Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 17
Alice, læknirinn, Monier og hitt vitnið,
sem kynnt var sem hr. Leclerc, lögfræðing-
ur í skrifstofu Moniers.
„Jæja, mín kæra,“ sagði læknirinn dr.
Paul við Alice. „Nú eru vinir þínir komn-
ir.“ Svo sneri hann sér að Henry og sagði
lágum hljóðum: „Mér þykir vænt um að
geta sagt yður, hr. Bering, að ég þarf ekki
að vera viðstaddur bónorðið. Sannleikur-
inn er sá, að skjólstæðingur minn sá undir
eins af einhverju dularfullu innsæi sínu,
hvernig í öllu lá.“
„Komið nú, hr. Monier, og þér, hr. Le-
clerc,“ sagði hann hátt, „og lítið á eggja-
safn mitt eða bókasafnið, ef þið hafið
meiri áhuga á því.“
Hann hélt uppi fjörugum samræðum við
þá tvo og fór með þeim út úr herberginu.
Henry og Alice voru ein eftir í dagstof-
unni. Aliee stóð brosandi fyrir framan ar-
ininn, og Henry einblíndi á hana og kom
ekki upp nokkru orði. Loks tókst honum
samt að hreyfa tunguna. „Þér vitið það
þá?“ spurði hann. „Já, þér ætlið að biðja
mín,“ sagði Alice rólega.
„Og hverju svarið þér?“ spurði hann
hikandi.
„Þér verðið sjálfur að komast að því.
Ég lofa því að minnsta kosti að bíta yður
ekki af mér!“
Allt í einu leit hann á eitthvað fyrir of-
an höfuð hennar. Hann starði á það með
opnum munni, en ekkert orð kom fram á
varir hans. Alice leit undrandi á hann.
„Hvað er að Henry?“ hrópaði Alice. „Ó,
hvað er þetta, vinur minn?“
Henry varð nú að taka skjótar ákvarð-
anir. Hann hafði komið auga á það, sem
hefði getað kollvarpað áætlunum hans.
„Það var ekkert,“ stundi hann upp eins
og hann kenndi til. „Það er bara handlegg-
urinn. — Ég fékk byssukúlu í hann eins
og þér kannski vitið.“
„Kúlu? Hvenær? Hvernig stóð á því?
Leyfið mér að sjá.“
„Ekki núna! Mér líður strax betur. Ég
er ekki alvarlega særður, og ég vildi ekki
hafa hönd í fatla til þess að gera yður ekki
órólega. Sárið er grunnt, en samt lá mér
við yfirliði nú fyrir stuttu. Það stafar víst
af því, að ég er í svo miklu uppnámi þessa
stundina.“
Sannleikurinn var sá, að Henry hafði
fullkomlega vald yfir sjálfum sér og sat
nú hinn rólegasti í einum af hægindastól-
um dr. Pauls. Við slíku var vart að búast,
þegar Alice stóð rétt hjá honum, en hann
hafði uppgötvað hljóðnema í herberginu.
Arinhillan var úr eik og skreytt út-
skurði, og hljóðneminn var falinn í kjaft-
inum á ljónshöfði. Það var hreinasta til-
viljun, að Henry kom auga á hann, af því.
að ljósglampi féll á hann. Hefði hann ekki
séð hann, mundi hann andartaki síðar hafa
talað af sér og ljóstrað öllu upp. Hann
var sannfærður um, að læknirinn sat nú
með hlustunartæki á eyrunum, eftir að
hafa dregið sig í hlé frá gestum sínum.
Hann heyrði hvert orð, sem þau sögðu.
„Jæja þá! Þetta með áformið um bón-
orðið,“ tók Henry aftur til máls og brosti.
„Þér vitið auðvitað, hvað það hefur í för
með sér?“
„Já, auðvitað, ég læt mér alveg á sama
standa um það ! Segið mér svo, hvort nokk-
ur heiðvirð stúlka getur gengið lengra.
Reynið nú að hefjast handa Henry.“
Henry hélt stöðugt aftur af sér, því að
hann vissi, að hann hafði tvo áheyrendur.
„Þér farið á mis við auðæfi yðar og fá-
ið ekki nema tvö þúsund gineur, auk mín!“
sagði hann. „En þetta er eina björgunar-
leiðin.“
„Og þess vegna ætlið þér að biðja mín?“
spurði hún og roðnaði. „Ef svo er, þá vil
ég aldrei framar tala við yður.“
Henry andvarpaði, því að hann var auð-
sjáanlega kominn út á hálan ís.
„Nei, ég ætla að orða það þannig,“ hóf
hann máls að nýju. „Ég bið yður að gift-
ast mér, af því að ég elska yður, og ég get
heldur ekki komið auga á neina leið, sem
liggur út héðan. Ef þér játizt mér einung-
is til að sleppa burt, þá skil ég það mæta
vel. Ef þér gætuð einnig tekið fyrra at-
riðið með til athugunar, þá gerðuð þér mig
óskaplega hamingjusaman og mjög ....
Ó, þetta er ekkert nema tómt mas í mér.
Getið þér ekki hjálpað mér, Alice?“
Hún sagði ekkert, en svarið stóð skýrum
stöfum í augum hennar, og Henry gat
HEIMILISBLAÐIÐ
17