Iðunn - 01.01.1885, Síða 8

Iðunn - 01.01.1885, Síða 8
2 Grull. álfheima,—margur var sá í þeim sístreymandi sæg, er tók sára’iðrun fyrir bráðræði sitt. Bn samt sem áður yerður því ekki neitað, að það eru einhver hin mestu tíðindi á vorri öld, er gullið fannst í Kalí- forníu og Astralíu ; það er mjög svo mikilsverður og afdrifamikill atburður í mannkynssögunni, einn af þeim atburðum, er þarmun jafnan verða hafður að leiðarmerkjum. það hefir ekki við borið áður alla heims tíð, að fundizt hafi í einu tvær jafnstórkost- legar auðsuppsprettur, og aldrei hefir annar eins sægur manna úr öllum álfum heims látið leiðast til að yfirgefa heimkynni sln og takast ferð á hendur til endimarka veraldar til þess að afia sjer þessa hins dýrasta málms, er jörðin hefir fram að færa. Básin stefndi að hinum nýju heimsálfum, eins og þjóðfiutningaflóð, svo hundruðum þúsunda skipti, — ekki til þess að leita uppi frjófgara land en þeir byggðu áður, heldur til þess að nema land þar, sem hvorki þurfti að plægja nje sá og þó máttiupp skera gull húsum fullum. Gulluppskera var það, en vökv- uð mörgu tári, og vafasarnt, hvort hún hefir borið mannkyninu mikla sanna farsæld í skaut. Guilið hefir annars alla tíma verið sá skínandi vígahnöttur, er allir hafa blínt augum á, og eru allar líkur til, að ljómi sá, er af því stendur, muni um ókomnar aldir verða sem að undanförnu eitt hið helzta hcimsins Iciðarljós. Gullið hefir oflaust vor- ið hinn fyrsti málmur, er hínir fyrstu fbúar heimsins hafa haft kynni af, og svo langt sem til verður rak- ið, eigi einungis um söguöld laeimsins, heldur og á eldri tímum, hefir þessi ágæti málmur jafnan verið í mikluui metum. þess er jafnvel getið í hinum

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.