Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 7
 Sfelpa í leyni EFTIR CORA SIvOT Eiginlega var ekki hægt að áfellast Henrik Orara, þótt hann hikaði örlítið, þegar hann þrýsti fingrinum á dyrabjölluna við íbúð systur sinnar. Hann var enginn heigull, fjarri Pví, hann var þvert á móti hugrakkur og duglegur verkfræðingur, nýkominn heim frá Hnklum og oft hættulegum v egalagningar- framkvæmdum í Afríku. En hversu hugaður, sem maður kann að vera, er enginn ákafur í að ganga beint í gildru. Hann þekkti Idu systur sína og Rétur eig- 111 ann hennar út í gegn. Hjónaband þeirra var svo hamingjusamt, að þau voru hrein- lega óð í að fá aðra til þess að gifta sig. „Við Pekkjum einmitt stúlkuna handa þér“ var viðkvæðið hjá þeim, „og við skulum sjá til þess að þið hittist." Ef hann hefði ekki hlakkað svona mikið fd þess að sjá þau eftir tveggja ára fjarveru, hefði hann aldrei þorað að þrýsta á þennan dyrabjölluhnapp, en nú var ákafinn meiri en hræðslan, svo endirinn varð sá, að hann and- varpaði djúpt, setti fingurinn á hnappinn °g þrýsti. „IIenrik!“ Það var Ida sjálf, sem opnaði °8' á næsta augnabliki hékk hún um hálsinn a honum og skildi eftir sig stóra klessu af varalit og tár á kinninni á honum. Pétur tók fjartanlega í höndina á honum yfir öxl henn- íu' og muldraði hrærður eitthvað um það, iiversu gaman væri að sjá hann aftur heilan a húfi. Síðan, einmitt þegar allt var að verða einum um of viðkvæmnislegt, kom ída með móðgandi athugasemd um nýja yfirvarar- skeggið hans, neri varalitinn af kinninni á honum og varð alveg eðlileg aftur. Henrik herti sig upp og leit í dagstofuna. Hún var tóm. „Erum við ein?“ spurði hann, smeyknr um að einhver lítil elska hefði skroppiö frá til ])ess að snyrta sig og kæmi voðaleg til baka innan stundar. nJá, auðvitað,“ sagði Ida. Henrik lét fallast niður í sófann og and- varpaði feginsamlega. „Ég verð að viður- kenna, að ég bjóst við að finna stelpu í leyni á milli púðanna,“ sagði hann. „Æ, IIenrik,“ kvartaði fda, „taktu þessu nú ekki alltaf svona. Mundu að það eru fjög- ur ár síðan —“ „Kannski, en ég er ekki ennþá búinn að gleyma því, sem ég lærði þá!“ sagði Henrik. Iíann fullvissaði sig dálítið undrandi á því, að það voru fjögur ár, síðan fyrsta og ein- asta kærastan hans sagði honum upp, þar sem hún tók ríkan verzlunarmann fram yfir hann. Hann var bæði feitur og sköllóttur, sem var auðvitað plástur á hégómagirnd Henriks, en þessi reynsla hafði skilið eftir vissa beiskju gagnvart kvenfólki. „Æi, þú ert óþolandi, drengur," andvarp- aði Ida. „En kannski þú róist ef ég segi þér, að eins og er þekkjum við ekki eina einustu stúlku sem hentar þér.“ „Ilvað ertu að segja?“ sagði Henrik. „Ég trúi ekki mínum eigin eyrum.“ „Þetta er dagsatt. Flest af kunningjafólki okkar hefur smátt og smátt gift sig. Ég hef reynt að finna laglega stúlku handa þér, en það er bara engin.“ Ida horfði þundbúin á hann, svo bætti hún mæðulega við: „Nema Marianne Höst kannski, hversu fráleitt sem ])að hljómar.“ „Jæja — Marianne,“ sagði Pétur. „Heldurðu að Marianne —?“ Pétur hugsaði sig um. „Marianne -—■ Nei.“ „Nei, það held ég ekki heldurl Henrik glotti. Jæja, þau héldu að þeim tækist að leika á hann með þessum skírpa- 'leik. Ilann tók þátt í gamninu eins og gamall, góður frændi. „Ilvað er að stúlkutetrinu ?“ spurði hann. „Ekki neitt, ef þannig er á málið litið,“ sagði Ida. „Er hún ljót og leiðinleg?“ „Nei, nei, hún er meira að segja lagleg og hnyttin —“ Ida hreyfði hendurnar hjálpar- HEIMILISBLAÐIÐ 139

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.