Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 9

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 9
heima,“ sagði hann afsakandi. „Ég hef skyldum að gegna, Margot, og það er ekki svo auðvelt fyrir mig að komast burtu. En það er dásamlegt að fá að sjá þig aftur.“ Ljúffengt vínið var örlítið farið að ylja honum, og hann hallaði sér fram á við í ákafa. „Veiztu, að það var í von um að fá að sjá þig, sem ég kom til Parísar — í von um að hitta þig í kvöld einmitt hér.“ „Eftir tíu ár!“ Rödd hennar barst að honum eins og hvítur þokuhjúpur. En hann skeytti því engu. „Hvað eru ein tíu ár? Tíu mínútur í návist þinni, Margot, fá þau til að gleymast.“ Þegar þjónninn kom með olífuberin, glutraði hann bakkanum úr hendi sér og allt féll í gólfið með braki og brothljóðum. Svört augu hans stóðu á stilkum í algjöru skilningsleysi. „Herrann verður að afsaka mig,“ stam- aði hann, þegar Blake leit illilega á hann. „Madame líka. En ég hafði heyrt . . . við höfðum öll heyrt, að madame væri dáin. . . En nú er hún komin hingað, unglegri en nokkru sinni fyrr.. .“ „Náunginn sá arna leit helzt út fyrir að taka þig fyrir afturgöngu,“ sagði Morti- mer Blake hlæjandi, þegar þjónninn var farinn að sækja ostrurnar. „Fáðu þér nú kampavín.“ Hann hellti glasið hennar fleytifullt. „Afturgöngur drekka ekki kampavín, og þær ganga heldur ekki í fallegum ljósrauðum kjólum!“ Hún leit brosandi í augu hans, og hend- ur hennar snertu hönd hans á glasfætinum. „Ég skála fyrir því sem var fyrir tíu ár- um,“ sagði hún og saup á. „Já, það voru þó dásamlegir dagar!“ mælti Blake með söknuði. „Fullir af lífs- nautn. Og næturnar voru enn dásamlegri." Hann hallaðist fram á borðplötuna. „Mar- got. Hverfum aftur til þess, sem var fyrir tíu árum!“ Hún brosti, nokkuð veikt, en þó ertnis- lega. Þegar betur var að gáð, hafði hún eitthvað breytzt frá því sem var. Þegar hún dró af höndum sér uppháa hanzkana, virti hann hana fyrir sér með aðdáun, en veitti því þó jafnframt eftirtekt, að hin innri birta, sem ætíð hafði Ijómað úr ásýnd hennar áður fyrr — sú birta var nú horf- in. Hún var orðin líkt og álfakyns; örlynd- ið og skaphitinn voru henni horfin. Undir augum hennar voru dökkir baugar, og yfir henni allri var blær mikillar alvöru, berg- mál þungra þanka. Allt var þetta öðru vísi en hann hafði átt að venjast af henni eins og hún var. Yfirleitt sýndist honum nú, að hann kysi heldur þá Margot, sem hann hafði þekkt. En stundum, meðan á máltíðinni stóð, var eins og honum fyndist hún verða sú sama, þar sem hún snæddi honum til samlætis og hlátur hennar gall við eins og létt lækj- arköst á vordegi, og roðinn frá fyrri ár- um brauzt fram í vanga hennar. Honum fannst hún þá vera töfrandi fögur. Hann hugsaði til þeirrar stundar, er hann gæti vafið hana örmum í bílnum á meðan þau ækju um götur Parísarborgar. En þegar þau gengu út úr veitingahúsinu komst hann að raun um, sér til stórra vonbrigða, að hann átti ekki að fylgja henni heim. „Ég kýs heldur að fara ein,“ sagði hún, og það var sama, hvað hann bað hana heitt og innilega. Honum veittist jafnvel erfitt að fá upp heimilisfang hennar. „Það er bezt að hafa það þannig,“ sagði hún aftur og aftur með alvörusvip. En þegar hann að lokum bauð henni góða nótt og bíllinn huldi form hennar og mynd, rétt eins og nóttin deyðir lit blómanna, hafði hann þó fengið leyfi til að heimsækja hana daginn eftir. „En ásakaðu mig ekki of mikið, ef ég verð ekki heima,“ sagði hún. Og vegna þess að hún brosti þegar hún sagði þetta, og hönd hennar hvíldi í lófa hans, brosti hann á móti og tók þessu eins og skemmtilegu spaugi. Snemma næsta morgun, er hann spurði eftir henni í húsinu númer 15 við Rue du Port de St. Jean, starði húsvarðarkon- an á hann grallaralaus. „En, herra minn, hún er dáin.. .“ Hann hopaði aftur á bak. „Getur ekki verið. Ég snæddi með henni kvöldverð í gærkvöldi!“ „Það hlýtur að vera einhver misskiln- ingur, herra,“ sagði húsvarðarkonan og: HEIMILISBLAÐIÐ 9

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.