Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Side 12

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Side 12
hún var niður komin. Ég var orðin hálf vonlaus. En ég gafst ekki upp. Ég hélt til Frakk- lands. 1 vasabók Martinu hafði verið eitt heimilisfang í París. Ég fékk mér hótelher- bergi og leitaði uppi Rue de Varenne. Loks varð mér ágengt. Dr. Dupois, tannlæknir, og kona hans sögðu mér, að Martina hefði tekið sér íbúð í Rue Dunois. Þau hafa sennilega talið mig mjög ókurteisan mann, því að ég kvaddi ekki einu sinni, þegar ég fór — svo mikill var asinn á mér. Eftir alllanga leit fann ég húsið við Rue Dunois. Mér fannst hjartsláttur minn hljóta að heyrast í marga metra fjar- lægð, þegar ég hringdi dyrabjöllunni. Ung frönsk stúlka, sennilega vinkona Martinu, lauk upp fyrir mér dyrunum og vísaði mér til stofu. Síðan hvarf hún inn í hliðarher- bergi. Með erfiðismunum kveikti ég mér í sígarettu. Ég hafði náð markinu, náð mark- inu . .. Ég þorði varla að trúa því. Ég heyrði þrusk — og þaut á fætur. En það var ekki Martina, heldur ekki stúlkan, sem hafði vísað mér inn. Það var eldri mað- ur í dökkum frakka. Undir handleggnum hélt hann á leðurtösku, svipaðri þeirri, sem margir læknar nota. Þegar hann sá hve ég hrökk við, gekk hann rakleitt til mín. „Dr. Michaud!" kynnti hann sig og hneigði sig lítillega. „Eruð þér náinn kunningi ung- frúar Coeren?“ spurði hann. Hræðileg angist greip mig. „Ég . . . ég .. .“ stamaði ég — ,,ég — Martina er heitmey mín!“ „Setjizt þér,“ sagði læknirinn og benti mér á hægindastól. Svo tók harm upp gler- augu og virti mig fyrir sér. Svipur hans var einlægur. „Við skulum talast við í hreinskilni," sagði hann. „Ungfrú Coeren . . . mun — ekki lifa miklu lengur.“ „Það er ekki satt, það er ekki satt .. .“ stamaði ég. „Þér skuluð taka þessu með karlmennsku, herra minn,“ sagði hann og lagði hönd sína á öxl mér. Ég hlóp á fætur, fram hjá Dr. Michaud — og inn í hliðarherbergið. Þar lá Martina á legubekk. Andlit hennar var fölt og tekið. „Martina!" 144 I gleðivímu kyssti ég hana ákaflega hárið, vangana, hendumar. Loksins, loksú13 hafði ég fundið hana. Martina strauk mér um hvirfilinn. Hu0 brosti dapurlega, hún þjáðist. Tárin kotnu fram í augun á mér. — Ég sagði henni, a; við yrðum að komast til Frankfurt þegaf 1 stað. Ég vildi flytja hana heim, þar mun& hún ná aftur heilsu sinni. Og þegar hún yH*1 orðin heilbrigð mvmdum við giftast . .. Hún hristi höfuðið hægt og veikluleg3' „Það er ekki hægt,“ sagði hún og brosti e»a dauflega. „Ég heyrði hvað læknirinn sagð1, Ég dey. En ég óttast ekki dauðann." Ég hélt fast um hana: „Þú mátt ekki tal® svona, Martina," hrópaði ég í örvæntingu; En þá gerðist það, sem ég mun aldrel gleyma meðan ég lifi. — Fölu, þunnu vaí' irnar hennar bærðust: ,,Ég er ekki Martiö3 — Þér talið við Felicitas Coeren . . .“ Hún bylti sér hægt, lagðist á hliðina fór að fletta klæðum af bakinu. Á marmai-3' hvítu hörundi hennar var enginn fæðingar blettur. Unga franska stúlkan kom nú inn. hvísluðust á. Síðan sagði Felicitas: „LáR" herrana koma hingað inn.“ Tveir dökk klæddir karlmenn gengu inn. Þeir heilsuð11 kurteislega, drógu upp úr vösum sínum elU kennismerki. Leynilögreglan! Áður en þeir gætu borið upp erindið sag^1 Felicitas: „Ég veit til hvers þið eruð komnir' Já, ég er Felicitas, ekki Martina Coeren. P1 getið flutt mig í burt — en þið handtak1 deyjandi konu.“ Hún starði út í loftið — og spurði síða11 „Hvemig hafið þið fundið mig?“ Mér hafði ekki gefizt timi til þess að spyr^ um afdrif Martinu, en ég fékk nú að he^ sögu hennar. Lögreglunni sagðist svo frá, Martina hefði í fangelsinu gert sjálfsmorð6 tilraim. örvæntingin var að yfirbuga ha11^ Við nákvæma læknisrannsókn, sem ger var, eftir að henni hafði verið bjargað, k°líl í ljós, að fanginn var ekki með krabbatf1®1^ en vitað var, að Felicitas þjáðist af Þelflj sjúkdómi. Martina vildi samt ekki láta ^ hið rétta heiti sitt. Hún ætlaði að reyna * bjarga sjúkri systur sinni frá fangelsinu el HEIMILISBLA515

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.