Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Page 34

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Page 34
Þekktu sjálfan þig „Þekktu sjálfan þig!“ sagði Sókrates aft- ur og- aftur við þá, sem leituðu ráða og leið- beiningar hjá lionum. Og þó að margar aldir séu liðnar, síðan þessi mesti vitringur og hug'suður fornaldarinnar gekk um og kenndi, liafa alvöruorð hans um sjálfsþekkingu boð- skap að flytja mönnum vorrar aldar, alveg eins og þau höfðu það forðum til samtíðar hans. Þekktu sjálfan þig — því að sjálfsþekk- ing er nauðsynlegt skilyrði til sjálfsuppeldis. Líttu á sjálfan þig með einlægni —• því að það þarf að byrja innan frá. Þekktu sjálfan þig — með göllum þínum og brestum. Það gjörir þig hvorki hamingju- samari né betri að mögla og hreyta úr þér illyrðum vegna vonbrigða og óhappa, sem þú hefur orðið fyrir. Með einlægri og auðmjúkri sjálfsþekkingu kemst þú nær liamingjunni, af því að viðurkenningin á þeim þætti og hlutdeild, sem þú hefur sjálfur átt í óhapp- inu, mun örva þig til þess að breyta vitur- legar og betur í næsta skipti. Sá, sem vill einatt koma sökinni af sjálfum sér yfir á „til- viljunina" eða „örlögin", endar með því, sem er aumlegast af öllu: sjálfsmeðaumkun. Þekktu sjálfan þig — og þú munt læra að dæma aðra með mildi. Harka dómsjúkra manna gagnvart göllum og syndum náung- ans stafar að miklu leyti af því, að þeim hef- ur láðzt að afla sér sannrar þekkingar á sjálfum sér. Þekktu sjálfan þig — og þú munt öðlast unaðslegustu hamingju lífsins: að geta orðið öðrum eitthvað. Maður getur ekki hjálpað neinum réttilega, sem maður skilur ekki. Og það er í rauninni engan unnt að skilja, fyrr en maður er í einlægni farinn að reyna að þekkja sjálfan sig. Ilinn nærfærni skilning- ur á öðru mannshjarta, sem er ófrávíkjan- legt skilyrði til þess að geta veitt raunveru- lega hjálp með ráðum og dáð — veitist að- eins fyrir sjálfsþekkingu. Þekktu sjálfan þig! Ekki þaunig, að þú í falskri auðmýkt myndir þér afskrœmda mynd af sjálfum þér, svo að ]dú glatir sjálfs- traustinu. Ekki heldur þannig, að þú afsakir þig á yfirborðslegan hátt fyrir sjálfum þér 122 og umberir sjálfan þig og gjörir þér glans- mynd af sjálfum þér. Ileldur þannig, að þú, með einlægri sjálfsrannsókn, vinnir þig áfram og- öðlist dýpri skilning, bæði fyrir mótlæti og meðlæti, og að þú hafir stöðugt það mark fyrir augum, að líf þitt verði betra, göfugra og óeigingjarnara. Þekktu sjálfan þig! Frater. Nafnagáta Fyrsti er: Vindur, allra átta, annar: milli tveggja nátta, fóstraði þriðja fjarlœgt land. Fátækur er fjórði talinn, fimmti var í logni alinn. Örkinni sjötti sigldi í strand. Sjöundi: goð og elda inni áttundi ber nafnið sinni, níundi er naumast skýr, tíundi: óðul á á fjöllum, ellefti: flýgur hæst af öllum, tólfti í myrkri moldu býr. Þessi enska stúlka virðist vera ánægð með félagana. Lausn á nafnagátu: 1. Kúri, 2. Dagur, 3. Erlendur, 4. Eirikur, 5. Bi" vindur, 6. Nói, 7. Þórarinn, 8. Hugi, 9. Óspakur, Jökull, 11. Örn, 12. Ormur. Jóliannes Benjamínsson. HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.