Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 20

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 20
20 í muslerinu. Oj> hann hefði feginn viljað fá tóm til að skoða liann betur. Þau gengu nú skamma stund og komu út i musterisgarðinn. Þar var breið og djúp gjá í bergið — alveg eins oghúnhafði verið fráómuna- tíð. Salómon'konungur liafði sem sé ekki viljað láta fylla liana, þegar hann bygði musterið. Enga brú hafði liann látið gera yfir hana, né heldur selt nokkrar varnir á gjárbarmana. í pess stað hafði hann lagt yflr þvera gjána afarmikið og hárbeitt sverð, og vissi eggin upp. Og enn lá sverðið í sömu skorðum, eftir allar þær aldir og umbylting- ar, er síðan voru liðnar. En nú var það því nær brunnið sundur af ryði og svo hrörnaður umbún- aðurinn, að sverðið riðaði er gengið var þar í nánd. t’egar kouan leiddi drenginn fram hjá gjánni, spurði hann: »IIverskonar brú er þctta?« »Salómon konungur lagði hana«, sagði móðir lians, »og við köllum hana paradísarbrú. Kom- ist þú yflr gjána á þessari nötrandi brú — sverðs- egginni, sem cr þynnri en sólargeisli, þá er þérvís vist í paradís«; og hún brosti við og hraðaði ferð- inni scm mest, en drengurinn uam staðar og horfði á sverðið, unz hún kailaði á hann. Hann lilýddi henni, en leitt þótti honum að hún skyldi ekki fyrr hafa sýnt honum þessa kyn- legu hluti, meðan tími var til að virða þá fyrir sér. t*au liéldu nú áfram viðstöðulaust, unz þau

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.