Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 9

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 9
9 hœsti réttur heimilisins i málið, og kaupin voru dæmd dauð og ómerk. Bjarna fekk eg aftur, og á enn, þótt lögleg fortöll bönnuðu mér að skila kökunni. Og má af því ýmsan lærdóm leiða, en varla getur það saga heitið. Helzt var það ofurlítil saga, sem fyrir mig kom á stúdentagarðinum í Höfn eitt aðfangadags- kveld Jóla. En reyndar er hún langt frá því að vera jólasaga. í jólasögunum eru allir góðir og alt fer þar vel. En nú get eg ekki búið til sögu, verð bara að fara með það sem fyrir kom. Byrjunin er nógu jólaleg og þjóðsöguleg. Eg var einn heima á Jólanótt. Hvernig á því stóð, kemur ekki sögunni við. En mig langaði þá til að halda Jólin fyrir mig einan. Eg fekk stjaka að láni og kcypti mér kerti, og fór i heztu fötin. Svo var eitt að varast, að lenda ekki hjá garð- prófasti. Síður en svo að mér væri kalt til hans. Ussing garðprófastur var inesti öðlingur, og hrein- asti snillingur í sambúðinni við okkur villikálfana. En þetta kveldið vildi eg vera einn um mín Jól. Pað var siður garðprófasts, að láta dyravörðinn njósna um það á göngunum, hvort nokkur ein- stæðingur væri heima þetta kveld, og var honum þá boðið til prófasts. Eg varðist með þeim hætti, að sitja í myrkrinu tyrir luktum dyrum, þangað til hjá var liðin sú heimsóknin. Eg kveikti síðan á öllum ljósunum og las lesturinn. Man það, að mér þótti þjóðlegast að

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.