Heimilisblaðið - 01.01.1964, Page 3
SVELTIMEISTARAR
— sem leggja á sig langar föstur hvað eftir annað, geta lifað á sódavatni
og sígarettum einum saman í 30—JjO daga, án þess að verða meint af því,
svo séð verði.
Það virðist hljóma sem þversögn, að til
skuli vera fólk, sem vinnur fyrir brauði
sínu — með því að svelta. Engu að síður
er þetta dagsatt, og stöku sinnum berst
manni til eyrna, að nú hafi einn svelti-
meistarinn enn sett heimsmet.
Fyrsti sveltimeistarinn, sem vakti al-
heimsathygli, var þýzki Bandaríkjamaður-
inn dr. Tanner, sem fyrir u. þ. b. 70 árum
fastaði í fjörutíu daga í hótelherbergi einu
í Chicago undir eftirliti. Sem dæmi um
það, hvílík áhrif fasta hans hafði um alla
heimsbyggðina, má nefna það, að enn í
dag nota Þjóðverjar orðið tannern um það
að svelta.
Þegar orðrómurinn um hetjudáð Tann-
ers barst til Evrópu, hóf Itali nokkur,
Francesco Succi að nfani, áróður fyrir
því, að hann hefði sjálfur fastað í fjórtán
daga, og að hann væri reiðubúinn að fasta
í þrjátíu daga undir eftirliti. Ef sér tæk-
ist það, skyldi hann reyna síðar að fasta
í fjörutíu daga, rétt eins og dr. Tanner.
Atburðurinn átti sér stað í Mílanó, og
56 manna nefnd — mestmegnis læknar
— höfðu eftirlit með honum nótt og dag.
Hann fékk leyfi til að drekka venjulegt
vatn og sódavatn, en auk þess hafði hann
áskilið sér rétt til að drekka sextíu grömm
af vökva einum er hann kvaðst hafa feng-
ið í Suður-Ameríku, bæði fyrsta dag föst-
unnar og einu sinni síðar á meðan á henni
stóð.
Rétt áður en föstutíminn hófst gæddi
hann sér á ríkulegum málsverði, drakk
sextíu grömm af áðurminnztum vökva og
gekkst síðan undir eftirlit nefndarinnar.
Þá vóg hann sextíu kíló.
Fastan átti sér stað í hótelherbergi, og
þangað fékk almenningur aðgang allan sól-
arhringinn gegn einnar líru gjaldi.
Daglega gerði Succi leikfimisæfingar, og
á níunda degi föstunnar fór hann í klukku-
stundar langan útreiðartúr ásamt eftirlits-
nefndinni. I læknaskýrslunni þennan dag
stóð: „Hefur misst 5% kg. — Kinnfiska-
soginn. — Vöðvastyrkur hinn sami. —
Hefur gert sex knébeygjur með hægra kné
einu saman.“
Með auknum áhuga almennings og sam-
svarandi mergð heimsókna hélt Succi
áfram föstu sinni án frekari óþæginda í
þrjátíu daga. Þá hafði hann létzt um
fjórtán kíló. — Eftir þessa velheppnuðu
tilraun ferðaðist hann víðsvegar um
Evrópu árum saman og fastaði í 30—40>