Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Síða 6
Kynlegur fundur í suðurhöfum Eftir JAMES EAMSEY ULLMAN „Ef þeir eru ekki í nauðum staddir, hefur aldrei neinna verið það,“ sagði skipstjórinn okkar. Vindurinn knúði regnið á undan sér í snörpum skúrum og- kom sjónum til þess að ólg-a í ofsaleg-um bylg-jum. Sólin var liuliu á bak við skýin og' þau aftur á bak við fjúk- andi regnslæðurnar. Þannig var Kyrrahaf- inu aldrei lýst í bókum eða bæklingum ferða- skrifstofanna. Bg var farþegi um borð í Chicot, 3900 smá- lesta flutningaskipi. Það fór fastar ferðir milli mörgu eyjanna í Mikrónesíu, sem til- lieyrði Japan á sínum tíma, en sem Banda- ríkin stjórna nú sem umboðssvæði undir yf- irráðum Sameinuðu þjóðanna. Við höfðum farið frá Guau fyrir 11 dögum og virtumst vera alveg einir á hafinu með stefnu á Truk, eina af austustu eyjunum í Caroline-eyja- klasanum. Snemma um morguninn, þegar grá birta aftureldingarinnar var farin að síast innn um kýraugað, vaknaði ég við það, að skriðurinn fór af skipinu og það stöðvaðist úti í auðninni miklu. Eg var kominn upp á þilfarið áður en þrjár mínútur voru liðnar. Ég hafði aldrei áður séð jafn-tröllauknar bylgjur. Bftir því sem dró úr hraða Chicots, fór skipið að rugga og stingast á endum í ofsalegum öld- unum. Edward O’Neil skipstjóri stóð uppi á stjórnpallinum og veifaði til mín og gaf mér bendingu um að koma upp til sín. „Sjáið þarna,“ sagði hann og' benti. Eg starði og- starði, en ég gat ekki séð neitt, fyrr en hann rétti mér sjónaukann sinn og sýndi mér, livert ég ætti að beina honum. Og nú kom ég auga á ] lað, sem hann vildi sýna mér — það var eintrjáningur (kanó). „Hann er ekki stærri en trjástofn,“ sagði ég undrandi. „Og hann er víst ekki heldur mikið meira — trjástofn, liolaður að jnnan, með einu mastri. Ég gizka á, að hann sé um sex metra langur.“ Jafnvel á stöðuvatni hefði hann virzt lít- ill og' veikbyggður. Ilér á g-eysilegri víðáttu Kyrrahafsins leit hann ekki einu sinni út eins og leikfangsbátur, heldur miklu fremur Sem tréflís, fljótandi prik. Við stóðum á stjórnpalli Chicots og störðum niður á hann, eins og hann væri sýn frá öðrum heimi. Og það var hann að vissu leyti. Nú uppgötvaði ég, að menn voru um borð í eintrjáningnum. Þeir lireyfðu sig eins og maurar á grasstrái. En þeir höfðu ekki gef- ið okkur neitt merki. Voru þeir í nauðum Staddir ? „Ef þeir eru ekki í nauðum staddir, hef- ur aldrei neinn verið það,“ sagði O’Neil. Chicot var stýrt þannig, að sjórinn og vindurinn bar litla bátinn beint í áttina til okkar. Það var eintrjáningur með hliðarflot- holti, eins og þeir eru alltaf gerðir á eyjun- um í mörgu smáeyjaklösunum, sem kallast Mikronesia. Honum hefði hvolft á einni sek- úndu, ef hann hefði ekki haft hliðarflotholt, og hann hefði fyllzt af vatni. Pyrir miðjum bátnum var pallur, reyrður við arma flot- holtsins, með lágu þaki úr hálmi og' blöð- um. Mastrið gnæfði yfir þakinu án Segls. Stundum gengu bylgjurnar svo hátt, að ekkert sást annað en mastrið. Báturinn hófst upp aftur á milli, svo að við gátum séð mennina fimm, sem voru um borð. Þeir voru horaðir og- veðurbarðir að sjá, en unnu all- ir af kappi — einn stýrði, hinir jusu. Einn var g-amall, annar miðaldra, og hinir þrír voru ekki annað en stórir drengir. Þeir voru ekki í öðru en rauðu lendaklæði. Tíu mínútum síðar voru þeir komnir á lilið við okkur, og við létum skipinu slá und- an með stöðvaðar vélar. Eintrjáningurinn virtist vera enn þá minni en áður við hlið- ina á háum og þverhníptum skrokk Charcots. Stanley Gilje, fyrsti stýrimaður, stóð á framþiljunum beint fyrir ofan eintrjáning- inn, og nú hófst samtal með tvo af áliöfn okkar sem túlka. Það lét nánast í eyrum, 94 HEIMILISBLADI5

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.