Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 28
jafnvel eftir þessa erfiðu ferð. Þar stend- ur stórt og glæsilegt hótel“. „En ég get ekki farið þangað í þessum fötum.“ Hún leit niður á sig. Föt hennar höfðu látið á sjá við að klifra yfir erfið- asta kaflann. „Enginn tekur til þess. Þegar öllu er á botninn hvolft kemur þú ofan af Monte Christallo, það leikur enginn kvenmaður svo glatt eftir þér.“ „Heldur þú að öðrum finnist til um það?“ „Áreiðanlega. En þér má standa á sama. Við lifum fyrir okkur og hvað kemur okk- ur þá annað fólk við?“ „Svo einfalt er það nú ekki, eins og þú heldur, Michael. Það á eftir að kosta mik- ið stríð áður en ég fæ föður minn til að gefa blessun sína. Ég verð að biðja þig að segja engum frá ást okkar fyrst um sinn. Engum, heyrir þú það, Michael?“ „Af hverju ekki?“ spurði hann hissa og vandræðalegur. „Ég bjóst við að þú mundir segja föður þínum frá okkur í dag, og á morgun mundi ég svo færa mín- um föður fréttirnar. En ef til vill er fjallabærinn í hlíðinni of afskekktur. Ég mundi skilja það, ef þú krefðist þess að ég byggi með þér í Schluderback". „Ævilangt? í vetrarlangri einangrun? Nei, Michael. Láttu mig nú sjá hvað um okkur verður. Hérna uppi í fjöllunum verður þú ekki. Ég lofa þér því, að ég skal bjóða þér líf sem hefur upp á meira að bjóða en fjallabýlið þitt og leiðsögumanns- starfið“. „Það verður gaman að kynnast því,“ sagði Michael. í rödd hans var ekki leng- ur sami glaði sigurhreimur og rétt áður. Skuggi hafði fallið yfir gleði hans. Leiðin niður af fjallinu var erfið, og Michael hugsaði nú ekki um annað en að koma ísabellu heilu og höldnu niður í dalinn. Hann sýndi henni hvert skref og að lokum náðu þau skarðinu og þaðan fljótlega til Cortina. „Ætlar þú að hafa viðdvöl hér?“ sagði Michael, er þau stóðu fyrir framan hótelið. „Það vildi ég gjarna. Ef til vill gætum við verið hérna eina nótt. Mér finnst ég dauðuppgefin, og þar að auki kann ég vel við mig hér.“ „Eins og þú vilt, ísabella. Komdu.“ Hann ætlaði að taka undir hönd henni. Hún færðist undan og sagði: „Hér eftir verðum við að láta eins og ekkert sé á milli okkar annað en venjuleg- ur kunningsskapur. Það verður þú að skilja, Michael.“ Michael gat engu svarað. Hann fann aðeins, að eitthvað lá í loftinu, sem ekki var eins og það átti að vera. En nú var hann þegar svo gagntekinn af stúlkunni, að honum var ómögulegt að slíta sig laus- an af áhrifum hennar. „Nú verðum við að skilja. En eftir tvær stundir, þegar ég hef hvílzt eitthvað, hitti ég þig hérna út við skóginn. Þú kemur örugglega ?“ Aftur hafði rödd hennar þennan töfra- hljóm, sem kom blóðinu til að renna hrað- ar í æðum hans. Hún snerti hönd hans lauslega. Síðan steig hún eitt skref frá honum, en hann stóð eitt augnablik á báð- um áttum í sömu sporum. Michael pantaði aðeins eitt herbergi. Honum líkaði ekki að taka sér herbergi á hótelunum, það var of kostnaðarsamt fyr- ir leiðsögumann. Og honum var á móti skapi að láta ísabellu borga fyrir sig. Það var mildur og hlýr sumardagur og hann gæti sem bezt sofið í heyi einhvers staðar í nágrenninu. Honum leið betur þannig mitt í fegurð náttúrunnar. Isabella fékk herbergi það er hún ósk- aði eftir. Hún varð þó vonsvikin yfir að Michael skildi ekki taka herbergi á leigu. Hve þægilegt hefði ekki verið að halda ástarævintýrinu áfram þarna, án þess að nokkur hefði hugmynd um. Af hverju var Michael svona þver? Hún vissi sjálf svarið. ísabella hafði fyrir löngu komizt að raun um hið barns- lega einlæga og heilsteypta lunderni Michael Kornbackers. Það var ef til vill það, fremur en myndarlegt útlit hans sem dró hana að honum. Hún kynntist sjaldan slíku fólki, og þetta var í fyrsta skipti, er hún kynntist slíkum manni náið. Það tæikfæri mátti hún ekki láta ónotað. Allir þeir karlmenn er hún hafði kynnzt hingað 28 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.