Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Page 35

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Page 35
Við. sem vinnum eldhússtörfin Lambakjöt. Rússneskur lambakjötsréttur. 4—5 manns. Kjötið er skorið í 4 sm bita og lagt í marinaSi asamt baconi og sveppum. Marinaði er búið ^ úr matarolíu, smátt skornum lauk, salti, Pipar og safa úr J/2 sítrónu. Látið liggja í marinaðinu í J/2 klst. Þá er joað tekið upp úr °e raðað á grillteininn: kjöti, sveppum og úaconi, steikt í grilli við liægan hita í ca. 15 ~~-20 mín. Framreitt með soðnum hrísgrjón- 11111 og kryddsmjöri. Kryddsmjör. gr. smjör er hrært með safa úr 1 sítrónu, saxaðri steinselju, salti og pipar. Ofurlítið kjötkraftsdufti bætir það. Deigið er síðan vafið inn í smjörpappír í langar rúllur og k®lt. Skorið í sneiðar og þeim raðað á sítr- óftuseniðar. I þennan mat fer: IV2 kg. lambslœri eða lambsbógur 8—10 baconsneiðar 12 góðir sveppir 2 dl. matarolía 1 laukur salt, pipar og V2 sítróna Lambakótelettur með bernaissósu. Kóteletturnar kryddaðar með salti og pipar °S velt upp úr hveiti, steiktar í smjöri á P°nnu. Framreiddar með frönskum kartöfl- ^ni, fylltum tómötum, hrásalati og bernais- sósu- Ca. 3 kótelettur á mann. Fylltir tómatar. J°k skorið ofan af tómötunum, kjarni og safi f'kinn úr þeim og þeir síðan fylltir. Bernaissósa. 5 eggjarauður 500 gr. smjör bernaisessens ^nijörið er brætt og vatnið soðið úr því. "PPjarauðurnar þeyttar með bernaeisessens við vægan hita þar til þær verða þéttar loft- kenndur massi, þá er smjörinu hrært saman við smátt og smátt. Bragðbætt með essens og kjötkrafti ef með þarf. Lambakótelettur steiktar í ostamauki. Gerið ráð fyrir þremur lambakótelettum á mann. Kóteletturnar hreinsaðar og þeim difið ofan í ostamaukið, steikt í nokkuð miklu smjörlíki á pönnu, athugið að pannan sé ekki of heit, Framreitt með smjörsteiktum kartöfl- um, brúnkáli og feitinni, sem steikt var upp úr eða brúnni sósu. Ostamauk. 2 egg 100 gr. rifinn ostur salt, pipar 3 msk. liveiti Þeytið eggin og bætið rifnum ostinum, salt- inu, piparnum og hveitinu í. SVEPPIR Nú orðið er yfirleitt hæg-t að fá nýja sveppi og er hægt að búa til marga ljúffenga rétti út þeim, bæði sem sérstaka smárétti eða með öðrum mat. Ryturnar eru skornar af, svepp- irnir skolaðir í ylvolgu vatni blönduðu með grófu salti, síðan úr köldu vatni, þar til öll óhreinindi eru farin af þeim. Sveppir í rjómasósu. 200 gr. sveppir 3 dl. rjórni salt, pipar, sherry Sveppirnir skornir í sneiðar og látnir krauma í smjörlíki. Rjómanum er bætt út í og soðið smástund. Þykkt með smjörbollu (þ. e. smjör og hveiti) þar til það verður mátulega þykkt, bragðbætt með salti, pipar og ca 2 msk. sherry. Ristað brauð borið með. Soðnir sveppir. 250 gr. sveppir 50 gr. smjör safi úr einni sítrónu ILISBLAÐIÐ 123

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.