Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 28
„Hvað er það, Fran ? Br það nokkuð varð-
andi John? Þú segir þó ekki, að ..Augu
hennar báðu Fran um að segja sannleilcann
og binda endi á liina hryllilegu óvissu.
„Nei, það er allt í lagi með John,“ hvísl-
aði Fran. „En Pixy — hún er dáin!“
Þessu fylgdi lamandi þögn. Fran var í senn
varnarlaus og ráðalaus gagnvart því sem kom-
ið hafði fyrir. Hún gat varla hugsað. Það
var Susan, sem eftir stutta stund jafnaði
sig nóg til þess að geta eitthvað sagt og gert.
„Marie, náið í leikhússtjórann og biðjið
hann um að koma hingað upp til mín strax.
Segið honum, að hann megi undir engum
kringumstæðum láta draga tjaldið frá.“ Hún
talaði rólega, svo rólega að Fran varð undr-
andi. Síðar varð henni ljóst, að hún hafði
aldrei dáðst eins að Susan og einmitt á þess-
ari stundu.
1 þoku fylgdist hún með því hvernig Susan
þvoði af sér farðann og fór aftur í sín eigin
föt. Leikhússtjórinn barði að d.ynnn og gekk
inn.
„Ilvað í ósköpunum var ég að heyra, frú
Delaney?“ spurði hann taugaspenntur.
Susan lyfti hendinni til marks um að tala
ekki fleira. „Þér verðið að láta varaleikkon-
una taka við lilutverkinu mínu í kvöld, herra
Wilson. Maðurinn minn hefur slasazt alvar-
lega. Eg fer til hans strax á stundinni.“
Wilson gerði ekki tilraun til að koma með
mótbárur. Hann þekkti Susan Delaney. Hann
flýtti sér út til þess að láta varaleikkonuna
vita og gefa leikhúsgestum skýringu fyrir
framan tjaldið. Sem annars hugar fór Susan
í loðkápuna og setti á sig filthattinn.
„Komdu með mér, Fran.“
Fran sá sem snöggvast í augu móður sinn-
ar, og óðara var henni ljóst, að það sem hún
hafði sagt Jolin í dag var sannleikur. John
þýddi mest af öllu fyrir Susan. List hennar
skipaði annan sess. Ólánið var aðeins það,
að Susan lét hlédrægnina breiða yfir tilfinn-
ingar sínar í stað þess að láta þær í ljós við
John.
Okuferðin til Canterbury var sem martröð.
Stormurinn hrakti regnið í holskeflum mót
bílrúðunum. Það var ógerningur að aka hratt
vegna hinnar slæmu færðar og vonda skyggn-
is. Susan og Fran sátu í hvoru horni og töl-
uðu ekki orð. Stöku sinnum laut Susan fram
á við, bankaði í millirúðuna og bað bílstjór-
ann að aka hraðar ef hann gæti.
í eitt skiptið sagði Susan við Fran, án þess
að líta á hana: „Það verður hræðilegt fyrir
John þegar hann kemst til meðvitundar og
fær að vita að Pixy er dáin. Einkum ef það
hefur verið hann, sem ók, og það hefur áreið-
anlega verið hann. Bara að við værum komnar
í áfangastað. Kannski get ég eitthvað gert ..“
Fran þurfti að beita sig hörðu til þess að
fara ekki að gráta, en hún svaraði engu.
„Eg ásaka hann ekki,“ sagði Susan eftir
skamma stund, hallaði sér aftur í sætinu og
lokaði augunum. „Og ég ásaka hana ekki held-
ur. Ég vildi það af öllu hjarta, að hún væri
lifandi. Vesalings, vesalings frú Haye. Iíenni
þótti svo vænt um Pixy.“
Aftur þögn. Fran hafði það á tilfinning-
unni, að það yrði harla fátæklegt, sem hún
sjálf gæti til málanna lagt. Það var eins og
þessi bílferð ætlaði aldrei að taka enda. Aðra
stundina óskaði lnin, að þær væru komnar 1
áfangastað, en hina stundina, að þær kæmust
þangað aldrei. — Ekki var gott að segja,
hversu erfitt það var, sem framundan beið
þeirra. Fran varð litið á móður sína og fannst
hún allt í einu svo lítil og lijálparvana. Það
hafði henni aldrei fundizt áður. Persónuleiki
Susan var vanur að vera svo áberandi og ráð-
andi, að manni varð gjarnt að gleyma því, að
hún var ekki annað en veik og smá kven-
vera. Þessa stundina bar andlit hennar svip
þreytu og þjáningar. Fran fann til sárrai'
samúðar með Susan, þörf fyrir að vernda
hana gegn öðru og meira illu. Susan hallaði
sér aftur með lolcuð augun. Ósjálfrátt greip
Fran aðra hönd hennar og hélt henni millum
sinna. Susan hreyfði sig ekki, opnaði heldur
ekki augun, en Fran fann að hún var þakk-
lát fyrir þetta litla viðvik.
Þannig óku þær gegnum sjiikrahúshliðið-
Og óðara er þær voru komnar á áfanga-
stað var Susan aftur orðin hin athafnasama
og hagsýna kona, full af lífi. Hún opnaði bfl-
hurðina án þess að hika andartak, stökk út
og hljóp gegnum rigninguna og inn í forsal
sjúkrahússins. Fran hljóp á eftir lienni, eo
kom ekki strax auga á móður sína þar inni-
Þegar hún loks sá liana, stóð hún á tali við
einn af læknunum sem á vakt voru.
„Heilahristingur og fótbrot," heyrði Fra»
116
HEIMILISBLAÐl®