Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 9
að vera lítið liefti með atliugasemduin. Ég er á kafi í samanburði á heimspeki Spinoza °g Sehopenhauers. Mér þykir svo gaman að I'pnsu í frístundunum." „Fyrst þér finnið nú ekki Spinoza, langar yður þá ekki að líta í dagblaðið ?“ sagði Mari- anne eilítið hæðnislega og rétti dagblaðið aftur fram. Henrik leit á það og sá sér til mikillar undrunar að það var opið á íþrótta- síðunni. „Þér segið ekki, að þér lesið um glímu og fótbolta?“ sagði hann. „Nei, ég var að lesa um undirbúninginn að golfmeistaramótinu. Mig langar til þess að vera með, ef ég fæ tíma til þess.“ „Jæja já, svo þér takið þátt í mótum ?“ sPurði hann. „Ekki ennþá, en mér þætti gaman að því. Golf er eina íþróttin sem ég get eitthvað í. Tenniskunnátta mín er nú svona og svona, er ég hrædd um.“ „Nú, jæja.“ Henrik lét ekki fleiri orð um l'etta falla, en þegar hann tók blaðið, gat 'hann ekki varizt þeirri hugsun, að stelpan kefði greinilega áhuga á mörgu. Ein af þessu hroðalega fólki, sem vasast í öllu og eru með llefið niðri í hvers manns koppi. Hann blað- aði af miklum áhuga fram á bólunenntasíð- una. „Mér þætti gaman að vita hvernig gengur nieð nýju bókina hans Jens Lund. Ævisög- '•niar hans eru kannski full vinsælar, en þær ■eru afskaplega vel byggðar. Það er furðulegt, hvernig honum tekst að binda atburðina í ðrofa keðju.“ „Já, fiskilím er gott,“ sagði Marianne. Henrik gaut til hennar augunum. Hann hafði það á tilfinningunni, að tilraunir hans td þess að gera grín að henni væru eins og Wti, sem þyti til baka og skylli í haus- lun á honum sjálfum. „Hafið þér lesið síðasta pistil eftir Elísar Éarker um stjórnmál og heimspeki?“ sagði i'ann og leit niður í blaðið. „Ég hlakka til tess að sjá hann.“ „Því get ég vel trúað,“ sagði Marianne og *tóð á fætur. „Heyrðu, viltu segja Idu fyrir ^aig, þegar hún kemur til baka, að ég bíði eftir henni í búðinni klukkan eitt.“ Það var enginn vafi á því að það var hon- Uni að kenna, að henni langaði að fara. Kannski hafði hann gengið of langt í brönd- urunum. Hann hló við. „Hérna, bíddu augnablik —“ Hún snerist á hæli, augun skutu gneistum og húu leit svo stórkostlega út að hann horfði á hana eins og dáleiddur. „Ég held ég skilji yður eftir hjá vini yðar Spinoza. Og ég tek það hér með fram að ég hef aldrei hitt montnara mannkerti en yður. Að þurfa sýknt og heilagt að röfla um hvað þér hafið lesið! Mig furðar hreint ekkert á því að þér kjósið yður helzt þunnar íþrótta- stelpur til fylgilags. Svona herðabreiður og fróður um allt mögulegt hljótið þér að geta fest þær upp á þráð.“ „Nei, hættið þér nú. Ég var bara að gera að gamni mínu með þessu kjaftæði um Schop- enhauer og Spinoza,“ andmælti Henrik. „Satt bezt að segja finnst mér mest gaman að leyni- lögreglusögum.' ‘ ,,Æ, verið þér ekki að þessu,“ sagði Mari- anne með viðbjóði. „Reynið þér fyrir alla muni ekki að látast vera venjulegur og lát- laus til þess að komast niður á hugsanasvið mitt.“ „Já, en ég hélt þér væruð menningarviti!“ hrópaði Henrik. „Það sagði Ida að þér vær- uð og þess vegna fannst mér ég verða að gera dálítið grín að yður. Svo kæri ég mig alls ekkert um þunnar íþróttastelpur. Það er sennilega ein bábiljan, sem Ida hefur komið inn hjá yður.“ Steinilostinn svipur Marianne var nógu gott svar. Henrik hló. „Nú, það var þess vegna sem þér fóruð að þvæla um tennis og golf og allt það?“ „Æ, hvað þér eruð ímyndunarveikur og vitlaus. Ivannski hafið þér á réttu að standa. En það var bara vegna þess að mig langaði til að komast að því hvort það væri satt —“ „Heyrið mig, væri það ekki miklu betra að þér settust niður, svo að við gætum byrj- að á ný?“ sagði Henrik sannfærandi. „Nei þakk, einu sinni er alveg nóg.“ Ilún starði á hann í vígahug. „Sannleikurinn er sá, að mér líkar ekki við fólk af yðar gerð. Ég átti ekki von á því að mér geðjaðist að yður og mér gerir það heldur ekki. Þér eruð sá dæmigerði ungi verkfræðingur, með fagur- blá augu, ljóst liár og tannkremsbrosið. Þér hafið allt til þess að heilla stelpur og þér HEIMILISBLAÐIÐ 141

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.