Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Page 26

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Page 26
Honum var ljóst, að hún var ekki hrifin af honum, og Cathie hafði sagt, að hann kæmi ekki réttlátlega fram við hana, en ... Ninian andvarpaði þunglega. Lífið yrði honum tóm- leget á Guise. Hann hafði gert svo fastlega ráð fyrir því, að þau giftust. Hann hafði gert sér vonir um það ómögulega, dreymt heimsku- lega drauma og óraunsæja, séð hana fyrir sér sem eiginkonu sína — og sem liina töfra- fullu lausn á vandamálinu varðandi Cathie. En hafði hann nokkurn tíma séð hana í raun og veru sem sútlkuna Jill ? Hafði hann nokkru sinni leyft sér að sjá hana í því ljósi? Rraunverulega ekki. Þetta hafði honum láðst allan tímann. Hann hafði óttazt per- sónulegar tilfinningar milli sín og hennar; hafði aðeins litið á sjálfan sig og hana út frá sjónarhóli Cathiear. Hann hafði jafnvel gef- ið það í skyn daginn sem þau fóru til Blair. — hann hafði kallað Jill „neyðarankeri" sitt, og þetta hafði þrágað samband þeirra. En Jill hafði ekki lcvartað. Hún hafði einskis vænzt af honum, og þess vegna hafði hann kannski gert ráð fyrir henni sem gefn- um hlut; hann hafði sjálfur lítið veitt henni — og svo höfðu þau sjaldan átt stundir sam- an undir fjögur augu. Þar sem hann nú ók í áttina til hallar- innar, hugsaði hann um atburði síðustu vikna. Nærvera Jill liafði verið honum sem ljós í myrkri. Hrin hafði gefið dögunum líf og lit, veitt lionum auðveldara að endur- heimta andrúmsloft síns gamla umhverfis og lifnaðarhátta; að setjast að á Guise, jafnvel þótt Cathie væri þar í senn til að plága hann og gleðja. Hann hafði sætt sig við hjóna- band hennar og Andrews, vegna þess að hans eigið iijónaband stóð fyrir dyrum. En nú var það ekki lengur. Nú yrði ekkert af því, held- ur myndi Jill fara á brott og skilja hann eft- ir, já, — skilja hann eftir í dýpstu örvingl- un. Þá stóð ekkert eftir á milli Cathiear og hans annað en samvizkubitið. Og Andrew. Það var enn úrhellisrigning á meðan liann setti bílinn í geymsluna og fór inn í húsið. Þegar hann gekk framhjá eldhúsinu, heyrði Elsepth til hans og kom fram. ,,Þú kemur seint, herra Ninian,“ sagði hún ásakandi, „og eflaust gegnblautur að auki! Þvílíkur dagur til að vera úti í! En ég er búin að hita baðið handa þér og taka allt til, en þú verður að flýta þér, því að matur- inn er klukkan átta, sagði sjálf frúin, og hún bað um, að við yrðum ekki of sein fyrir.“ „Allt í lagi,“ svaraði Ninian þreytulega. „Eg skal ekki koma of seint; ég lofa því, Els- peth.“ Og hann tók virkilega til hendi. Hann flýtti sér að raka sig, fór í heitt baðið og var þegar hálftíma síðar farinn að setja á sig bindið; hann var að því, þegar Andrew gekk inn. „Nin . ..“ Hann var klæddur skozkum há- tíðarbúningi, sem fór honum einkar vel. „Svo að þú ert kominn. Hvernig var dagurinn?" Ninian leit á hann með bindið í höndmium. „Ágætur. Eða hví skyldi hann ekki hafa ver- ið það ?“ „Æ, ég veit það ekki.“ Andrew yppti öxl- um. „Eg átti reyndar ekki við hátíðahöldin.“ Hann gekk að borðinu og greip sígarettu- veski. „Eg á engar eftir. Má ég ekki fá lán- uð hjá þér tuttugu stykki ?“ „Sjálfsagt, hjálpaðu þér sjálfur.“ Ninian sneri sér að speglinum. Rödd hans var óeðli- lega róleg, þegar hann spurði: „Ef þú áttir ekki við hátíðahöldin — hvað meintirðu þá?“ Andrew fyllti sígarettuveskið sitt og leit ekki upp. „Eg á við ykkur Jill. Þú veizt það, Nin, að hún er óvenjulega elskuleg og heill- andi stúlka.“ „Já,“ svaraði Nin hljómlaust. ,',Það er hún.“ „Þú ert lukkunnar pamfíll.“ Andrew lok- aði sígarettuveskinu svo að small í. „Þakka þér fvrir sígaretturnar, ég borga þær síðar ... En þú ert semsagt lánssamur.“ „Er ég það ?“ Rödd Ninians var enn liljóm- laus, og Andrew starði á hann. „Já, það hélt ég. Jill er ...“ Ninian greip fram í fyrir honum: „JiU hefur samt ákveðið að giftast mér ekki. Við höldum öllu óbreyttu í kvöild, en þetta verð- ur kunngjört á morgun. Svo að lcannski er ég ekki svo lánssamur þegar á allt er litið. „Hamingjan góða!“ Andrew kveikti á eld- spvtu, en gleymdi loganum og brenndi sig 1 fingurna. Ilann henti henni í arininn og núði puttann. „Æ, fari það og veri! En þú, Niu> þú hlýtur að vera staurblindur, því að stúlk- an er alveg óð og upphæg á eftir þér!“ „Er hún það? Ég verð að viðurkenna, að hún hefur ekki komið mér þannig fyrir sjon- ir. En nú er þetta einu sinni eins og ég hef sagt, og ég hef enga löngun til að ræða mál- 114 H E I M IL I S B L A Ð IÖ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.