Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 40

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 40
40 þessum óskaplegu kopartröllum, sem berjast um þar uppi. A jólunum er öllum klukkum hringt, þó þær hangi annars þegjandi, kannske alt árið. Par má greina hvað frá öðru: hinar miklu, ægi- legu dunur stóru kluknanna með reglulegu milli- bili, og litlu klukkurnar, með skærum rómi og tiðum slögum, sem eins og keppa hver við aðra. Alt renn- ur þetta saman í viðfeldinn, hljómmikinn og há- tignarlegan hrcim, þar sem mátulega liáar og mátulega djúpar raddir lialdast i hendur og milli- röddunum er smeygt alstaðar inn á milli, hvar sem þær komast fyrir. Petta er fyrsti og líka mikilfenglegasti jólasálmurinn. Og hann hefir mátt til að hasta á þella ólgandi, beljandi mannhaf, sem allar götur fyllir. Að klukkustund liðinni skulu allar búðir vera tæmdar, allri vinnu og verzlnn lokið og ljósin slökt i öllum búðargluggun- um, þvi að þá byrjar aftansöngurinn í kirkjunum. Enginn getur hugsað sér meiri breytingu á jafn-fáum mínútum. Göturnar eru orðnar hálf- dimmar áður en maður veit af. Gluggarnir, sem áður hafa lýst þær upp, eru nú eins og svartir tíglar í húsaveggjunum. Fyrir suma eru komnir gríðarmiklir járnhlerar. Innan við aðra grillir enn þá í jólaskrautið, eins og þar hangi flyksur af — hégóma. En á kirkjunum standa allar dyr opnar og yfir hinni marghöföuðu mannþröng blaktir ljós við jós. Orgel-niðinn leggur út í dyrnar á móti rnanni,

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.