Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Side 25

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Side 25
Ninian lagði hönd sína á stýrissveifina aft- ur. Þan voru komin til Lorne, og þegar þau námu staðar fyrir rauðu ljósi, sagði Ninian: ,,Þú ert ekki búin að gleyma þessu varðandi kvöldið, er það 1 Við getum ekki sent afboð á dansleikinn svona seint; við getum ekki hætt við ballið. En ef þér finnst þetta vera af mikil áreynsla fyrir þig, þá getum við sjálf komizt hjá því að vera á dansleiknum." „Vilt þú fara — ég á við: viltu að við förumf' Hann kinkaði kolli. „I sannleika sagt — já. Við skulum láta það verða okkar svanasöng, skilnaðarhóf okkar — og skiljast eins og vinir. A morgun getum við sent tilkynningu i héraðsblaðið þess efnis, að ekkert verði af krúðkaupi okkar — við þurfum ekki að nefna ueina ástæðu, og við getum sagt fjölskyld- Unni, að þetta hafi verið sameiginleg ákvörð- Un. En ef við gerum þetta í kvöld og för- um ekki á dansleikinn, þá verður kjaftað °g kjaftað." jHeklurðu það ?“ „Já, og það veiztu. Allir húast við því, að eg komi; og ef ég kem án þín, þá vita allir, að eit.thvað er ekki eins og það á að vera.“ „Er allt líf þitt undir því komið, að aðrir búist við einhverju af þér, Ninian ?‘1 spurði Jill. „Líf flestra manna er undir því komið, Jill.“ Það kom grænt ljós, og bíllinn seig áfram. Regnið buldi á rúðunni og hljómaði sem dap- nrlegur undirleikur við hugsanir Jill. Og Japurlega svaraði hún: „Gott og vel þá. Ég skal gera eins og þú vilt.“ ;,Þakka þér, Jill,“ sagði hann alvarlegur. »Ég met þetta við þig.“ Þeim fór ekki fleira á milli fyrr en þau komu að húsi Farquhar-fjölskvldunnar. Þá sPurði Ninian: „Þetta hefur þó ekki sært þig, Jillf1 Þessi óvænta spurning kmo Jill til að grípa audann á lofti. Hvernig gat hann spurt slíkr- ar spurningar? Það sýndi aðeins, að hann hafði enga hugmynd um tilfinningar henn- ar og hversu hann misskildi þær. Að lokum syaraði him: „Úr því þú heldur að ég vilji SJftast þér vegna titils þíns og vegna þess að mig langi til að eignast Guise-óðal, þá Seturðu víst svarað þessari spurningu sjálf- llr, eða hvað finnst þér?“ ^EIMILISBLAÐIÐ Enda þótt hún reyndi að segja þetta kæru- leysislega, komst hún ekki hjá því að hiksta; og án þess að bíða eftir svari, hljóp hún út úr bílnum og inn í húsið, en tárin streymdu um vanga hennar — því að henni var sama hver sá það, aðeins ef Nin sæi það ekki. „Jill! Bíddu, Jill!“ Hann þaut út úr bíln- um, en hún stanzaði ekki, og hún leit held- ur ekki um öxl. Ilann kamst að dyrunum rétt í því sem þær skullu í lás, og hann stóð lengi úti í rigningunni með fingurinn hjá dyra- bjöllunni og beið þess að hiin kæmi út í gætt- ina, án þess að liann neyddist til að hringja. En þegar hann loksins hafði hringt, var það John sem til dyra kom. Hann var enn ekki búinn að hafa fataskipti til fulls og varð auð- auðsjáanlega mjög undrandi. „Sæll, Nin, ert það þú? Ætlaðu að tala við Jill? Ég held hún sé nú í baði, en ég skal reyna að ná í hana ef þú vilt.“ Ninian hristi höfuðið. „Nei, það er ekki vert. Þetta er ekki svo áríðandi, og ég hitti liana allvega síðar.“ En myndi hann gera það ? spurði hann sjálfan sig. Þau myndu ekki eiga stund sam- an einsömul hér eftir. Þau áttu að borða að Guise — amman, Cathie, Farquhar-fólkið, Jill, Andrew og hann sjálfur. Síðan áttu þau að fara til ráðhússins, þar sem ætlazt var til að hann yrði elskulegur og herralegur við frú Provost og aðrar frúr embættismannanna, færi fyrstur út gólfið þegar Guise-rællinn væri stiginn, og . . . allt kvöldið liði án þess hann gæti talað einslega við Jill. Ilann hafði altaf gert það sem ætlazt var til af lionum, og hann myndi líka gera það í þetta sinn; auk þess neyddi hann Jill til að gera slíkt hið sama. Hann gekk aftur í átt að bílnum og hugs- aði til þess, að Lorne-dansleikurinn myndi verða kveðjustund sín og Jill. Á morgun yrði trúlofuninni slitið, og Jill myndi ganga burt úr lífi hans. Þá ætti hann aðeins endurminn- ingarnar eftir, draum um það sem hefði getað orðið dásamlegt. Lítil og formleg til- kynning myndi koma í héraðsblaðinu, síðan útskýring til handa fjölskyldunni og Jocelyn — til þess að leyna sjálfum sannleikanum. Þannig myndi þetta enda. „Brúðkaupið, sevi verða átti, það verður alls ekki haldið ...“ Drottinn minn dýri, hvað hafði hann gert? 113

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.