Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 6
*>=<» BEIRUT Eftir GEORGE KENT Ævintýraborgin í Austurlöndum nœr, þar sem Austurlönd og Vesturlönd mœtast, þar sem olían streymir og milljónagróðinn liggur og bíður á nœsta leiti. Beitut, liöfuðborg Líbanons, er ævintýra- legasti og mest heillandi staður í heimi. Þessi hafnarborg við Miðjarðarhafið, með hinu gríðarmilda upplendi arabiskra ríkja, er hrærigrautur trúarbragða, menningarstrauma og undirferlis ■—- borg furðulegustu and- stæðna. Konur, huldar þéttum slæðum, trítla rétt fram hjá stúlkum í bíkíní-sundfötum, sem liggja í sólbaði á ströndinni. Arabahöfðingj- ar, sem áður fyrr riðu úlföldum, aka nú Cadillac-bílum. I fínum cocktail-boðum er hægt að sjá heila kindaskrokka steikta á tein- um, en þjónar, með fez (tyrkneskar kollhúf- ur) á höfðinu og í pilsbuxum, ganga um og bjóða drykki. Skvjakljúfar eru byggðir upp með hraða, svo að New York getur ekki einu sinni fylgzt með. Þar eru bankar með loft úr teak-viði og grindur úr rósrauðum marmara. En það eru líka til litlar, sóðalegar skrifstof- ur, þar sem karlmenn í trosnuðum skyrtum sitja og öskra í símann fyrirskipanir um heila skipsfarma og semja um milljónaupp- hæðir. I Beirut eru nokkurn veginn jafnmargir kristnir og múhameðstrúar, þó að hún sé eig- inlega arabisk borg. Göturnar úa og grúa af prelátum úr grísku rétttrúnaðarkirkjunni, ann. Einnig hefur tekizt að finna samhengi, sem hefur hagkvæmt notagildi, milli sjávar- hitans við Hawaii og fiskigangnanna. Eins og kunnugt er snúa laxar og aðrir saltvatnsfiskar aftur, þegar þeir ætla að fara að hrygna, til þeirra vatnsfalla, þar sem þeir sáu sjálfir dafsljósið. Þessi einkennilega átt- hagatryggð gerir það fært að kynbæta þessa fiska, eins og kvikfénaður og önnur húsdýr eru kynbætt. Til dæmis hefur prófessor Laur- en Donaldson við háskólann í Seattle unnið að vísindalegri rækt Chinook-laxins. Hann vonast til þess að geta, með kerfisbundnu máhameðskum leiðtogum í síðum skikkjum, mótmælendaprestum og kaþólskum, og við og við sést Gyðingarabbíi. Þó að Arabar hati Gyðinga, búa þó í Beirut um 2000 Gyðing- ar, og hafa þeir búið þar marga mannsaldra án þess að láta það á sig fá. Ef þér getið komizt af án þess að sofa, lilýtur Beirut einmitt að vera staður við yðar hæfi. Á hvaða tíma sem er, allan sólarhring- inn, er hægt að fá eitthvað að eta og drekka, það er hægt að fara í bankann, leigja sér íbúð, kaupa hatt, leita ráða hjá málaflutn- ingsmanni, selja hús eða fara út að dansa. I hlutfalli við íbúatölu sína hefur Beirut fleiri banka en Bern, fleiri veitingahús en París, fleiri næturklúbba en Port Said, og spilavít- ið er stærra en í Monte Carlo. Hún er staður- inn, þar sem austur og vestur rekast á — með hvellum málmhljómi, glamri í gullstöng- um og hringli í peningum, sem verið er að telja og hlaða upp. Stórir amerískir bílar mynda teppu í mjóum strætunum, og í búð- unum er hægt að kaupa allt frá tyggigúmmíi til demantskóróna. Beirut stendur á nesi, sem skagar út í Mið- jarðarhafið. Göturnar liggja upp í móti og eru erfiðar uppgöngu frá dásamlegri, silfur- úrvali undaneldisfisks, ræktað lax, sem verð- ur snemma kynþroska, framleiðir mörg egg, eignast heilbrigð seiði, hefur mikinn viðnáms- þrótt gagnvart sjúkdómum og hefur traust- an og holdmikinn skrokk. Það er brýn nauðsyn að starfinu að því að finna og notfæra bjargarlindir hafsinS verði hraðað sem mest. Það er miklu mikil- vægara fyrir framtíð mannkynsins, að við verðum handgengin hafinu, sem þekur 70% af yfirborði plánetu okkar, en að gera upp- drátt að tunglinu. HEIMILISBLAÐlP 94

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.