Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 8
ina. Tvær olíuleiðslur enda í landinu. Þegar svarti lög'urinn streymir, gefur hann af sér peninga; þegar hann er hreinsaður, gefur hann af sér peninga; þegar hann er settur til geymslu, gefur hann af sér peninga; þegar honum er skipað um borð, gefur hann af sér peninga. Og allir þessir peningar fara beint í peningakassa Beirut, bæði þá, sem eru í einkaeign og þá oppinberu. Nær því allt, sem bormenn, dælumenn og olíuverkfræðingar eta og drekka, og það, sem þeir nota af fatnaði og daglegum nauðsynjum, er keypt og borg- að í Beirut. Auðmenn eyðimerlcurinnar. Þangað koma hinir auðugu olíukóngar til þess að koma peninguní sínum fyrir og nota þá. Þeir ferð- ast um í amerískum bílum, sem eru eins og orrustuskip, kaupa hótel til þess að koma þar fyrir kvennabúrum sínum og girða þau háum múrveggjum. Þegar þeir fara í nætur- klúbb, láta þeir taka frá handa sér um tut- tugu borð til vonar og vara, og þegar þeir fara í lyftu ryðja þeir 3—400 krónum í lyftu- drenginn í þjónustugjald. Bankamaður sagði mér, að hann hefði heimsótt einn af þessum arabisku höfðingj- um til þess að fá liann til þess að stofna viðskiptareikning í bankanum hjá sér. Araba- höfðinginn kvaðst harma, að hann hefði þeg- ar ávísanareikning — sem væri 1150 milljónir króna — en til þess að gesturinn færi ekki tómhentur á brott, fékk hann ellefu og hálfa milljón til þess að setja inn á reikning. Mað- ur nokkur frá Kuwait hélt hátíðlegt brúð- kaup dóttur sinnar og ungs Líbanonsmanns með því að strá út gimsteinum til fanga handa ættingjunum og úthlutaði öllum 400 gestunum konfektdósum úr skíru gulli. Dótt- ir hans fékk þrjú leigusöluhús í brúðkaups- gjöf, en auk þes gaf liann henni óútfyllt ávísanahefti, ef vera kynni, að hún ætti ein- hverja ósk, eða ef til vill tvær, sem hefðu ekki rætzt. Að vísu strá þeir peningunum í kringum sig, þessir eyðimerkurbúar, en þeir eru nú samt ekki alveg af baki dottnir. Þeir eiga talsvert af byggingum í Beirut, og flestir þeirra hafa grætt mjög vel, þar sem verðið á eignum hefur hækkað mjög. Þeir eiga líka kvikmyndahús, prentsmiðjur, dagblöð og banka. Hviksagnasmiðja. 1 Beirut fara ekki að- 96 eins fram lögleg viðskipti, heldur ólgar bær- inn vægast sagt af undirferli og samsærum, njósnum og gagnnjósnum. Sendiráðin í Bei- rut eru mikilvægar hlerunarstöðvar fyrir all- an þennan heimshluta. Þar eru menn ekki fáfróðir um, hvað er á seiði í Mið-Austur- löndum. Beirut hefur 42 dagblöð, fleiri en nokkur önnur borgí heimi. I sendiráðunum eru þau lesin frá upphafi til enda, hver lína. Þau eru málpípa allra Mið-Austurlanda, og þar myndast arabiska almenningsálitið. Nasser les þau í Kairo, áður en hann sér sín eigin blöð, sem hafa öll sömu stefnu, og hann fær þau öll með flugvél á hverjum morgni, svo að hann fær þau með morgunmatnum. Paradís smyglara. I þessum gróðrarreit skefjalauss frumkvæðis er hægt að leggja peningana á borðið og ganga brott með gull- stöng, ef maður vill þá ekki heldur kaupa eina smálest strax, og enginn bannar heldur að fara með það úr landi. Stundum er gulli frá Beirut smyglað til Indlands, þar sem það er í mjög háu verði. Smyglararnir eru vanir að fela á sér allt að 30 kílóum, og sleppi þeir í gegnum tollgæzluna, geta þeir grætt nær því 80.000 krónur á kílóinu, svo að slík ferð ætti að gefa af sér meira en tveggja milljóna gróða. Þarna fer líka fram víðtækt eiturlyfja- smygl, ýmissa tegunda. Það er ekki vegna þess að eiturlyfja sé mikið neytt í Beirut sjálfri, heldur er borgin mikilvæg miðstöð á leiðinni til liinna miklu útlendu markaða. Opíum er ræktað í Tyrklandi, og því er smvglað yfir sýrlenzku landamærin til Al- eppo, en þar er framleitt úr því morfín. Síð- an er það sent til Beirut, og þar fyljta menn í hraðbátum bögglana með hinu hættulega innihaldi út til flutningaskips og kasta þeim um borð til samsærisfélaga sinna. Næsti við- komustaður á áætluninni er Marseille eða Genova, en þar er morfíninu breytt í heróín, sem hægt er að selja fvrir 1150 krónur grammið á ameríska markaðinum. Milljónirnar bíða. Pyrir ungan og atorku- saman mann er Beirut borg ótakmarkaðra möguleika. Eg hef heyrt tugi frásagna um menn, sem byrjuðu með tvær hendur tómar, en unnu sig upp og urðu margfaldir millj- ónamæringar. Yusif K. Bedas, sonur grísk-rétttrúaðs HBIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.