Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 26
liæfileiki hennar sökina á því hræðilega sem
skeð hafði í dag.
„Bg held annars að ég sé að verða of gömul
til að stunda þessa taugaslappandi atvinnu,“
sagði hún eftir stutta þögn, um leið og hún
teygði út höndina eftir sígarettu, sem lá í
öskju á skrautborði við hlið hennar. „Smám
saman hefur mér komið til hugar að draga
mig til baka af leiksviðinu, þegar þetta leik-
rit er búið. Það er bezt að hætta á meðan
maður stendur á hátindinum, í stað þess að
híða þangað til maður er orðinn aflóga og
almenningur hefur fengið nýjar stjörnur. Það
væri líka dásamlegt að fá langt frí, án þess
að þurfa að hafa áhyggjur, án æfinga og án
stöðugrar umhugsunar um næsta hlutverk.
Það myndi gleðja John. Yið förum þá suður
á bóginn og njótum sólar og sumars eins og
hann var alltaf að tala um í gamla daga.
Hann vildi, að við færum í þannig ferð, bara
við tvö, en þá var ég alltof önnum kafin við
starf mitt. En núna held ég að ég myndi njóta
þess að fara í slíka ferð.“
Hún brosti aftur. Fran sneri sér snöggt
undan. Hún þoldi ekki að sjá þetta ham-
ingjubros á andliti Susan.
Hvert orð hennar var sem hnífstunga. Eft-
irvænting Susan og traust hennar á fram-
tíðinni! Þessi beiska kaldhæðni, að hún skyldi
einmitt núna tala um það að draga sig til
baka frá leiksviðinu!! Ef hím aðeins hefði
hugsað þannig mánuði fyrr! Nú gerði það
allt saman enn hræðilegra. Loksins hafði Sus-
an ákveðið að kveðja leiklistina, en þá var
John farinn leiðar sinnar — og allt var um
seinan.
Susan liélt áfram að ræða um framtíðar-
áform sín. Það var merkilegt, hvað hún var
allt í einu orðin áhugasöm um slíkt. Hafði
hún kannski veitt því athygli, að John var
orðinn eitthvað breyttur í seinni tíð ? Voru
augu hennar að opnast fyrir því sem þau
hefðu átt að sjá fyrir löngu — að maðurinn
krefst þess að eiga fyrsta sætið jafnt í áhuga-
efnum konunnar sem í ást hennar ?
En hvernig sem ákvörðun Susan var tilkom-
in — þá var hún um seinan á ferðinni. Þeg-
ar hún kæmi heim úr leikhúsinu í kvöld,
myndi hún fá að vita sannleikann. Iljá því
varð ekki komizt.
Allt í einu kom Susan með spurninguna
sem Fran hafði óttazt:
„Segðu mér, hvar er John eiginlega? Eg
bað hann rækilega að vera heima í kvöld
og fara með mig í leikhúsið.“
„Eg veit ekki hvar hann er,“ skrökvaði
Fran. Það var hræðilegt að heyra Susan
spyrja í þessum grunlausa tón -— og enn
hræðilegra að þurfa að svara eins og allt
væri í lagi.
„Jæja, hann kemur allavega bráðum,“
sagði Susan áhyggjulaus. Svo kallaði hún
fram: „Louise! Er baðið mitt til? Þér vitið,
að ég þarf að hafa hraðan á í kvöld!“
Enn verra var andrúmsloftið við kvöld-
verðarborðið. Spenningur kvöldsins gerði
Susan taugaveiklaða. Fran varð að láta sem
hiui æti af góðri lyst, á meðan hún heyrði
Susan tauta um það annað slagið, hvað gæti
verið orðið af John.
„Eg skil það ekki, að hann skuli ekki
koma,“ sagði hún hvað eftir annað. „Klukk-
an er að verða svo margt, að ég þarf að fara
að leggja af stað. Nú, en hann getur svosem
ennþá náð því að hafa fataskipti og aka mér
þangað. Eg vona bara að hann komi áður
en tjaldið er dregið frá. Það er kannski bezt
að þú bíðir eftir honum og komir með hon-
um ef ég fer á undan, Fran?“
„Æ, nei, má ég heldur verða samferða
þér,“ flýtti Fran sér að svara. Henni fannst
óbærileg tilhugsun að sitja heima og bíða
eftir manni sem hún vissi, að ekki kæmi.
Henni fannst eitthvað ógnandi og óhugnan-
legt hvíla yfir þessu húsi í kvöld. Ilana lang-
aði til að komast burt lár því.
Susan samþykkti, en sagði: „Ég hélt þú
kysir heldur að bíða eftir lionum. Þið John
eigið svo ágætlega saman. Ef ég væri ekki
móðir þín, gæti ég orðið afbrýðisöm út í
þig.“ Hún brosti til Fran.
Fran stóð upp frá borðinu. „Ég ætti að
fara upp og hafa fataskipti," sagði hún.
Á leiðinni til leikhússins sagði Susan: „Mér
finnst þú vera eitthvað svo undarleg í kvöld,
Fran. IJefur eitthvað orðið þér á móti skapi?
Er það skilnaðurinn, sem þú ert að hugsa
um ?‘ ‘
Fran hrökk við, þegar hún heyrði minnzt
á skilnað.
„Skilnaðurinn?" sagði hún.
„Já, væna mín,“ sagði Susan undrandi-
„Það hefur þó ekki gerzt eitthvað nýtt í
málinu ?‘ ‘
114
HEIMILISBLAÐIÐ