Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 4

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 4
4 Dýrð! dýrð á samróma tungum í samhljómi þungum er sungin og skýrð. Alt er skraut og skart, alt er skínandi bjart, — alt hljómar um guðsfrið og heilaga dýrð! Eg er fremst við dyr i forkirkju seztur. ------Eg er gestur, gestnr'. Og hugann ósjálfrátt læt eg liða til löngu horfmna tíða: Með langþráðu kerlin var komið inn, — hann kveikti á þeim, hann pabbi minn, — um súðina birti’ og bólin. Hann klappaði blitt á kollinn minn og kysti brosandi drenginn sinn, — þá byrjuðu blessuð jólin! Þá tók hún úr kistli, hún mamma mín, og mjúklega strauk það, driihvítt lin og breiddi’ á borðið við gluggann. Á rúminu sátum við, systkinin. þar saman við jólakveldverðinn, — en kisa skauzt framm i skuggann.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.