Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 30
konur sem elska mennina. Það hörmulega er,
að þetta fer sjaldnast saman.“
„Hvílíka lífsreynslu hefurðu ekki að baki
aðeins tvítug!“ svaraði Susan í hálfvegis
gríni. „Þú ert þó varla byrjuð að lifa líf-
inu. En bíddu bara þangað til sá rétti kemur.
Iívað um þennan myndarlega mann Jim Mar-
lowe?“
„Jim. Hann er fjarska yndislegur. Ilann
hefur reynzt mér afar vel. Og það er afar
gott að vita af manni, sem finnst sem maður
sé einhvers virði fyrir sig — jafnvel þótt
liann sé ekki sá rétti. Þá finnst manni þó,
að maður sé ekki alveg vonlaus sem kona.“
„Sem kona?“ sagði Susan og hló við.
„Elsku Fran, þú ert varla meira en stórt
barn.“
„Já, en mér finnst samt sem ég sé orðin
svo gömul,“ svaraði Fran. „Mér finnst hundr-
að ár síðan ég var ung. Eg get varla munað
eftir því.“ Hún andvarpaði og varð hugsað
til æsku sinnar uppi í kanadisku fjöllunum.
Þá ól liún engar sorgir eða kvíða í brjósti.
„Hefurðu ekki hugsað þér að lamia tryggð
Jims á einhvern hátt eftir að skilnaðurinn
er um garð genginn?“ spurði Susan. Þær
sátu við morgunverðarborðið. „Eins og þú
veizt ætlum við John að kaupa villu á Suður-
Italíu og setjast þar að fyrir fullt og allt, en
ég vildi gjarna að þú værir komin á fastan
kjöl éður en við föriun þangað.“
Fran kastaði hárinu aftur með höfuðhnykk
eins og hún var vön. „Eg held að ég gifti mig
aldrei aftur. Eg lief enga eirð í mér til þess.
Eg lield næstum, að ég eigi eftir að flakka
um heiminn sem heimilisleysingi — eins kon-
ar sígaunastelpa, eins og Dorothy Ashworth
kallaði mig. ICannski hverf ég aftur vestur í
fjöllin, legg til hliðar allan fína fatnaðinn
og ferðist um berfætt og í bómullarkjól.“
„Fran! Þetta meinarðu ekki!“ Það var
nánast ótti í rödd Susan. „Þá verðurðu held-
ur að giftast Jim.“
„Þú talar alveg eins og móðir sem á dótt-
ur á giftingaraldri,“ svaraði Fran ertnislega
og hló við. „I rauninni ertu miklu meira gam-
aldags en þú heldur. Eg er ekki fyrr laus úr
einu hjónabandinu en þú vilt koma mér í
annað.“
„Þú mátt gjarna hlæja að því,“ sagði Sus-
an, „en ég vildi að þú hugleiddir það í al-
vöru að giftast Jim. Hann yrði fyrirmyndar
eiginmaður. Og ég hélt þú værir búin að fá
nóg af hinu gagnstæða.“
Svipur Fran varð myrkur. Ilún stóð upp
frá borðinu og lét fallast í hægindastól við
arininn. „Svo gæti virzt ... og samt myndi
ég kasta mér í fangið á Peter eins fljótt og
fæturnir gætu borið mig, aðeins ef hann veitti
mér tækifæri til þess. Ég viðurkenni, að það
er sorgleg vöntun á stolti sem ég læt í ljós
með þessu.“
„Hann er ekki svo mikils virði sem litli-
fingur þinn,“ svaraði Susan snögg upp á
lagið.
En Fran aðeins brosti. „Nú talarðu aftur
eins og móðir, Susan. Þú veizt ofur vel, að
við konur verðum sjaldnast ástfangnar af
mönnum sem eiga það skilið. Við verðum ást-
fangnar af því að við getum ekki annað, og
við getum ekki yfirleitt gefið aðra skýringu
á vitleysunni en þá, — að við erum bara
ástfangnar. Svo mikið hef ég lært — þótt ég
sé ekki nema tvítug.“
„I rauninni hefurðu rétt fyrir þér,“ stundi
Susan við og stóð upp frá borðinu. „En nú
fer ég upp og rabba svolítið við John.“
Fran horfði á eftir móður sinni hvar hún
gekk út úr stofunni, grannvaxin og ungleg.
IIún hugsaði sem svo: Susan er ekki hótinu
skárri en ég. Veika hliðin hennar er Jolin-
Ég hugsa líka, að hann skilji hana betui'
núna.
í aðeins eitt skipti hafði John minnzt á
slysið við Fran. Það var dag nokkurn, þegar
Susan var að heiman. Ilann lá í rúmi sínu,
og bláu gluggatjöldin voru dregin fyrir, til
þess að sólin angraði liann ekki. „Ég skal
segja þér, Fran,“ sagði hann, „að þegar mér
verður hugsað um Pixy, finnst mér ég vera
svo lítilmótlegur, að mig langar mest til að
skjóta mig. Ef það væri ekki vegna Susan,
þá myndi ég líka gera það. En Susan hefur
líka verið einstök. Ég gæti ekki hugsað mér
að hún þvrfti að upplifa slíkt líka. Til þess
þykir mér of vænt um hana.“
Og Fran hafði flýtt sér að svara: „Henni
þykir líka afar vænt um þig, John! Þú ætl-
ar að reyna að gera hana hamingjusama, er
það ekki ?“
Hann hafði verið þögull svolitla stund, eu
síðan svarað: „Því lofa ég þér, Fran. Ég er
ekki mikils virði ,en ég lofa að gera mitt bezta.