Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Page 16

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Page 16
„Ég' er nú orðin gömul. Ég lifi ekki lengi. En jþér skuluð fá að sjá, að ég er ekki van- þakklát. Ég er önuglynt gamalmenni, en ég kann að meta vinsemd, þegar ég mæti henni. Frú Bennet sagði mér, að þér hefðuð neitað yður um að fara á dansleik — að þér liafið strax farið úr fína samkvæmiskjólnum yðar ...“ Augu gömlu konunnar voru tárvot. Fay flýtti sér að segja: „Þetta er ekkert til að minnast á. Ég er bara glöð yfir, að ég gat gert yður greiða. Ég kem upp og lít inn til yðar á morgun, ef ég má. Þarna kemur frú Bennet.“ — -— Það tók Fay ekki langan tíma að komast að raun um að hún hafði misst Eddie. Hann var mjög stuttur í spuna næsta morgun, þeg- ar hún hitti hann og bar fram afsökun fyrir því, að hún hefði ekki komið á dansleikinn. Hún vissi jafnskjótt, að hann mundi ekki bíða eftir lienni þetta kvöld, og hún liafði rét fyrir sér. Hann var þar ekki. Seinna um kvöldið sagði Doris í óspurð- um fréttum, að hún hefði „rekizt á“ Eddie í Fenchurch-stræti, og að þau hefðu orðið sam- ferða spölkorn niður eftir gÖtunni. Það fór, eins og Fay hafði rennt í grun. Áður en hálf- ur mánuður var liðinn, voru þau, Eddie og Doris, trúlofuð. Ef Fay hefði verið dugminni stúlka, hefði hún slitið sambandinu við vinstúlku sína. En það gerði hún ekld. Doris var mjög iðrandi og grét lítið eitt, þegagr hún sagði Fay frá þessu. „Það var ekki mér að kenna, Fay. Það kom allt saman af því, að þú fórst ekki með á dansleikinn þarna um kvöldið. Skilur þú — við dönsuðum talsvert saman og það fór svo ágætelga á með okkur. Það var eins og við hefðum ekki kynnzt hvort öðru almenni- lega fyrr en þetta kvöld.“ „Elsku, góða, vertu ekki að koma með nein- ar afsakanir fyrir því, að honum geðjaðist betur að þér en mér,“ sagði Fay hlæjandi. „Ég er sannarlega glöð yfir því, að þú ert svona hamingjusöm. Ilvernig getur þú hugs- að þér annað?“ Fay eyddi þessu, eins og henni væri alveg sama um það. En henni var alls ekki sama um, að hún hafði misst Eddie. Hún var nú meir einmana en áður. Hún hafði farið upp á loft og litið inn til gömlu frú Pierce nokk- ur kvöld og lesið upphátt fyrir liana. Það var alls ekki auðvelt að umgangast gömlu konuna, en einmanaleiki hennar hafði haft mikil áhrif á Fay. Sex vikum seinna dó gamla konan. Hún lét ekki eftir sig mikið af peningum, og' þeir fóru allir í kostnaðinn við útförina.----- Kvöld nokkurt um hjálfsjö leytið tveim mánuðum seinna nam fólksbifreið staðar fyr- ir utan matsöluhúsið. Ungur maður sté út úr henni og bað bílstjórann að bíða. Hann gekk upp tröppurnar, hringdi dyrabjöllunni og spurði frú Bennet, hvort frú Pierce byggi þar. Ilann varð alvarlegur á svip, en ekki undrandi, þegar hann fékk að vita, að hún væri dáin. Síðan spurði hann eftir ungfru Fay Eeverest. Frú Bennet bauð honum inn í einkadagstofu sína og fór upp til þess að sækja Fay. Andartaki síðar gekk Fay inn í dagstof- una. Hún horfði undrandi á gestinn. „Nafn mitt er Fay Everest,“ sagði hún. „Vilduð þér tala við mig?“ „Já, þökk fyrir,“ sagði hann og brosti við undrandi andliti hennar. ,,Má ég fá mér sæti og útskýra það ?‘ ‘ „Já, gjörið þér svo vel!“ Þau fengu sér sæti í gauðslitnum hæginda- stólum frú Bennet, og ungi maðurinn hóf skýringu sína. „Ég hef alltaf haft mínar eigin, sérstöku hugmyndir. Mig hefur alltaf dreymt um að hitta unga stúlku, sem væri þannig gerð, að hiin gæti fórnað einhverju fyrir aðra. Við getum öll verið meira eða minna góðgerða- söm, á meðan það kostar oklmr ekki neitt, en þegar kemur að því að fórna einhverju, horfir málið öðruvísi við. Fyrir nokkru heyrði ég um unga stúlku, sem hafði leng1 sparað saman peninga til þess að kaupa fyru’ samkvæmiskjól, og kvöldið, sem hún ætlaði að fara í hann, fór hún í stað þess upp til gamallar konu, sem lá veik í herbergi sínu í matsöluhúsi einu og var hjá henni .. .“ Fay starði á liann. Hvernig í ósköpunum gat hann vitað —? „Unga stúlkan hafði ekki margar skennnt- anir,“ hélt hann áfram. „Og flestum liefði eflaust fundizt, að hiin færi lieimskulega að ráði sínu. En ungur maður í mörg þúsunJ mílna fjarlægð — alveg suður í Ástralíu hevrði um þetta, og honum fannst ekki, hún væri heimsk. Honum fannst þvert. á moti, 16 HEIMILISBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.