Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Page 8

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Page 8
einmitt hér ætti hann að borða í kvöld; hér, þar sem hann hafði svo oft skemmt sér. Sannleikurinn var þó sá, að Blanc var lítill og fremur óvistlegur staður, sem þeir einir sóttu er lítið höfðu handa á milli. Hér höfðu þau Margot og hann snætt margan kvöldverðinn saman, þegar hann hafði þá á annað borð átt það mikla pen- inga, að hann gat boðið henni eitthvað út. Gamlárskvöld eitt — og nú var merki- legt, hvernig allt rifjaðist upp fyrir hon- um — þá hafði hún verið klædd ljósrauð- um kjól. Hann minntist þess, hvernig hún dró af herðum sér svarta, síða kápuna, og stóð fyrir framan hann eins og nýút- sprungin rós í þessum rauða kjól. — Hvað skyldi annars vera orðið af Margot? Hún hafði haft miklar mætur á honum. En þau höfðu skilið sem góðir vinir, þegar hin nýja lífsstefna hans beindi honum inn á allt aðra braut. Að vísu hafði hún grátið sáran við öxl hans að skilnaði og skilið eftir vænan blett af púðri, en þar sem hon- um var meinilla við að sjá tár á nokkrum vanga, hafði hann heitið henni því að snæða með henni aftur næsta gamlárs- kvöld. „Sans faute?“ hafði hún sagt í bænar- rómi um leið og hún bauð honum varir sínar. „Sans faute“, hafði hann svarað, næsta kæruleysislega, því hann var að verða of seinn í lestina. Og auðvitað hafði hann ekki staðið við loforðið. Karlmenn heita konum ástum og tryggð á sama hátt og þeir lofa klæðsker- anum því að láta hann fá peningaávísun. Bæði verða ánægð, án þess maðurinn þurfi af nokkru að missa. Ekkert virtist hafa breytzt í Blanc-veit- ingahúsinu. Jafnvel gömlu pappírsrósirn- ar hjá peningakassanum voru þær sömu, aðeins rykfallnari en nokkru sinni fyrr. Það var enn ekki framorðið, svo að gest- irnir voru fáir, og þeir sátu dreifðir um salinn, svo honum tókst án fyrirhafnar að fá innsta borðið við endann, þar sem hann og Margot höfðu setið og drukkið skilnað- arskálina í ódýru rauðvíni. í kvöld ætlaði hann hinsvegar að borða það bezta, sem veitingahúsið hafði að bjóða, og drekka skál Margotar í ein- hverju öðru en súru rauðvíni. Og þar sem honum leiddist að borða aleinn, vonaðist hann til, að inn í veitingahúsið rækist ein- hver glæsilegri kvenpersóna en sú með máluðu augnabrúnirnar, sem stöðugt var að brosa til hans frá borðinu fyrir hand- an. Þá ætlaði hann að bjóða þeirri stúlku að borða með sér, hver sem hún yrði. París er borg þar sem fólk lifir fyrir líðandi stund og hugsar ekki nema tak- markað um siðferðið. Rétt í þessu opnuðust glerdyrnar fyrir enda salarins, og hún gekk inn. Með henni kom slíkur násúgur inn í salinn, að þeir sem næstir sátu dyrunum hnipruðu sig saman. Og hún hafði heldur ekki breytzt, fremur en annað hér inni. Undrunarsvip- ur hans fór ekki fram hjá henni, er hún gekk rólegum skrefum inn eftir gólfinu og rakleitt í áttina til hans. Þetta var sama föla andlitið, munnurinn hlálega lítill og rósrauður; hárið skipt í miðju, gljásvart. Hún var í síðri svartri kápu og ljósrauður kjóllinn stóð niður undan. Tíu ár voru liðin, en hún hafði ekkert breytzt. Aftur á móti var hann sjáfur orð- inn gráhærður. Þetta var hlægilegt! Ann- að hvort var þetta draumur og sjónhverf- ing, eða þetta var allt önnur kona. Hann góndi á hana aðgerðarlaus, er hún gekk til hans og settist við borðið hans beint á móti honum. Það var enga undrun að sjá á svip hennar, er hún leit í augu hans. „Jæja, svo þú ert þá loksins kominn!“ sagði hún. Rödd hennar var lág og líkust veikri stunu. „Margot mín!“ Hann rétti fram hendur sínar í átt til hennar. „Þú ert fegurri en nokkru sinni og ekki degi eldri en þegar ég sá þig síðast — en ég er sjálfur orðinn gamall maður.“ Hann strauk annarri hendi yfir hár sér. „Ég hef komið hingað þetta kvöld á hverju ári!“ sagði hún og lét svarta síð- kápuna falla af herðum sér eins og lík- klæði, þannig að hún blasti við honum að nýju eins og nýútsprungin rós í sínum rauða kjól. „Tíminn hefur verið lengi að líða,“ bætti hún við. „Lífið er svo gjörólíkt þar sem ég á 8 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.