Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 5
Samhljóða vitnisburðir á liðnum árum ftiynda grundvöllinn undir hinni sígildu lýs- lngu á sjóslöngunni. Hún sé eitthvað ein- kennilegt, tröllaukið, lifandi og ílangt (frá 6—15 metrar), sem hlykkjast áfram með 20 hnúta yfirborðshraða eða meira. Það kemur 1 ljós á óútreiknanlegum tímum, sérstaklega 1 lygnu, hlýju veðri, kafar skyndilega og skil- nr eftir sig freyðandi, ólgandi rák. Enginn sjónarvotta hefur nokkru sinni heyrt það gefa frá sér hljóð — menn hafa aðeins heyrt niðinn í vatninu. (Selurinn er alræmdur fyr- lr' gelt sitt og marsvínið sem skrafskjóða). Við skulum líta nánar á nokkra vitnis- burði um sjóslönguna. Þeir eru bomir fram af þrem sjónarvottum, sem eru þekktir að því að vera raunsæir, skynbærir og áreiðanlegir lnenn. Þann 30. ágúst 1938 risti dráttar-gufu- ^kipið Arroiv vatnið kili, þegar skipstjóri þess, William Brodie, frá Leith, og áhöfn þess, að undanskildum kyndaranum, komu anga á sjóslönguna. Brodie ritaði eftir það 1 leiðarbók sína: „Sáum Loeh Ness-skrímslið 11111 þrjá og hálfan kílómetra fyrir austan Vrquhart Castle klukkan 16.40, er við voram rétt uppi við ströndina. Það sást aftur í |lalfa mínútu klukkan 16.50.“ Þegar skrímsl- Jð kom í ljós í annað sinn, synti það með lniklum hraða í námunda við dráttarskipið °o virtist nú hafa marga hnúða, en í fyrra skiptið höfðu þeir aðeins tekið eftir einum eða tveim. Brodie skipstjóri sagði seinna: „Ef hafði enga trú á tilveru skrímslisins og hafði ekki Verið að skyggnast um eftir því. Enginn vafi getur leikið á tilveru þess.“ Næstur í röðinni er fyrrverandi dyravörð- llr í Urquhart Castle, mr. Ewan Fraser. Mr. Vraser, sem var 73 ára gamall, en með mjög Sóða sjón, sá skrímslið 13. ágúst 1954. (Hann kafði séð það áður í júlí 1934). En í annað skiptið kallaði hann í skyndi í nágrannakonu Slna, Maggie MacDonald, og lýsing hennar f sjóslöngunni — algengasta lýsingin — var 1 samræmi við lýsingu hans. Síðar voru færð- ar sönnur á, að tveir menn aðrir, mr. Mac- Gould sjóliðshöfuðsmaður gerði enga tilraun til 1)ess greina, af livaða tegund sjóslangan væri, leldur lét sér nægja að tala um hana sem „afbrigði í*f venjulegnm sjóslöngum“. Hann taldi, aö hún 'efði flúiö fr.-( ilí(finu upp í vatnið til þess að koni- lsl undan svörnum óvini sínum, hvalnum. kenzie og mr. Maclean höfðu séð hana á sömu stundu. Sá síðarnefndi hafði séð hana í sjón- auka. Þriðja vitni okkar er amtsgjaldkerinn í Inverness-shire, mr. J. W. MacKillop. Eftir að hann tilkynnti, að hann hefði séð sjó- slönguna sumarið ’47, viðurkenndi amtsráðið tilveru skrímslisins. „Ef það hefði verið enskur amtsgjaldkeri, sem gaf skýrsluna, hefði henni verið hafnað sem vafasamri eða ósennilegri,“ sagði einn amtráðsmannanna. „En úr því að okkar amtgjaldkeri segir, að eitthvað hafi verið þarna úti, þá er það áreið- anlega eitthvað.“ Þær myndir, sem til eru af sjóslöngunni, eru athyglisverðar, en valda samt vonbrigð- um. Meðal annars eru nokkrar skyndimynda- tökur af einhverjum fjarlægum, ógreinileg- um hlut, nokkrir metrar af kvikmynd án nokkurra nærmynda eða skarpra afmarkana og mikið safn af ýmsum teikningum, sem gerðar hafa verið á staðnum eða dregnar upp eftir minni. Engin ljósmynd er til, sem gef- ur nokkuð sannfærandi til kynna um ná- kvæmt lag eða tegund sjóslöngunnar. Auðsjáanlega hafa mörg gullin tækifæri gengið mönnum úr greipum til þess að taka nærmyndir af skrímslinu. Maður nokkur, sem sver, að hann hafi séð sjóslönguna gleypa fisk eins og skarfur 12 metra frá ströndinni, hafði ekki annað en augun með sér, og tveir prestar, sem voru úti að fiska á árabát, og sáu sjóslönguna í margar mínútur í tæplega 50 metra fjarlægð frá bát sínum, höfðu gleymt myndavélinni heima. Frægasta mynd- in var tekin í apríl 1934 af skurðlækninum Robert Kenneth Wilson frá London. Þegar brezka útvarpið hafði sjónvarpsútsendingu fyrir nokkrum árum um Loch Ness-skrímsl- i, var þessi ljósmynd lögð fram sem veiga- mesta sönnunin fyrir tilveru sjóslöngunnar. En málsvarar hennar töpuðu málinu. Eftir rækilega íhugsun kváðu „lrvriðdómendurnir“ upp úrskurðinn: „Ekki sannað“. Skipulagðar hafa verið margar veiðiferðir til þess að ná sjóslöngunni, og alls konar menn hafa tekið þátt í þeim af miklum áhuga — allt frá náttúrufræðingi og villidýraveiði- manni, M. A. Wetherell að nafni, til skáta- drengjahóps frá Glasgow. í júlí 1934 lét trvggingahöldurinn, sir Edward Mountain, setja athugunarmenn, sem valdir höfðu verið HeIMILISBLAÐIÐ 137

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.