Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Síða 8
Landbrotið er nokkur hluti Kirkjubæjarhrepps. Milli þess og Síðunnar rennur Skaftá, all vatnsmikil. Hólar og hæðir í Landbroti munu vera óteljandi, ekki síður en Vatnsdalshólar. Góðar bújarðir eru þar og margbreyttur gróður. Þarna er Hólmur, þar sem hugvitsmaðurinn Bjarni Runólfsson átti heima. Þarna er Nýibær og Hæðargarður og svo kemur Skaftárbrú. Þegar þar er komið, blasir við Stjórnarsandur, allstór sandslétta norðan Skaftár. Lengi hefur verið reynt að græða upp þennan sand og sporna við eyðileggingu af honum en gengið illa, þar til nú á síðustu árum að sézt góður árang- ur þess að vatni úr Skaftá er dælt upp á sandinn með stórvirkri rafmagnsdælu. Vatnið rennur svo um sandinn og heldur honum rökum, svo fræ, sem sáð er í hann, hafa næði til að spíra og festa rætur. En sandurinn er svo laus og léttur, að hann hreyf- ist við minnsta blæ. Nú er komið að Kirkjubæjarklaustri, sem orðið er nokkurskonar höfuðstaður og samgöngumiðstöð sveitanna milli sanda. Þar eru miklar byggingar og margskonar starfsemi. Og brekkan upp frá bænum, með ört vaxandi skógi, er eitt af ævintýrunum í ræktunarmálum síðustu ára. Svo margt gesta var komið að Klaustri, að ekki var á bætandi. Einn góðviljaður heimamaður tók bíl sinn og flutti okkur að Seglbúðum í Landbroti. Þar hlutum við góðar viðtökur og gistingu hjá kunningjakonu minni, Gyðríði Pálsdóttur. Maður hennar, Helgi Jónsson, er dáinn fyrir nokkrum ár- um, orðlagður gæðadrengur. í Seglbúðum er víð- frægt myndarheimili og finnst mörgum þar gott að koma. Næsta morgunn voru flestir snemma á fótum. Hreppsnefndarkosningar áttu að fara fram þennan dag í öllum sveitum og flestir þurftu að heiman þess vegna. Rigning var komin og austanstormur. Um hádegisbil kom kunningi minn frá Króki að Seglbúðum að sækja okkur. Hann skilaði okkur að Fljótakróki. Þar með var komið í Meðalland, mína æsku- og uppvaxtarsveit. Þar á ég góðkunn- ingja á hverjum bæ og ótal minningar, ljúfar og sárar. Þessum degi eyddi ég með því að heimsækja Steinsmýrarbæina. Sumir þeirra eru nú rústir ein- ar, svo hefur sandur og vatn þrengt að. Sár sakn- aðprkennd fer um mann, þegar maður gengur um eða fer fram hjá bæjarrústum, þar sem fyrir fáum árum var lifað, leikið og starfað af mörgu fólki. Um kvöldið komumst við að Hnausum. Þar býr góðvinur minn, Eyjólfur Eyjólfsson hreppstjóri og kona hans, Sigurlín Sigurðardóttir. Þar voru alúð- legar viðtökur að vanda. Þó var sá galli á, að hús- bóndinn var önnum kafinn vegna kosninganna og undirbúnings ferðalags strax að morgni, svo að lítill tími var til viðræðna eða minni en við hefð- um viljað. Eyjólfur á Hnausum er sá eini Meðal- lendingur, sem hefur haft stöðugt bréfasamband við mig frá því að ég flutti þaðan úr sveit árið 1926. Þess vegna hef ég að nokkru leyti getað fylgst með viðburðum á æskustöðvum mínum og á ég í fórum mínum skemmtilegt bréfasafn frá hon- um. Næsta dag, eftir ágæta hvíld, flutti Vilhjálmur EyjóÍfsson okkur á bíl þeirra feðga suður að Ba 1 'a koti með viðkomu að Langholti. Um leið kornum við inn í Langholtskirkju, þar sem ég á margal hugljúfar minningar. Þar átti ég margar he g stundir, allt frá bernskudögum til rúmlega fertug3 aldurs, og þar í garðinum hvila margir vinn 0 vandamenn. Allt þetta kallar fram margvíslega hugsanir. Gleði- og hryggðarstundir rifjast upP maður hlýtur hugbljúgur í hljóðri bæn að lel a sambands við Hann, sem hefur örlagaþræðina hendi sér, og þakka Honum allt og allt. Að kvöldi þessa dags komumst við að Stron • Það er einn af mínum gömlu vinabæjum. Þar y nú Guðlaug Loftsdóttir Guðmundssonar frá Sön um með tveimur sonum sínum og föðursystu1 • Að Strönd héldum við til næstu nætur, en henn^ sóttum bæina í grendinni á daginn. Allsstaðar v góðkunningjum að mæta, þó víða væru ,,í vinahop inn komin skörð“. Gaman var að renna aug ^ yfir umhverfið, þar sem í hverri laut og bala e ból einhverra minninga starfs eða leikja. Eitt P°ff_ mér þó mjög áskorta fullkomna ánægju. Alla dag ana, sem við dvöldum í Meðallandi, var þoka, s ekki var hægt að sjá hinn víðfeðma fjallahrin^r sem allir dáðst að, sem sjá, enda er hann hö u prýði lágsveita Vestur-Skaftafellssýslu. , Stórfelld er sú breyting, sem orðin er í Me landi á þessum árum. Mýrarnar hafa verið ræs fram með djúpum skurðum. Við það hafa shaPa skilyrði til túnræktar, enda eru nú orðin stoi falleg tún þar, sem áður voru lítil eða nær eng Sandflákarnir eru friðaðir með girðingum, se virðast ætla að gefa góða raun til hjálpar upP^ græðslu sandanna. Sveitin er komin í allgott ve» samband og innan hennar eru góðir vegir að lle um bæjum. Ekki tjáði lengur að dvelja. Of langt yrði að bíða að þokumistrinu létti. Á Melhól býr kunningi minn, Gísli Tómasson. Hann lét nu 1 " okkur að Flugu í Skaftártungu. Farið er hjá e^. velli. Það var lengi ein bezta bújörð í Meðallan^ en eyddist af sandfoki. Fór þar fagurt og , ^ p gott land undir sandinn. Nú er þetta að groa . jj og gengur melgrasinu vel að undirbúa skilyr° . vaxtar öðrum gróðri eftir að landið var friðað m öflugri girðingu. . Á Leiðvelli var þingstaður hins forna Leiðva hrepps, áður en honum var skipt í þrjá nie”eg. Þar fór fram kjör alþingismanns sýslunnar a 111 an kosið var á einum stað í kjördæminu. Og V hefur verið þingstaður eða einhverskonar sa komustaður í fornöld. Á það benda fjölma1 ^ tóftaleifar, sem sáust allglöggt, þó vallgrónar vsel0j áður en sandurinn fór yfir. Þær voru vestm bænum og hafa auðsjáanlega verið búðir þingS ^ í Leiðvallahraunum var ágætt berjaland og m1 v áður en sandurinn spillti öllum kostum þess. Nú er fljótlega komið í Skaftártungu. ^e^U^gUI- er góður og brýr á lækjum og kvíslum, sem _ voru til tafar og erfiðleika á þessari leið. Yfn ag vatnið er farið hjá Ásum og brátt er kom1 Flögu. Þar er viðkomustaður áætlunarbíla °S biðum við lengi eftir að bíll kæmi að austan. 184 — HETMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.