Heimilisblaðið - 01.01.1964, Page 37
Ef þér fallið fyrir þeirri freistingu að
kaupa nokkrar sneiðar af laxi, þá prófið
til tilbreytingar að grillsteikja þær. Það
má að sjálfsögðu framreiða kartöflur með,
en salat sem búið er til úr hráum svepp-
um, tómatsneiðum og piparhrjngjum í
olíu og ediki er miklu betra!
Hafið þið nokkurn tíma prófað að
setja kjötfars í epli? Skafið innan ur stór-
um eplum og fyllið þau síðan með kjöt-
farsi. Látið eplin í eldfast fat. Látið smjör
yfir þau og hellið ofurlitlu vatni í fatið og
steikið í miðalheitum ofni. Þetta er mjög
bragðgott heitt, og kalt er það ágætt sem
ofanálegg.
Smáttskornar aprikósur eru mjög góð-
ar í ávaxtaköku og hún heldur sér mjög
lengi sem ný!
Hárgreiðsla dætranna er stundum hálf-
gert vandamál fyrir mæðurnar. Móðirin
vill gjarnan að dæturnar séu snyrtilegar
og fallega klipptar. En það getur stundum
verið erfitt að fá 5—6 ára gamlan fjör-
kálf til að skilja það, að það geti verið
sérstaklega þýðingarmikið, og þess vegna
verður maður að sjá um að hárgreiðsla
barnsins sé eins einföld og mögulegt er.
Það er fyrst í kringum 12 ára aldurinn að
stúlkurnar vilja fara að halda sér til og
HEIMILISBLAÐIÐ
37