Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 34
Við, sem vinnum eldhússtörfin Góð rabarbarakaka með raspi og þeyttum rjóma. 400 gr. rabarbari V2 vanillustöng 1 dl. vatn 2 dl sykur 1 msk. kartöflumjöl 15—16 tvíbökur 50 gr. smjör 5 msk. sykur 3—5 msk. portvín Yi 1. rjómi Skerið rabarbarann í smástykki og látið í grunnan pott ásamt vanillustönginni, vatni og sykri. Látið suðuna aðeins koma upp. Hristið pottinn annað slagið, en hrærið ekki. Þegar rabarbarasytkkin eru orðin lin hrær- ið kartöflumjölið út í % dl. af ltöldu vatni ásamt ofurlítilli saft úr pottinum. Þessum karötflujáfningi er síðan hellt út í og hrærið varlega í á meðan, látið ekki sjóða eftir að jafningurinn er kominn saman við. Kælið. Það er auðveldast að mylja tvíbökurnar í plastpoka og með kökukefli. Raspið er látið á pönnu ásamt smjöri og sykri og þetta er hitað þangað til að það er orðið fallega brúnt. Það er nauðsynlegt að hræra vel í, því raspið brennur mjög auðveldlega við. Raspið er lát- ið í skál á meðan það er volgt, en aðeins hluti af því, þá er rabarbarinn látinn í skálina, síðan raspið aftur og þannig er þetta látið í nokkur lög og ofurlitlu portvíni hellt á milli laganna. Efst er látinn þeyttur rjómi. Rabarbaraköku, sem búin er til á þennan hátt, verður helzt að framreiða strax, vegna þess að það er volgt raspið með köldum rab- arbaranum, sem er svo bragðgott og tilbúið rasp hentar ekki. Það verða að vera muldar tvíbökur. Þessa rabarbaraköku má einnig nota sem ábæti. Iíér eru svo þrjár uppskriftir af góðum og fljótlegum ábætum: Jarðarberjaábœtir. 10—12 helzt bleikar marengskökur 1 pk. af djúpfrystum þýddum jarðar- berjum 3 dl. rjómi vanillusykur 10 möndlur Leggið marengskökurnar í pýramida á flatt fat. Þeytið rjómann vel stífan og- látið van- illusykur út í. Takið 8 fallegustu berin frá og látið þorna á þeim. Merjið afganginn af berjunum og hrærið út í þeyttan rjómann og litið hann með 1—2 dropum af rauðum ávaxtasafa. Sprautið rjómann vfir marengs- kökurnar og skreytið með heilu jarðarberj- unum ásamt afhýddum möndlum. Barónessuábœtir. 10—12 livítar marengskökur y2 1. rjómi sykur 1 tsk. romm Y> kg. af bláum og grænum vínberjum Látið marengskökurnar í pýramída á fat eins og áður. Þeytið rjómann með sykri eftir smekk og látið romm út í og sprautið rjóm- ann yfir marengskökurnar. Látið hálf stein- laus vínber á rjómann og' raðið einnig hálf- um vínberjum í kringum allan ábætinn. Sáldr- ið að lokum ofurlitlu muskati yfir. Valhnetuábœtir. 75 gr. valhnetukjarnar 10 stk. makrónur 20 cocktailber y2 1. rjóini 1 msk. sherrý 4 hreiður búin til úr marengs Saxið valhnetukjarnana og blandið út í muld- ar makrónurnar og sundurskorin cocktailber. Bragðbætið með sherr.y og hrærið þessu sam- an við stífþeyttan rjómann. Látið í marengs- hreiðrin. Eg rek endahnútinn á uppskriftirnar með uppskrift af góðum síldarrétti í von um að síldin láti sjá sig á næstunni. Síld með porrum. Vz kg. síldarflök 3—4 stórar porrur ca 30 gr. liveiti, salt 166 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.