Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Page 4

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Page 4
logn og lilýja, þegar við komum að veitinga- húsinu. Tveir menn voru að leika skozk lög á sekkjapípu niðri við ströndina. IJm kvöldið áræddi ég að gefa það í skyn við veitingalms- 'eigandann, að skrímslið hefði ekki verið ann- að en fáeinir farandhljóðfæraleikarar, sem hefðu stokkið út í vatnið með sekkjapípur sínar og al’lt saman. Gestgjafinn varð hálf- móðgaður, en þó með fullri kurteisi, yfir því, hve ég talaði með mikilli léttúð um þetta mál. „Það er eitthvað þarna úti,“ sagði hann rólega, en með greinilegri sannfæringu. Sjálf- ur hafði hann aldrei séð skrímslið, en hann þekkti marga, sem höfðu séð það, meðal ann- ars nunnu og tvo presta. Þegar ég kom til Skotlands árið 1955, gengu bylgjur deilnanna jafnhátt og áður. Ibúarn- ir umhverfis vatnið voru æ sannfærðari um, að skrímslið væri í rauninni láðs og lagar- dýr, sem hefði þá venju að fara á veiðar í skógunum á nóttinni. Einn þeirra, sem að- hyllist þessa kenningu, er frú Constanee Whyte, sem er gift forstjóra caledaniska skurðarins, en sjö gáttarstíflur lians ásamt Ness-fljótinu tengja fvlgsni sjóslöngunnar við firðina og opið haf í norð-austur átt. I bók hennar, More Than a Legend (Meira en ýkjusaga), sem kom út fyrir nokkrum ár- um, er því lialdið fram í stuttu máli, að Niseag, sem hún kallar sjóslönguna, komi upp úr vatninu og gangi yfir veginn. Hún vitnar í atvik, sem kom fyrir mann, að nafni Grant, á mótorhjóli á tunglsinksbjartri nótt árið 1934. Hann er kunnur að því að vera maður taugasterkur og er í góðu áliti. Hann skýrði frá því, að hann hefði verið alveg að því kominn að ana beint á skrímslið, þegar það „fór yfir veginn í tveim lilykkjum og pomp- aði út í vatnið“. Hann lýsti því sem óþekktri, 4—6 metra langri, ógreinilegri skepnu. Maður nokkur, Spicer að nafni, og kona hans höfðu, snemma morguns hálfu ári áður, mætt á líkan hátt einhverri skepnu, sem fór vfir veginn fvrir framan bíl þeirra. Lang- ur háls hennar líktist fílsrana, sem bylgjaðist upp og niður og myndaði marga boga. Hiuir vantrúuðu sögðu strax, að þetta dýr væri gráselur, sæljón eða rostungur, en Grant og Spicer staðhæfa kröftuglega, að skrokkurinn á dýrinu, sem þeir sáu, hafi verið óvenju- lega slepjugur ásýndum, hausinn lítill og með einkennilegum, egglaga augum. Þeir, sem neita að trúa á tilveru merkilegs dýrs, hafa sett fram alls konar kenningar. Skepnan átti að vera laxatorfa að leik, kát marsvín að bylta sér, háhyrningur, risakol- krabbi, sefönd með topp, otur með fisk í kjaftinum, einn af löngu, flötu síldarkóngun- um, salamandra eða hópur villigæsa, sem flugu við yfirborð vatnsins. Ilópur vantrú- aðra hélt fast við þá kenningu, að sjóslangan væri langur, liolur trjástofn, þar sem neðan- sjávardýr hefðust við í. Hann kæmi upp á yfirborðið, þegar dýriu færu úr lionum, og sykki, þegar þau sneru aftur til hans frá ránsferðum sínum í fæðuleit. Eitt þeirra dýra, sem reynt hefur verið að eigna titilinn Loch Ness-skrímslið, er stóri síldarkóngurinn (regalecus glesne). Það hef- ur ýmislegt farið framhjá mönnum í sam- bandi við hann. Síldarkóngurinn getur orðið 6—9 metra langur og meira en 20 ára gam- all. Ilann kemur við og við upp á yfirborðið, og þegar hann syndir, hlykkjast langur skrokkur hans eins og slanga. Þegar síldar- kóngurinn verður æstur, setur hann upP kamb eða makka, sem er í raun og veru fremsti hluti hins langa bakugga hans. Að minnsta kosti 14 sérstakar skýrslur hafa sagt. að sjóslangan hafi haft „makka eips og hest- ur“. Staðhæft er, að fyrir nokkrum árum hafi veiðzt 4 metra langur síldarkóngur i Locli Pyne þarna skammt frá. En grannur vöxtur síldarkóngsins, silfurlitur lians og kóralrauðir uggar lians mæla gegn því, að hann sé hið raunverulega skrímsli. Sterkasta röksemdin gegn síldarkónginum er þó sú, að hann geti ekki, að því er sagt er, lifað í fersku vatni. Sú ágizkun, að Loch Ness-skrímslið sé fœtt í vatninu, er studd af þeirri staðreynd, að það væri mjög erfitt fyrir dýr á stærð við sjóslönguna að komast upp í vatnið frá opnu hafi. Samt aðhylltist hinn látni sjóliðshöf- uðsmaður, E. T. Gould, þennan möguleika 1 bók sinni, The Loch Ness Monster (Loch Ness- skrímslið), frá 1934. Hann hafði kannað rækilega Ness-fljótið, sem rennur í Beauly- fljótið, og hann reiknaði út, að dýr á stærð við sjóslöngu gæti vel komizt óséð eftir þeim að næturlagi í janúar eða febrúar, þegar ha- flæði væri. Álit lians var í miklum metum og það leiddi til þess, að sjóslöngunni skaut upp í fyrsta skipti í góða, gamla Times. HEIMILISBLAÐl^ 136

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.