Heimilisblaðið - 01.05.1969, Side 23
„Kaldar liendnr og heitt hjarta,“ svaraði
Jill óhátíðlega.. „Er ekki sagt svo?“ Það
fór titringur um hana, þótt henni væri slíkt
þvert um geð, og grip Ninians varð þéttara.
„Þér er kalt. Eigum við að snúa við?“
Þetta hljómaði ekki eins og hann meinti það,
°g stundin var of dýrmæt til að eyðileggja
hana. Jill hristi höfuðið. „Nei, helzt ekki.
Mér líður vel svona.“
„I rauninni mér líka. Yið höfum ekki mik-
um tíma út af fyrir okkur þessa dagana. Var
það kannski það, sem þú áttir við í morgun?
Eða langaði þig ekkert til að fara og horfa
á leikina?“
„Það — það var einmitt það, sem ég átti
við.“
Hann dró úr hraðanum, ók út á vegkant-
inn og nam staðar. í þeirri skyndilegu þögn,
sem fylgdi, fannst Jill sem liún heyrði hjarta
sitt slá; og henni fannst að Nin hlyti að
heyra hjartslátt hennar líka.
„Jill ...“ Ködd hans var rám og augun
stálhvöss, þar sem hann leit á hana.
„Já?“ Snögglega varð hún gripin eins-
konar ótta. „Hvað, Nin?“
Hann iiélt enn um höndina á henni og gældi
við hringinn, sem hann hafði gefið henni;
hann horfði meira að segja á hann eins og
þann hefði aldrei séð hann fyrr. „Jill ...
Við
erum þó ekki að gera einhverja vitleysu
eða hvað?“
„Við ... vitleysu?“ stamaði Jill. En hvað
þún gat verið heimsk; fyrir andartaki hafði
nún haldið, að hann kynni vel við hana í
návist, sinni. En hann hafði verið í návist
Cathiear um morguninn, og Jill átti víst ekki
að leyfa sér að vona of mikið eftir það! „Að
hvaða leyti, Nin? Ég ... ég skil ekki vel.“
„Með því að giftast, væna mín. í morgun
ég veit það ekki, en einhvern veginn fannst
niér eins og þú sæir eftir því. Það fannst
Cathie líka. Hún gagnrýndi mig meira að
Segja rækilega og sagði, að ég kæmi ekki rétt-
látlega fram við þig. Ég á við, að það er
°kki eins og ...“ Hann þagnaði.
„Hvað er það sem þú vilt segja? Er það
ekki eins og ... eins og hvað, Nin?“
Hann hristi höfuðið. „Það var ekkert.“
„Ég vil fá að vita það, Nin. Mér finnst
eg eiga það skilið, að þú komir heiðarlega
fram við mig.“
Hann yppti öxlum. „Gott og vel. Það er
HeIMILISBLAÐIÐ
ekki eins og þú sért neitt sérlega hrifin af
mér.“
„Né heldur þii af mér!“ Hún gat ekki
leynt beiskjunni. Þetta var sigur Cathiear,
fannst henni. Hún hafði ekki eytt morgun-
stundunum til einskis eins og Jill, sem hafði
setið heima um kyrrt og látið sig dreyma ...
Kannski hafði Cathie sagt við hann ,að
hjónaband hans hlyti að mistakast. Og And-
rew hafði látið sér um munn fara, að bróðir
sinn þarfnaðist þess að verða fyrir einshvers
konar áfalli.
„Nin . ..“ Jill sneri sér að honum og hafði
sigrazt, að mestu á gremju sinni. „Þetta eru
áhrif frá Cathie, er það ekki? Hún hefur
komið þessu inn í kollinn á þér; hiin hefur
sagt þessi ósannindi um mig og ..
Hann greip fram í fyrir henni, og rödd
hans var jökulköld: „Við skulum halda Catliie
fyrir utan þetta. Hún kemur ekkert þessu
máli við.“
„Ekki það?“ Jill var ljóst, að hún gekk
máski einum of langt þessa stundina, en hún
gat ekki numið staðar: „Ég held hún skipti
hér öllu máli, Nin. Þú verður að velja á
milli okkar — Cathiear eða mín — áður en
það er um seinan. Þú verður að gera það
upp við þig, hvort fortíðin skiptir meira máli
en framtíðin. Við getum ekki haldið áfram
á þennan hátt.“
„Milli mín og Cathiear er ekkert annað en
vinátta,“ svaraði Nin hinn rólegasti. „Er það
skilyrði fyrir hjónabandi okkar, að ég slíti
einnig þeirri vináttu? Eða heldurðu, að ég
geti ekki liegðað mér sómasamlega gagnvart
eiginkonu bróður míns?“
IJyernig átti hún að sannfæra hann um,
að það var Cathie, sem hún ekki treysti;
að honum treysti hún? „Þii ...“ Jill hikaði.
Svo hélt hún áfram: „Ég treysti þér, Nin,
og ég set engin skilyrði. Nema þetta eina —
okkar vegna og Cathiear og Andrews vegna.
Skilurðu, að til þessa neyðist ég; að ég get
ekki gifzt þér, ef þú ert mér ósammála um
þetta.“
Nin horfði lengi á hana, án þess að segja
orð. Að lokum sagði hann: „Nei, og skil það
ekki, og ég er þér ekki sammála. Jill. Þá höf-
um við víst ekki meira um það að segja. Nema
það. að ég er mjög miður mín.“
Hann sneri sér undan og leit út um bíl-
gluggann. Jill fálmaði um hringinn og var
111