Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Page 16

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Page 16
STÚLKA Á FLÓTTA FRAMHALDSSAGA Henry hikaði dálítið. „ Já, en þó verð ég að segja, að ég vildi helzt enga votta hafa að því, en ef þér haldið fast við það, þá verð ég víst að láta undan. En ég er hrædd- ur um, að ég verði til athlægis." Það vottaði fyrir brosi í augum læknis- ins. „Það eina, sem ég hef áhuga á, er að vera ekki gabbaður. Ég játa, að það er ósennilegt, en ég vil samt hafa vaðið fyrir neðan mig.“ „Ó, já, ég skil. Þér eruð hræddur við sviksamlegt athæfi á síðustu stundu. Ég býst ekki við, að þér komizt að neinu slíku, en komið samt umfram allt með mér, ef þér viljið styðja mitt mál. Ég á við, að þér mælið með mér, ef Alice lízt ekki á mig sem eiginmann, og bendið á hæfileika mína og óflekkað mannorð." „Og að sjálfsögðu að láta hjá líða að benda á líkið undir rúminu,“ sagði læknir- inn stríðnisrómi. Þegar þeir höfðu farið yfir öll skilyrðin að nýju og fullvissað sig um gagnkvæman skilning í öllum atriðum, þá var kominn tími til hádegisverðar. Dr. Paul bjóst til að inna af höndum sinn hluta af samkomu- laginu með því að koma geðheilsu Alicear aftur í samt lag. Hann lofaði Henry því, að allt yrði í lagi í þeim efnum, þegar hann kæmi aftur um sexleytið. Henry fór burt, þegar hann var búinn að fylla bíl sinn með fatnaðinum úr skápum og skúffum Gabyar. Monier hlustaði á frásögn Henrys með ánægjusvip og var reiðubúinn að fara með honum aftur á hælið. „En heldurðu ekki, að hann búi yfir ein- hverjum brögðum?" spurði hann. „Nei, ég held, að allt fari vel, aðeins ef Alice játast mér. Það er auðvitað ekki gott, að hann skuli vilja heyra það, sem ég segi við hana, en ég verð nú samt að sætta mig við það. Annars verð ég að hafa annan vott. Þekkir þú nokkurn?" „Ég ætla að hringja til Barreaux,“ sagði Monier. „Ef hann hefur aldrei hitt lækn- inn, þá er hann einmitt maðurinn, sem við þurfum á að halda.“ Henry eyddi hálfri stund eftir hádegis- verðinn hjá lækni, sem skipti um umbúðir á handleggnum. Þá kom honum til hugar, að það væri víst viðeigandi að gefa unn- ustu sinni gjafir og verðandi brúði ein- hverja morgungjöf. Fór hann því í bank- ann og tók út allmikla fúlgu. Gjaldkerinn kannaðist auðsjáanlega við hann, enda hafði hann víst lesið blöðin síðustu dagana. Henry fékk samt sitt fé og komst burt án nokkurrar tafar. Hann hitti því næst Gaby, eins og um hafði verið samið, og eyddu þau saman nokkrum stundum í Rue de la Paix til að hafa upp á einhverju, sem Alice þætti vænt um að fá. Henry vissi ekki sitt rjúkandi ráð í þeim efnum og að stundu liðinni var hann ekki búinn að kaupa annað en nokkra trúlofunarhringa af ýmsum stærðum og geysistóra konfektöskju. Eftir mikið umstang festi hann líka kaup á blómum, silkisokkum og kjól, sem Gaby sagði, að væri hæfilegur fyrir Alice. Loks keypti hann Búddalíkneski, sem gætt var elskulegra brosi en læknirinn hafði til að bera. Þá var tími kominn til að fara til Moniers og leita uppi hitt vitnið. Alice sat í dagstofu dr. Pauls, þaðan sem Henry hafði sloppið nokkrum stund- um áður í líkkistu. Eitt einasta augnatillit nægði til að friða Henry. Hann þurfti ekki að óttast þær hryllilegu myndir, sem mar- tröðin hafði á hann lagt. Alice var eins og hún átti að sér brosandi og hrífandi. 16 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.