Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 33
„Vegna þess þii elskar mig?“ spurði Nin blítt. „Já, vegna þess að ég elska þig. Ég get ekki hugsað mér annað.“ „Það get ég satt að segja heldur ekki.“ Hann lijálpaði henni til að standa á fætur °g kyssti hana aftur. „Við eigum nákvæmlega tvo tíma til að undirbúa okkur, ástin mín,“ sagði hann. „Og aðeins fáir dagar eru eftir af levfinu mínu. Finnst þér það slæmt?“ Hún hristi höfuðið. „Það erum við, sem ráðum því, að við flýtum okkur núna, Nin,“ sagði hún. „Ég vil við förum, og þú vilt það ekki af því að einhver ætlist til þess af okkur/ ‘ Hann hevgði sig niður eftir körfunni. „Svona,“ sagði hann, „við skulum flýta okk- Ur. Tveir tímar eru ekki langir til undirbún- ’ngs, og við verðum að ve.ra nærgætin og kur- teis, þegar við segjum Joeelyn þetta. En eftir að allt er afstaðið ...“ Hann þrýsti liönd bennar: „Þá höfum við allan tímann fyrir okkur, ástin mín.“ Jill gekk léttstíg við hlið hans. Það tók þau bókstaflega hvert andartak tessa tvo tímana að undirbúa brúðkaupið, svo það gæti staðið þennan dag. Bæði Jocelyn og Lorne-prófastur létu gott beita, þegar þau höfðu jafnað sig eftir undr- Unina. Alstair Farquhar var sóttur á skrif- stofuna til að aka Jill, og hin einfalda en hátíðlega athöfn átti sér stað í gömlu kirkj- Unni að aðeins þrem persónum viðstöddum. Að athöfninni lokinni var ekið til Guise, og 'Hll fann til hreykni ,þegar hún gekk í fyrsta skipti inn í þetta stóra hús sem hvismóðir. Boreldrar hennar höfðu farið á mis við sjálft brúðkaupið, en hún vissi, að þau myndu korna óðara er hún hefði sent þeim skeyti. Hún og Ninian ætluðu sér að taka á móti beim í Guise-höll, þegar þau kæmu aftur beim frá París. Gamla lafði Guise sat eins og venjulega teinrétt í sæti sínu við gluggann og tók frétt- hini af óblandinni gleði. „Þetta gleður mig innilega," sagði hún hrærð. „Gleður mig, að þið hafið gift ykk- llr> og gleður mig að ég skuli þó vera á lífi að sjá ykkur hjón. Þú hefur valið rétt, ■hbn — ég get róleg látið hússtjórnina í hend- Ur konu þinni, þegar þar að kemur, því að hún er hæf til að taka við öllu og ég er þreytt BEIMILISBLAÐIÐ kona. Ég skal sjá fyrir Andrew og Cathie í erfðaskrá minni, svo að þau séu óháð ykk- ur og geti búið sér, ef þau vilja. En leyfðu þeim að dveljast að Guise, þegar þú ert búinn í flotanum, Nin.“ Ninian greip um litla magra hönd hennar og bar hana að munni sér. Gamla konan brosti við þeim báðum, þegar þau gengu burt. IClukkan Arar sjö, þegar þau stigu upp í haðlestina frá Lorne og komu sér fyrir í fyrstafarrýmisvagni. Þegar lestin hélt af stað frá Lorne, brosti Ninian við brúði sinni. „Iíérna var það sem við bvrjuðum, manstu það, ástin mín?“ Jill svaraði aðeins: „Ég man. Þú sazt í horninu og last, og það var ekki búið að kveikja ljósin. Og ég rakst hingað inn og bjóst við því að þú tækir mér opnum örmum og byðir mig velkomna í stað þess að góna undrandi á mig og rýna í nafnspjöldin á töskunum til að komast að því hver ég var.“ Ilonum varð litið á ferðatöskurnar þrjár í netinu yfir höfðum þeirra. „Nú eru nafnspjöldin önnur, ekki satt? Ég þarf ekki að gá á þau til að vita, að þú ert konan mín.“ „Nei,“ svaraði Jill lágt. Svo kom roði fram í vanga hennar. „Nema það, Nin, að ...“ „Astin mín . . .“ Ilann spratt á fætur: „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú hafir gleymt að skipta um nafn á spjöldunum? Ég ferð- ast. þó ekki með ungfrú Jill Arden, er það ?“ Hún tók að hlæja. „Ég er hrædd um, að þú gerir það. Því ég gleymdi að skipta ...“ „Það er bezt ég breyti því,“ sagði Ninian, en hló einnig, „því ég hef hugsað mér að stinga einhverju að vagnþjóninum, svo hann láti okkur fá sameiginlegan svefnklefa. Og ég get allavega ekki farið að kyssa ungfrú Arden, þegar ég býð góða nótt!“ Hann rétti fram handleggina. „Það er kannski bezt ég geri það strax, til að geta verið öruggur.“ „0, Nin,“ hvíslaði Jill og lyfti vörunum á móti honum. „Ég elska þig svo. Og ég er svo fegin því að hafa komið með þessari lest fyrir mánuði.“ „Ég segi sama,“ svaraði Ninian. Lestin jók liraðann í myrkri nóttinni, og ljósin í Lorne voru horfin. Hjarta Jill sló einnig hraðar, í hljómfalli við aukna ferð lestarhjólanna. ENDIR. 165

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.