Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 5

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 5
5 Svo steig eg með kertið mitt stokkinn við og starði’ í ljósið, við mömmu hlið, hún var að segja’ okkur sögur af fæðingu góða frelsarans, um fögru stjörnuna’ og æsku hans, og frásögnin var svo fögurl Svo las liann faðir minn leslurinn, og langþreytti raunasvipurinn á honum varð hýrri’ og fegri. Mér fanst sem birti’ yfir brúnum hans við boðskapinn mikla kærleikans, af hugblíðu lijartanlegri. Og streyma eg fann um mig friðaryl, sem fundið hafði eg aldrei til og sjaldan hef fundið siðan. Og bjartari’ og fegri varð baðstofan, og bctur eg aldrei til þess fann, live börn eiga gleðidag blíðan. Já, jólin heima, — látlaus, lijá æskunnar arni er endurminning ljúfust frá horfinni tíð! Að verða’ um jólin aftur í anda’ að litlu barni er eina jólagleðin, er léttir dagsins strið. Pá hvílir jólafriður vorn hug, sem lækjarniður er hægt um bliðkvöld vaggar í drauma blómi’ í hlíð.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.