Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 20
stúlkunnar. „Ég er Anderson læknir og ég var læknir móður yðar.“ „Yar! Var!“ tók Hope upp eftir honuin veinandi og hendur hennar tóku ósjálfrátt fast. í hendur læknisins. „Hvers vegna segið þér var? — Eruð þér það ekki enn þá? -— Er hnn ekki enn þá á spítalanum, eða hvert er hún farin?“ Stúlkan var mjög óðamála og roði og fölvi skiptist á í kinnum hennar, augun höfðu það yfirbragð, að lælrnirinn þorði ekki að horfa í þau. Þau minntu á sært dvr á flótta unda- an ofsókn. „Reynið að vera stillt, barnið mitt,“ sagði hann í viðkvæmum róm, eins og hann væri að tala við lítinn stúlkukrakka. „Ég hef nefnilega mjög sorglegar fréttir að segja yð- ur. Móðir yðar versnaði snögglega í dag. Ég hafði ekki búizt við svo skjótum umskiptum, og hún dó áður en ég fullkomlega var búinn að átta mig á þessu.“ Unga stúlkan kippti að sér höndunum, stóð svo hreyfingarlaus og starði á lækninn, og var sem orð hans hefðu gert hana að stein- gjörvingi. Ifún var nábleik í andliti og lækn- irinn rétti fram hendina til að styðja liana, hann hélt hún væri að fá aðsvif. Um leið sneri hún sér að honum í ofsalegri geðshræringu og mælti: „Hvernig gátuð þér fengið af yður að láta hana deyja á ókunnugum stað, aleina — án þess að ég fengi að vera hjá henni? Hvernig gátuð þér gert það ? Hvernig? Ó, mamma, mamma!“ Þessi óbilgjörnu ásökunarorð enduðu með áköfum gráti, og Hope fleygði sér á kné fram- an við legubekkinn, greip fyrir andlit sér og grét beisklega. Sorg hennar var svo sönn, og sársaukinn svo auðsær og átakanlegur, að þessi skapstillti læknir, sem oftast háfði fullt vald yfir sjálfum sér, fékk tár í augu. Hann hafði aldrei fundið til þess jafn- glöggt og á þessari stundu, hve skammt vit hans, gáfur og hæfileikar náðu til að geta hjálpað og huggað. Iíann fann til þess, hvað hann var rúrræðalaus og illa til þess hæfur að hugga og hjálpa þessari ungu stúlku, sem lá með gráti og ekka upp við hinn hrörlega legubekk, og þótt hann í hjarta sínu hefði hluttekning með henni, þá stóð hann þó þama vandræðalegur og ráðþrota og starði á hana. Smátt og smátt breyttist gráturinn og hinn ákafi ekki í sárindakvein. Læknirinn hélt, að stiilkan væri ofurlítið að koma til sjálfrar sín, lagði því höndina á öxl hennar og mælti: „Getur það mýkt harma yðar að fá að heyra, að móðir yðar dó róleg og kvíðalaus.“ En um leið og læknirinn snerti við henni spratt hún á fætur. Tárin runnu ofan kinnar hennar, harðneskju- eða sársaukadrættir voru kring um munninn og hún stóð frammi fyrir lækninum eins og ert dýr. „Hián getur ekki hafa dáið róleg og kvíða- laus,“ sagði hún grátandi. „Hún var aldrei ánægð nema þegar ég var hjá henni. Æ, mamma mín — elsku góða mamma mín, að þeir skyldu láta þig deyja fyrr en þú fékkst að sjá þína litlu Hope. Að þeir skyldu láta þig deyja án þess að ég fengi að vera hjá þér. Ó, að þið skylduð ekki senda eftir mér, eða láta mig í tíma vita hve veik hún var.“ Svo setti að henni grát að nýju, svo hún varð að hætta að tala. Læknirinn fór nú að verða óþolinmóður yfir þessari óstilltu stúlku, sem honum fannst enga tilraun gera til að stilla sig, og engin bönd vilja leggja á harma sína. „Nú verðið þér að reyna að vera stillt,“ sagði hann og tók um hendur hennar og horfði fast á hana. „Ég þarf að segja yður nokkuð, og þér verðið að hætta að gráta á meðan ég tala við yður.“ Hinn alvarlegi svipur læknisins og hinn ákveðni rómur, sem hann talaði í, hafði hin tilætluðu áhrif. Hope hætti að gráta og liorfði kvíðafull á hinn ókunna mann. „Komið og setjist niður,“ sagði læknirinn og fylgdi henni að legubekknum. — „Svo skal ég segja yður frá síðustu óskum og vilja móð- ur yðar.“ „Skýrði hún vður frá þeim?“ sagði unga stúlkan undrandi, og hún tók nú eftir að hinn ókunni maður var ólíkur þeim fáu karl- mönnum, sem hún hafði kynnzt um dagana, — og hún horfði á hann með samblandi af undrun og forvitni. „Já, ég var hjá móður yðar, þegar hún do, —■ hennar síðustu orð snertu yður, og hun talaði um yður á þeirri stundu, sem hún missti meðvitundina,“ — og læknirinn minnt- ist friðarbrossins, sem kom yfir andlit hinn- ar látnu móður í dauðanum; og svo hélt hann áfram í lægri róm: „Það hlýtur að liafa verið henni gleði að minnast á yður, þa® kom himneskt bros á andlit hennar við hugs- 152 H B IM IL I S B L A Ð IP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.