Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 28
ast af stað. Það er gott að fá gullliamra, en við höfum bara um annað að hugsa.“ Ninian kom til móts við þau í forsalnum. Iíann sagði þeim, að enginn hefði fengið leyfi til að koma inn til gömlu frúarinnar, en síð- asta skýrsla læknisins benti til þess, að henni liði eitthvað skár. „Eg geri ráð fyrir, að súr- efnið hafi hjálpað henni. Allavega líður henni betur, og hún er ekki þjáð.“ Pyrst í stað mótmælti hann því, að Jill eða Joss kæmu nálægt húsverkunum, en Jocelyn bar sigur af hólmi, og tíu mínútum síðar var Jill komin í eldhúsið og tekin til við risavaxinn upp- þvott, sem næstum ógerningur var að fá frú McLean til að hverfa frá, enda þótt hún væri sárlasin. Þegar Jill minntist þessa dags síðar, þá fannst henni hann hafa verið bezti dagur sem hún hafði lifað fram til þessa þrátt fyr- ir allan ótta og spenning. Fréttirnar af gömlu frúnni urðu sífellt betri. Ninian og hún hjálp- uðust að eins og þau hefðu verið gift árum saman; hún gat ekki annað en brosað. Ninian var fær til ýmissa hluta, rétt eins og svo marg- ir sjómenn eru, og eyddi engri stund til einsk- is. Þau matbjuggu prýðis hádegisverð. Helen og Andrew lijálpuðu til að bera á borð. Te stóð tilbúið hvenær sem hjúkrunarkonurnar kærðu sig um eða dr. Macrae, sem varð að deila tíma sínum milli gömlu frúarinnar og sjúklinga sinna annarra; en hann fann einnig að hugsað var um að gera lionum betur til hæfis en hann átti að venjast — hann var nefnilega piparsveinn. Jocelyn skrapp heim til að útbúa kvöld- verð handa sinni eigin fjölskyldu laust fyrir sjö. Jill borðaði egg og bacon ásamt Nin, og á eftir fengu þau að líta andartak inn til sjúklingsins. Jill, sem staðnæmdist rétt inn- an við dyrnar, sá lítið, þreytulegt andlit, en hún fann til sannrar gleði, þegar svo virtist sem gamla lconan þekkti aftur barnabarn sitt og brosti við Nin. Ilörund hennar var á lit- inn eins og fílabein, og það boðaði ekkert gott; en augun voru skær og blá og með sama hýra blikinu, sem Jill hafði tekið svo vel eft- ir þegar hún sá hana fyrst. Ilún gekk hljóðlega fram fyrir, og skömmu síðar kom Ninian. Honum virtist. líða betur, og hann var þakklátur: „Annna hefur enn ekki látið bugast. Svo virtist sem hana langaði til að sjá Andrew líka. Og nú skal ég aka þér heim ... Nei, ekki andmæla. Þú hefur rejnizt okkur frámunalega vel, og ég veit ekki hvernig ég hefði komizt af án þín; en nii þarftu sjálf að fara að sofa. Ef þú vilt hjálpa mér aftur á morgun, verð ég þér enn þakk- látari — en ekki meira í ltvöld. Komdu, við tökum bílinn.“ Þau voru bæði þögul á leiðinni til Lorne, en það var vinsamleg þögn á milli þeirra, og þegar þau komu að húsi Farquhers tók Nini- an undir handlegg hennar eins og ekkert væri sjálfsagðara, greip síðan yfir um hana og kyssti hana af slíkri blíðu og innileik, að Jill skalf þegar liann loksins sleppti henni. En hann sagði ekkert nema aðeins „Þakka þér“, hét því svo að hrigja til hennar daginn eftir óg fylgdi henni að húsdyrunum. Næsti dagur var svipaður þeim fyrri. Jill og Ninian unnu allt hvað af tók, til þess að ekkert færi úrskeiðis. Þau hreinsuðu græn- meti, elduðu, þvoðu og skúruðu og fundu fyr- ir aukinni og gagnkvæmri virðingu hvort fyrir öðru, og nýrri gleði í samstarfinu, en gamla lafði Guise leið ögn skár. Þau urðu lítið vör við Cathie. Hún fór seint á fætur og lagðist snemma til svefns, og Andrew var ýmist hjá henni eða ömmu sinni. Sjúkleiki gömlu konunnar og taugaáfall Cathiear virtust hafa bætandi áhrif á And- rew. Kaldhæðni hans hvarf, og svo furðu- legt sem það var, þá varð hann sjálpsamur og hlýlegur í framkomu, — og enn furðu- legra: kona hans varð fullkomlega háð hon- um. Þegar hann var nálægur, hýrnaði yfir henni - en þegar hann var fjarri, reikaði hún eirðarlaus um stofurnar, unz Jocelyn gat fengið hana til að hefjast handa um undir- búning á ungbarnafatnaði. Þá var sem hún fyndi allt í einu einhvern tilgang í lífinu. og eftir eina viku var hún gerbreytt mann- eskja. Hún gerði ekki einu sinni tilraun til að vinna gegn Jill lengur. Hún var mjög vel að sér í útsaumi, það sem hún gerði af því taginu var nánast lista- verk. Sama máli gegndi um prjónaskap, og Andrew sýndi hinu fólkinu stoltur það seni hfin hafði saumað út og prjónað. Tillitssemi hans og hlýja kom Jill mjög á óvart og vakti hjá henni virðingu á manninum — í raun- inni var Andrew tilfinningamaður, en forð- aðist hvað hann gat að láta tilfinningar sín- 160 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.