Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Síða 24

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Síða 24
svo skjálfhent, að hún gat næstum ekki tek- ið hann af fingrinum. Að lokum tólcst henni það samt, og hún rétti hann fram. „Það er þá bezt þú takir við þessu, er ekki svo?“ Ninian leit ekki við henni og tók ekki við hringnum. „Ef þér er það ekki mjög mótfall- ið,“ sagði hann lágt, „þá frestum við þessu til morguns. í kvöld er dansleikur —- og Pro- vost og allir aðrir búast við okkur þangað. Það myndi koma okkur hjá mildum óþæg- indum og leiðindum. Yertu svo væn — mín vegna — að fresta þessu enn í tuttugu og fjóra tíma. Eg heiti því, að ég skal ekki biðja þig um annað en það!“ Jill stirðnaði. „Áttu við það, að þú viljir að ég komi á dansleikinn, rétt eins og ekk- ert hafi gerzt. Eigum við að láta eins og við séum áfram trúlofuð,“ „Já,“ svaraði Ninian hljómlaust. „Það er einmitt það sem ég á við. Væri mjög erfitt fyrir þig að koma fram eins og svo sé? Hef- ur trúlofun okkar ekki verið ein blekking frá upphafi til enda?“ Orð hans hljómuðu ekki einu sinni sem beiskjublandin, — og það særði Jill meira en ásölcun hefið gert. Augljóst var, að hann grunaði ekki að hún kærði sig hætishót um hann; augljóst var, að liann trúði öllu sem Catliie hafði sagt. „Ég hafði ekki ætlað mér að láta sem ég ætlaði að giftast þér .. . Ég hafði ætlað mér að ... hóf Jill máls. „Ur því svo er,“ greip Ninian snöggt fram í, „þá er gott, að þú komst að raun um að þú varst að gera vitleysu. Ella hefðum við getað tengzt fastari böndum og það orðið enn erfiðara fyrir mig að veita þér frelsið.“ Hann setti bílinn í gang og leit á hana, heit- um augum: „Ertu nú reiðubúin til að fara heim ?‘ ‘ „Já. Ég ... já, það er ég.“ Það var ekekrt frekara sem hún gat sagt eða gert, enda þótt hún elskaði liann; enda þótt hjarta líennar væri sundur kramið. Hin stutta návistarstund í bílnum var liðin hjá — og þetta var þá endirinn . .. Hafi hún nokkru sinni haldið, að Ninian gæti orðið hrifinn af henni, þá var sú tilliugsun nú fjarri öllu lagi. Hún hafði veðjað ást sinni í hættulegum leik — og tapað — tapað fyrir Cathie, sem ekki vildi að nokkur önnur fengi hann, enda þótt hún sjálf gæti það ekki, eins og Andrew hafði réttilega orðað það. Sefj- un Cathiear myndi hafa vald yfir honum undir yfirskini vináttu. Jill fannst hún sjálf hafa verið yfirmáta heimsk og beit á vör sér til þess að vinna bug á titringnum. Ef hún hefði ekkert sagt, en látið allt vera eins og það þó hafði verið, þá hefði Nin orðið eiginmaður hennar og hún hefði alltént lilotið samúð hans og traust, eins og hann hafði þegar lofað henni. Hún hefði getað eignazt með honum börn, getað gefið honum son, erfingja að Guise-óðali .. • hún hefði getað gefið mikið og líka fengið mikið í aðra liönd. En hún hafði líka viljað fá ást hans, sem hann liafði alls ekki heitið henni — og sem hún hafði vitað frá því fyrsta, að hann gat ekki gefið henni. Nú liafði hún glatað öllu, jafnvel virðingu hans að auki. Á morgun yrði allt búið og hún yrði að fara á brott — burtu frá Ninian og Guise — og sjá það aldrei framar. Tárin, sem hún hfaði haldið innibyrgðum, brutust nú fram. Sárlega auðmýkt sneri hún sér að bílrúðunni og horfði íit. Ninian leit til hennar, misskildi ástæðuna til vanlíðunar hennar og sagði: „Góða Jill, þú mátt ekki halda að ég ásaki þig. Þú hefur lcomið eins Vel fram og gert eins mikið og þú hefur get- að. Þú lékst hlutverk þitt óaðfinnanlega vel, og ég er þér þakklátur. Það var -svo sem aldrei ætlunin, að það yrði neitt meira — þetta var allt og sumt.“ Henni var um megn að svara. Hana verkj- aði í hálsinn af ekka, og hún kom ekki upp orði. Iíann kalppaði henni á höndina. „Eig- um við að stanza smástund?“ Hún hristi höfuðið. „Nei.“ Hann dró úr hraðanum, þannig að þau ólm löturhægt, en hún saug upp í nefið til þess að lialda aftur af tárunum. „Þú mátt ekki taka þetta svona nærri þér, Jill. Það var betra að komast að raun um sannleikann — alveg örugglega.“ „Það ... það er sjálfsagt rétt.“ Snerting handar hans olli lienni nánast líkamlegum óþægindum, en hún dró liöndina samt ekki að sér. Ef hann nú hefði beðið hana að skipta um skoðun, myndi hún hafa gert það. En hann orðaði ekkert slíkt, og að lokum var það stolt hennar sem bjargaði henni. „Já- sjálfsagt var þetta það réttasta." Henni tókst jafnvel að fá þetta til að hljóma sannfær- andi. 112 H E I M IL I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.