Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Side 33

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Side 33
„Já, væna mín, ef þú vilt. Bn ..Joce- lyn virti hana fyrir sér yfir bollaröndina. „Eg verð að segja, að þetta kemur eins og reiðarslag. Mér fannst yfir miðedgisverðin- um, að þið Nin væruð eittiivað svo undarleg. Eg spurði hann reyndar, hvort ykkur hefði °rðið sundurorða, en hann sagði að þið hefð- uð aðeins orðið smávegis ósammála. Yar það yegna þess að þú fórst ekki til leikjanna í morgun? Því að ef það hefur verið ástæðan, þá finnst mér hún harla smávægileg. Þetta var erfiður dagur, og þú ert óvön slíku lofts- lagi og veðráttu — það hlýtur þó Nin að skilja, eða hvað f ‘ „0, jájá,“ flýtti hún sér að svara. „Iíann skilur það, og það var heldur ekki út af því. Við urðum yfirleitt ekki sundurorða. Við — við höfum bara komizt að þeirri niðurstöðu, að það er bezt að hafa þetta svona — að við giftum okkur ekki.“ „Eg skil.“ En það gerði hún reyndar alls ekki.‘ „Jæja, væna mín, það er framorðið, og kannski er ég orðin einum um of sljó, en ég sá elcki betur en að þið dönsuðuð saman í kvöld, og þú ert þó enn með hringinn frá konum -— og þið virtust vera svo hamingju- söni! Provost-hjónin höfðu líka beinlínis orð a því.“ Hún lagði frá sér bollann og stóð á fætur. „Þú vildir að ég sæi myndina áður en við færum nánar út í það, hvernig þetta lief- ur borið til allt saman.“ „Já,“ sagði Jill miður sín. „Ég vil fá að vita hvernig þér finnst hún. Ég vil heyra kvort þér finnst ég ætti að halda áfram; hvort eg hafi möguleika til framfara.“ „Gott og vel, leyfðu mér að sjá hana,“ sagði Jocelyn stuttlega. Jill gekk að trönunum og svipti frá tepp- 11111, sem huldi léreftið. „Hér er myndin — °g þú verður að segja mér sannleikann, Joss. Ég vil gjarna vita hann.“ Jocelyn virti fyrir sér málverkið og kink- ®?i kolli. „Ég skal lialda mig við sannleikann. Éveiktu á lampanum, Jill.“ Jill hlýddi og beið. Jocelyn ætlaði að segja fulla meiningu sína, og hún var sérfræðingur °g álit hennar þýðingarmikið. -^ð lokum sagði hún lágt og hægt: „Jill, hessi mynd er alveg með afbrigðum góð. ^g þú hlýtur að vita það sjálf. Þér hlýtur að Vera þag ijósþ 0g þú verður að halda áfram að mála, að sjálfsögðu. Það eru stöku tæknigallar ...“ Hún benti á þá: „En þeir eru smávægilegir. Þú hefur hæfileikana. Það er — það er heillandi, hvernig þú notar rauða litinn og þann græna; betur en ég hefði get- að gert. Eftir að hafa séð landslagsmynd- irnar þínar, þá hefði ég ekki búizt við, að þú gætir verið svona ... svona persónuleg. 0, Jill, ég er svo glöð yfir því, að það skyldi vera Niall sem þú valdir -— og að einmitt þú skulir hafa málað þetta!“ Ilrós hennar var afdrátarlaust, en Jill hlýddi á það með sorg í hjarta. Nin hafði ekki séð þessa mynd, og hún myndi ekki geta sýnt honum hana. Jocelyn gæti það, en það yrði aldrei það sama. Einn var samt ljós punktur: Joss fannst að hiin ætti að halda áfram, og þá var líka meining í því að fara til Parísar og eitthvað til að lifa fyrir, ef að Nin skyldi ekki koma til henn- ar síðar. Hún gat ekki verið þess fullviss, að hann myndi nokkru sinni koma, jafnvel þótt þau hefðu skilizt undir beztu kringumstæðum, dansleikurinn verið vervdega ánægjulegur og í rauninni hnýtt band á milli þeirra og styrkt vináttuna. En vinátta var ekki nóg. Jill and- varpaði. Hún hafði tekið eftir því, að Ninian hafði fundizt það vera nægur grundvöllur og helzt viljað, að brúðkaupið færi fram. En eitthvað hafði haldið aftur af henni við að segja nokkur. Hvin elskaði hann of mikið til þess að leggja hamingju hans að veði. Hún varc) að fara burtu, bæði sjálfs sín vegna og hans. Þau höfðu bæði litið á hjúskapinn of glanna- legum avvgum. Svo var Cathrine á hinu leit- inu. Nin varð að vera frjáls maður til að geta losnað undan henni, án áhrifa Jill. Ef hún yrði um kyrrt, myndi lafði Guise aldrei taka í nvál að láta fresta hjónavígslunni. Nei, það var betra að eiga eitthvað á hættu varðandi Nin, heldur en að verja því sem eftir var ævinnar til að íhuga, hverjar hans sönnu til- finingar væru í hennar garð. Framh. ^BIMILISBLAÐIÐ 121

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.