Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 21
Breytt Viðhorf
ijÞað erum við líka,“ flýtti hann sér að
segja. „Við skulum alltaf vera vinir, Fran,
hvað sem fyrir kemur. Bn mér fannst, að þér
ættuð að vita hverjar tilfinningar mínar eru,
þér skvlduð einhverntíma þurfa á lijálp
^inni að halda.“
i;Þetta er — þetta er yndislega fallegt af
yður, Jim,“ stamaði hún.
, Hún var að því komin að fara að gráta.
^ meðan á hinu erfiða samtali stóð við Pet.er
liafði hún ekki fellt eitt einasta tár. En nú
hrundu tvö tár úr augnkróknum, enda þótt
hún lokaði augunum fast — þau féllu eins
°g demantar niður vanga hennar.
Jim sá það og sagði næstum óttasleginn:
nElsku Fran, það var ekki ætlun mín að segja
neitt, sem særði yður! Það væri það síðasta
sern ég vildi að fyrir mig kæmi. Það var líka
l'eimskulegt af mér að segja þetta á þann
hátt sem ég gerði. Ilugsið ekki um það —
reynið að gleyma, að ég hafi nokkuð sagt.
^ ið tölum ekki um það meir. Við verðum
bara góðir vinir, eins og við höfum alltaf
verið.“
„Er bíllinn ekki kominn enn, Fran?“ Það
var rödd Susanar. Hún kom út úrú leikhúsinu
^viðsniegin klædd hermelínskápu, og í annarri
lendi hélt hún á stórum vendi af orkídeum,
^renum og rósum; hin höndin var örugg-
*pga geymd undir handlegg Johns. Þau skröf-
^u saman, hlógu smávegis; allt var eins og
Pað var vant að vera, þannig að Fran tók
að efast um, að hún hefði séð rétt þarna
nPPÍ í stúkuganginum.
Híllinn ók að dyrunum. Þau stigu upp í
°P hleyptu Jim út í leiðinni. Fran hallaðist
aftur í sæti sínu og lokaði augunum. Hvers
Aegna gat hún ekki orðið ástfangin af manni
ems og Jim? Jim var góður og skilningsrík-
nr- Auðsjáanlega var það ætlun lians að biðja
lennar, eftir að skilnaðurinn væri um garð
geuginn. Átti hún að segja já? Væri það ekki
eið fvrir hana til þess að glevma Peter?
1 'ns °g á stóð var liún of þreytt til þess að
lngleiða þann möguleika nánar.
Daginn eftir voru öll blöð full af lofgrein-
um um frammistöðu Susanar Delaney í nýja
leikritinu. Gagnrýnin var öll í vil. Það var
eins og kröfuhörðustu gagnrýnendurnir væru
sammála um það, að hún hefði aldrei gert
jafn stórfenglega hluti á leiksviðinu.
Fran var að lesa upphátt xir blöðunum þar
sem þau sátu við morgunverðarborðið í sól-
bjartri borðstofunni við Sloane Square.
„Þetta gæti ekki verið betra, eða hvað?“
hrópaði hún hrifin. „Eg skil bara ekki, livern-
ig þú getur breytt þér svona og orðið allt
önnur manneskja, Susan!“
Sustan skenkti sér annan tebolla. „Ef þú
ert að tala um hlutverk mitt sem Grétu
Goodhart, þá krefst það ekki svo mikilla um-
brejdinga af minni hálfu. Mér finnst ég vera
geysilega lík henni hvað skapgerð snertir.
Hún er gift manni, sem ekki er aðeins mað-
urinn hennar, heldur einnig hennar bezti
vinur, sem hún verður þó jafnframt að halda
í skefjum. -—• Finnst þér þetta ekki vera
nokkuð svipað og með mig? Og ég tel sjálfri
mér trú um, að þetta takist mér, eins og
Grétu í leikritinu. Ilvað finnst þér annars,
Jolm?“
Hún sneri sér að manni sínum og beið
þess, að hann samsinnti. En John horfði
fram fyrir sig, eins og hann hefði ekkert,
heyrt.
„Heyrðirðu ekki það sem ég var að segja,
John?“ sagði Susan eilítið ásakandi. ,,Eg
var að spyrja þig, hvort ég væri ekki alveg
jafn ágæt eiginkona fyrir þig og Gréta er
fyrir sinn mann?“
„Ó — jájá, — jú, að sjálfsögðu,“ flýtti
liann sér að svara. En utanvelta hans og hinn
fullkomlega áhugalausi raddblær fékk Susan
til að líta undrandi á mann sinn. Engu að
síður sagði hún brosandi:
„Þú ert sjálfsagt hissa, vinur minn.
Kannski hefurðu verið of mikið úti að
skemmta þér upp á síðkastið.11
REIMILISBLAÐIÐ
109