Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 16

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 16
16 merkasta er til væri í viðri veröld. Og hún sagði honum, að víst mundi pess langt að bíða, að hann fengi að sjá aftur slíka hiuti. í Nazaret, par sem pau áttu heima, væri ekki annað að sjá en gráar göturnar. En hvatningar hennarkomu hér eigi að liði, drengurinn virtist heldur mundu kjósa að hverfa burt úr dýröinni í musterinu, og fá í pess stað að leika sér á pröngu strætunum heima í Nazaret. En einkennilegast var pað, að pví minna sem drengurinn sinti pví sem fyrir augun bar, pví glað- ari og ánægðari urðu foreldrar hans. Loks var drengurinn orðinn svo preyttur og máttfarinn, að móðir hans kendi í brjósti um hann og mælti: »Við erum vist búin að ofreyna pig á göngunni. Kom pú til min, við skulum hvila okk- ur um stund«. Hún settist við eina súluna og sagði honum að halla sér niður og láta höfuðið hvila í skauti henn- ar. Og hann gerði pað og sofnaði brátt. Þegar er hann var sofnaður, mælti konan við mann sinn: »Engu hefi eg kviðið jafnmikið og pessari stund, er hann í fyrsta sinn sæi mustcrið í Jerúsalem. Þvi að eg hugði hann mundi pá setj- ast hér að og dveljast hér jafnan siðan«. »Mér heíir einnigverið órólt útafpessari ferð«, svaraði maðurinn. »Þegar hann fæddist urðu mörg teikn, pau er á pað bentu, að hann mundi vcrða voldugur höfðingi. En hvað mundi konungstign

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.