Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 23
En John svaraði ekki spurningu hennar að heldur. Þegar þögnin lengdist og varð æ erfiðari, tók hann kjark í sig og sagði: „Jæja, þú færð allavega að heyra það bráðlega. Það er ann- aðhvort að hrökkva eða stökkva!“ Hann sneri sér nú alveg að henni og brosti hálf- vandræðalega. Svo varð svipur hans strang- Ur- „Við Pixy ætlum að fara burt — sam- an>“ sagði hann stuttlega. Pran greip andann á lofti. „Þú talar ekki 1 alvöru. Þú ert að gera að gamni þínu. Það ffetíir ekki verið meining þín, John!“ »Jú, það er það, Fran litla. Þetta er full- 'Omlega ákveðið mál. Við förum til útlanda 1 kvöld.“ Fran starði á hann orðlaus. Illur grunur ennar var að rætast. Þessu varð ekki við jargað, það fann hún á sér. Það stoðaði ekki lengur að segja, að ekkert amaði að. 3að amaði mikið að. Iíræðilegt, óhugsandi. fyrst í stað varð hún æf. »Þetta getur þú ekki gert, John! Þú get- llr ekki yfirgefið Susan á þennan hátt! Svo Ouskunnarlaus geturðu ekki verið!“ »Heldurðu raunverulega, að Susan taki hað svo nærri sér?“ spurði hann tortrygginn. »Hvernig geturðu spurt svona heimsku- _ega John?“ Fran spratt upp og var þungt 1 skapi. Hvernig gat hann ímyndað sér, að ' 'usan myndi ekki „taka það nærri sér“ ? Gat ann verið svo blindur, eða vildi hann uuinski alls ekki skilja það? Var hann að joyna að halda það sem hann vildi geta hald- ] °S trúað ? „Þú veizt, að Susan myndi taka það mjög nærri sér. Þú veizt, að hún yrði °rvingluð.‘ ^iSusan tæki það ekki nándar svo nærri sér, | °'t ég yfirgæfi hana, sem hún myndi taka i ae nærri sér, ef listasigurinn sem hún vænt- 11 sér í kvöld brygðist henni,“ svaraði John oinbeittur. , ran leit á hann orðvana. Var hann afbrýð- 1Ssamur vegna atvinnu Susan? Var það hin ÞUuiverulega orsök? Ilún minntist þess núna, a úana hafði grunað þetta sama einu sinni d°ur. Ef það var mergurinn málsins, var þá j , hugsanlegt, að hún gæti bjargað lionum .t;i Þeirri vitlevsu sem hann var í þann veg- 11111 að kasta sér út í ? nú ekki. Þú mátt hein- I hugaræsingi sínum . ”Þetta heldurðu líni; ais ekln halda það! gekk hún rakleitt að honum og greip í jakka- boðung hans. „Fá þú þig til að hætta að hugsa þannig, John, heyrirðu það! Þú skipt- ir miklu íneira máli fyrir Susan en list henn- ar og allt það. Það veit ég. Þú verður að trúa mér. Trúirðu ekki þessu, þegar ég segi þér það ?“ En John hristi höfuðið. „Eg er hræddur um, að ég geti það eltki,“ sagði hann. „Að vísu er Susan móðir þín, en ég þekki hana betur en þú gerir. Við höf- um verið gift — hvað er það nú aftur ? — í tólf ár. Ég var mjög ungur, þegar við gift- umst, og ég var ástfanginn af henni. Eg hef enn mikið dálæti á Susan, skilurðu, og ég fullvissa þig um það, að það er ekki auðvelt fyrir mig að yfirgefa hana. En allt frá fyrstu tíð hef ég fundið, að ég skipaði annan sess í lífi hennar. Ja — að vísu — þá hefur hún haft mætur á mér á sinn hátt, það held ég hún hafi enn, en ég get ekki haldið áfram að reika hér um og spila aðra fiðlu. I hvert skipti sem ég vil fá hana út með mér, þá má hún ekki vera að því, vegna þess að hún þarf að fara á æfingu eða hún þarf að tala við ein- hvern rithöfund eða leikstjóra um nýtt hlut- verk. Fvrst í stað reyndi ég að fylgjast með henni á ferli hennar, en henni þótti ekkert varið í það, svo ég lét hana sjálfa um hvað- eina, eins og hún helzt vildi hafa það. Það var síður en svo auðvelt fyrir mig. Ég krafð- its þess, að hún væri fyrst og fremst eigin- konan mín og í öðru lagi leikkona. Ég myndi hafa komizt í sjöunda himin, ef hún hefði snúið baki við leikhúsinu fullkomlega, en ég gat ekki fengið mig til að fara fram á slíkt við hana. Ég skildi, að þetta var svo þýð- ingarmikið fyrir hana. Þá lét ég mér nægja að bíða eftir þeim fáu og strjálu stundum sem hún átti afgangs handa mér.“ Ilann þagði stutta stund, en þegar Fran sagði ekkert hélt hann áfram: „Samt varð ég þreyttur á slíku þegar til lengdar lét. Ég elskaði Susan, og þess vegna krafðist ég einhvers meira. Svo fékk ég mín eigin áhugamál — ég fór að heiman, dansaði, lék golf o. s. frv. Smám saman fór mér að finnast sem Susan hefði svikið mig á því sem væri réttur minn — að eiga eiginkonu sem hefði áhuga á mér, í stað þess að álíta mig einskonar kjölturakka, sem gæti verið ósköp ágætur, en væri alveg vita-gagnslaus.“ LISBLAÐIÐ 111

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.