Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Side 26

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Side 26
< Þessir tveir marabustorkar eru hnípnir og alvarlegir, þar sem þeir standa í dýragarðin- um í London og krókna i kuldanum. Það eru ekki allir sem geta staðið á eigin fótum rétt eft- ir fæðinguna eins og þetta litla mufflon-lamb. Mufflon- féð er eina fjárkynið, sem lifir villt í Evrópu. > < Þetta er rithöfundurinn Vladimir Nobokov, sem varð frægur fyrir hina umdeildu skáldsögu sína „Lolitu", sem hefur verið kvikmynduð. Kvikmyndin hefur verið frumsýnd i New York. 15 ára stúlka, Sue Lyon, lék Lolitu. Hún fékk ekki að vera við frumsýninguna á mynd- inni, því að hún var bönnuð börnum innan 18 ára aldurs. Útkoma bókarinnar hefur ver- ið bönnuð í mörgum löndum. Stærsta stífla í heimi, Boulder-stíflan í Colorado- fljótinu í Nevada í Banda- ríkjunum, er eftirsóttur stað- ur af ferðamönnum. Talið er að meira en 1 milljón ferða- menn hafi komiö að stíflunni síðan Roosevelt forseti vígði hana árið 1936. Hér á mynd- inni er listakona að mála hið tilkomumikla útsýni. > < Hið fræga heimili fyrir aldraða hermenn í Chelsea hefur minnzt stofnanda síns með skrúðgöngu, og Elísabet drottning heimsótti stofnun- ina og sagði nokkur vin- gjarnleg orð við sérhvern öldung, sem sátu fyrir utan bygginguna með heiðursmerki sín á brjósti sér. Sífellt koma á markað nýir hlutir, sem auðvelda fólki úti- legur, t. d. þessi gaslukt, sem var á sýningu í Frakklandi, þar sem viðlöguútbúnaður var sýndur. Hún er hlaðin með gashylki, sem endist í tutt- ugu klukkustundir. > 246 HEIMILISBLAÚ10

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.