Heimilisblaðið - 01.01.1964, Qupperneq 10
Minkurinn-hið skapvonda skrautdýr
Eftir GEORGE FICHTER
Dýr þetta, sem nýtur þess að vera í
dálæti meðal fjármálamanna og kvenna,
endurgeldur ekki þá elskusemi. Það hat-
ar allt og alla — og er stöðugt búið til
árásar.
Dag nokkurn að vetri til fyrir u. þ. b.
ári setti ég gildru skammt frá ársprænu
og fylgdist með henni að staðaldri. Dögum
saman kom ekkert í gildruna. En morgun
einn, í þokuveðri, sá ég hvar brúnleitt
dýr var komið í gildruna; og þeim morgni
gleymi ég aldrei.
Jarðvegurinn þar sem ég gekk var
gljúpur, og þess vegna heyrði fanginn mig
ekki nálgast. Dýrið sat í hnipri og nagaði
einhvern hlut af miklum ákafa. Þegar nær
kom sá ég, að þetta var minkur — og að
hann var að naga fótinn á sjálfum sér til
að losna.
Skyndilega varð mér stigið ofan á trjá-
grein. Minkurinn hnykkti höfðinu í átt
til mín, og lítil augun blossuðu af reiði.
Síðan rak hann upp skræk og þaut af
stað eins langt og hlekkirnir náðu — fyrst
í áttina til mín — en síðan á flótta í gagn-
stæða átt.
Hann var fullur kjarks og hugrekkis
•og reiðubúinn að etja kappi við mig, sem
var risavaxinn móts við hann sjálfan. Allt
í einu fann ég til skammar. Mig langaði
til að veita honum frelsi.
Ég þrýsti á fjöðrina sem hélt gildru-
kjöftunum saman. Minkurinn réðst þá
harkalega á viðinn í gildrunni og læsti í
hann tönnunum. Jafnvel eftir að gildran
hafði opnazt og blóðugur fótur minksins
var laus úr haldinu, hélt hann áfram hinni
æstu árás sinni.
En þegar honum var orðið ljóst, að hann
var frjáls, tók hann að haltrast á brott.
Hann nam þó staðar annað veifið og leit til
mín logandi hatursaugum. Loks hvarf
hann.
Hin gengdarlausa lífshvöt minks þessa
skapaði hjá mér djúpa virðingu fyrir öll-
um lifandi verum, og ég hafði þegar lagt
mína síðustu dýragildru.
Af öllum dýrum merkurinnar er mink-
urinn það dýrið, sem erfiðast er að um-
gangast. Hann er jafnvel fjandsamlegur
sínum nánustu í dýraríkinu — nema um
fengitímann, sem er síðla vetrar, þegar
hlána tekur í ríki náttúrunnar. Hinsvegar
er ekki um að ræða tilfinningaríkt ástalíf
af hans hálfu. Karldýrið og kvendýrið
svala eðlisþörfum sínum í æsingi, sem allt
líf þeirra einkennist af alla stund. Um
hristi höfuðið. ,,Hún dó fyrir sex vikum,
og ég sá það með eigin augum, að líkið
var borið út úr húsinu. Og ekki var jarðar-
förin hennar upp á marga fiska.“ Konan
fitjaði upp á nefið. „Ekki einn einasti
rósavöndur. Þér trúið því kannski ekki,
herra minn, en það var ekki svo mikið
sem eitt laufblað. Eins og það komu þó
margir í heimsóknir til hennar á meðan
hún lifði. En hvaða gagn hafa menn af
dauðu kvenfólki?“
„En ég er að segja yður, að ég snæddi
með henni á veitingahúsi í gærkvöldi!"
Blake var nú orðinn náfölur í framan.
„Hún var í ljósrauðum kjól og í svartri,
síðri kápu með skinnkraga."
Húsvarðarkonan leit á Blake og virti
hann fyrir sér íhugul. Auðsjáanlega hélt
hún, að hann væri drukkinn eða vitskertur.
Blake sneri sér frá. Annað gat hann ekki
gert. Þegar hann reikaði niður eftir langri
grárri stórborgargötunni, strauk nístings-
köld golan um vanga hans ... eins og hönd
dáinnar stúlku.
10
HEIMILISBLAÐIÐ