Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Page 3

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Page 3
EYþÓR ERLENDSSON: Skógafoss a ,^taf er eitthvað fagnaðarríkt og heill- áð^' V-^ kanna ókunna stigu, kynnast si * °séðum löndum, eða landshlutum, og ag a ^ágæt náttúrufyrirbæri. Og þessi fagn- ej,a*"kennd verður enn áhrifaríkari, ef veðrið ] .*, og sumarsólin vermir landið, sem liggur um. jú var þessu einmitt háttað hinn 29. aj11 1952, er ég tók mér ferð á hendur Eyjafjöllum. Hafði mér lengi verið jjj. eikið að bregða mér þangað og skoða ^ bar um bekki lítið eitt, og þó einkum til þess að sjá höfuðprýði þessa fagra og sérkennliega landshluta — Skógafoss. Klukkan rúmlega átta er ég staddur móts við bæinn Hamragarð, en þangað hafði ég komizt í mjólkurflutningsbíl. Átti ég þess kost að komast nokkru lengra í bíl þessum austur með fjöllunum, en hafnaði því, af þeirri einföldu ástæðu, að umhverfi þessa bæjar heillaði mig svo mjög, að ég vildi ein- dregið staldra þar dálítið við. Ekki verður annað sagt en að nafnið á bæ þessum sé í fullu samræmi við staðarein- kennin, því að óslitinn hamragarður rís þar að húsabaki og teygist út frá bænum til beggja hliða. Er hann víða hár og mikilúð- legur á að líta og setur mjög svip sinn á umhverfi bæjarins. — En það, sem einkum prýðir þó landslagið þarna og gerir það eftirminnilegt, eru fossar tveir, sem falla fram af hömrunum, örskammt frá bænum. Þessir fossar eru Gljúfrabúi og Seljalands- foss. Gljúfrabúi er nær bænum og labba ég fyrst upp að honum. Hann er tvímælalaust sá einkennilegasti foss, sem ég hef séð, og er raunar eitt af furðuverkum náttúrunnar. Er hann bókstaflega umluktur þröngu gljúfri, svo að segja má, að hann falli ofan í geysimikið steinker. En rifa ein mikil er á því framanverðu og þar hefur vatnið útrás. Auðvelt er að ganga upp á barminn á gím- aldi þessu og sjá þannig niður í það. Sést þá allur fossinn greinilega og hið þrönga um- hverfi hans sömuleiðis. Er fossinn einkar fagur útlits, enda þótt eilífur skuggi sveipi neðri hluta hans. Frá Gljúfrabúa held ég sem leið liggur að Seljalandsfossi. Er aðeins spölkorn milli foss- anna, sem tekur skamma stund að yfirstíga. Seljalandsfoss er ekki gljúfrum hulinn á sama hátt og Gljúfrabúi, — öðru nær en

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.