Heimilisblaðið - 01.01.1964, Page 33
sem gætu tjáð það sem honum var niðri
fyrir, en fann engin. Hann stóð þarna í
reiði sinni, með dýpstu tilfinningar sínar
særðar og vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Isabella gerði sér Ijóst uppnám hans og
hugðist notfæra sér það.
„Farðu samstundis út. Ég hef ekki boð-
ið þér inn. Þú hefur leyft þér að ryðjast
inn á mig. Hafði þér virkilega hugkvæmzt,
að ég mundi giftast bóndakurfi eins og
þér? Hví skyldi ég ekki daðra við þig? Þú
ert þó ekki svo ógeðfeldur. En góði be.. .“
Augun ætluðu út úr höfðinu á Michael.
Fingur hans strengdust, og hann var viti
sínu fjær. Hann greip höndunum um háls
Isabellu og æpti ógnandi:
„Endurtaktu það sem þú sagðir, endur-
taktu það og ég skal kyrkja þig. . ..“
Af örvæntingu reyndi ísabella að losa
sig, og tókst, en dýrmæta perlufestin um
háls henni slitnaði og hugmynd sló allt í
einu niður í huga henni.
Hún kallaði á hjálp, hástöfum meðan
hendur Michaels hengu máttvana niður
með síðunum. Hvaða góðviljuð máttarvöld
höfðu komið í veg fyrir að hann gerðist
morðingi?
Hann hafði einmitt snúið baki við henni
og ætlaði að ganga út þegar fólk þusti inn
í herbergið.
„Þjófur“, æpti ísabella, „hann ætlaði
að stela perlufestinni minni. Sjáið!“ Hún
benti á háls sér og perlurnar sem lágu
dreifðar um gólfið. „Takið þorparann fast-
an!“
Michael stóð viljalaus og hafðist ekki
að. Nú var hann líka orðinn þjófur! Svo
fullkomlega hafði þessi stúlka steypt hon-
um í glötun.
Veronika sem um daginn hafði unnið í
eldhúsi hótelsins, hafði heyrt hávaðann og
strax dottið Michael og ungfrú Amstetten
í hug, kom nú að, og sá þegar farið var
með Michael burt. „Hvað hefur hann eig-
inlega gert?“ spurði hún með grátstafinn
í kverkunum.
„Hann ætlaði að ræna af konu,“ sagði
einn gestanna, sem hafði komið daginn
áður.
„Það mundi Michael aldrei gera,“ sagði
hún með leiftrandi augum. „Spyrjið ung-
frúna, hvað Michael hafi verið að gera hjá
henni. Spyrjið fljótt; annars spyr ég
sjálf.“
„Vertu ekki að þessu Veronika, mér er
sama um allt,“ sagði Michael og steinrunn-
ið andlit hans sýndi að hann sagði satt.
„Nei, Michael. Ég berst fyrir þig. Hugs-
aðu um föður þinn. Það yrði hans bani ef
hann frétti þetta.“ Isabella sá nú hvar
Mergentheim kom frá herbergi sínu. Stolt
og mikillát sneri hún sér nú að mönnunum
sem héldu Michael og sagði: „Sleppið hon-
um. Ég vil ekki vera völd að láti gamals
manns.“ Sonur hóteleigandans kom nú
að.
„Hvað er hér eiginlega á seyði, Micha-
el?“ spurði hann.
„Ekkert!“ svaraði ísabella. „Það var
bara ímyndun úr mér. Ég hélt að hann
ætlaði að ræna mig.“
„Þar hlýtur yður að skjátlast. Ég þekki
þennan pilt síðan ég var í barnaskóla.
Heiðarlegri mann getur varla. Engu að
síður ætla ég mér að grafast fyrir um hvað
hæft er í þessu. Komdu með, Michael.“
„Ég afbið alla rannsókn og yfirgef hús-
ið samstundis. Sjáið um að föður mínum
verði sendur reikningurinn.“
„Eins og yður þóknast, ungfrú.“ Kram-
er beygði sig háðslega. Michael leit á ísa-
bellu í síðasta skipti. Hyldjúpt hatur var
fólgið í þessu augnaráði. Það var gott að
hún sá það ekki. Annars hefði víst farið
um hana.
En Veronika sá hann og það fór skjálfti
um hana. Hún fann að eitthvað hræðilegt
var í vændum.
Franz Kramer fór með Michael inn á
skrifstofu föður síns. „Jæja, segðu mér
nú hvernig stóð eiginlega á þessu upp-
þoti ?“
„Þú heyrðir það. Ég stal.“
„Segðu nú enga vitleysu, Michael. Eng-
inn veit betur en ég að þú gætir það ekki.
Mundu eftir skóladögum okkar. Það er þér
að þakka að faðir minn barði mig ekki í
einhverju reiðikastinu."
„Ég veit að þú meinar vel, Franz. En
spurðu mig ekki frekar. Ég get ekki sagt
þér það. Og hótelið skal engan skaða hljóta.
Faðir þinn væri því tæpast samþykkur að
HEIMILISBLAÐIÐ
33