stál- Og nú fyrir skömmu hafa borizt fregmr af því, að Bretar hafi ákveðið að byggj® 50.000 hús úr aluminium, til þess að b®,a úr húsnæðisskortinum hjá sér. Mjög erU hús þessi sögð fljótsmíðuð, en ekki vita menn gerla um endingu þeirra enn sem komið er. Flugvélaverksmiðjurnar annas1 smíði húsanna. Eru þau smíðuð í fjórum hlutum og tekur það aðeins fjórar kl®*- að 6etja liúsin saman. Nýr hreyfill. Brezkur uppfinningamaður hefur n) lcga fundið upp nýja tegund hreyfd8’ sem hefur mikla yfirburði yfir eldri teí undir. Er hreyfill þessi í senn sterkur> 6parneytinn og ótrúlega fyrirferðarlit> Hann getur gcngið fyrir ýmiskonar cl neyti og notar mjög lítið á hvert hest afl, mun minna en t. d. benzínhreyfl°r; Til marks um stærð hreyfilsins m* gcta þess, að gert er ráð fyrir, að hestafla bílhreyfill verði aðeins lVs ^ct á lengd og önnur. stærðarhlutföll í 6aI11 ræmi við það. Strí‘Sstjóni'8 í Frakklandi. Það er næsta erfitt fyrir þá, sem * ert þekkja til af eigin raun, að gera í hugarlund, live gífurlegt tjónið cr sér löndum þeim, er verið hafa styrja ildar-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.