Iðunn - 01.01.1885, Page 9

Iðunn - 01.01.1885, Page 9
Gull. 3 fyrstu kapítulum heilagrar ritningar: »0g á rann um Eden, til að vökva aldingarðinn, og þaðan skipt- ist hún, svo þar urðu fjögur vatnsföll. jpað fyrsta heitir Pison, og fellur um gjörvalt landið Havila, og þar er gull«. Á frásögum Mósesar má sjá, að aust- urlandaþjóðir hafa á elztu tímum eigi einungis haft gullið til skrauts, heldur safnað því í fjárhirzlur. Að menn hafi í þá daga eigi látið sjer nægja það gull, sem lá ofanjarðar og ná mátti þar fyrirhafnarlaust, heldur grófu líka eptir því i jörðu niður og bræddu það úr öðrum málmblendingum, það sjest á Jobsbók, þar sem Job segir, að silfrið hafi síu göng og gullið sína staði, þar sem það er brætt. Hið fyrsta reglulegt málmnám eptir gulli virðist hafa verið á Egiptalandi, á strandlendinu með fram Eauðahafi. Hvernig þetta málmnám var stundað og með hvaða föngum gullsins var aflað, má sjá.á frásögn Díódórs af Sikiley, er var uppi á dögum Cæsars og Ágústus keisara. Hann segir svo: »Lönd- in í Egiptó nær Eþíópíu og Arabalöndum er auðug af gulinámum, er mikinn mannafla þarf til að vinna og mikið fjármagn. þar er svartur málmur með hvítum æðum og mörgum glóandi smádeplum. Endist ekki þrælar auðmanna og herteknir menn, þá eru teknir dæmdir sakamenn og ættingjar þeirra og vandamenn til vinnunnar í námunum. þetta vesalingsfólk verður að vinna nótt og dag hvíldar- laust. Yfir það eru settir launaðir umsjónarnienn, er mæla á aðra tungu en verkafólkið, til þess að þeir skuli ekki láta til leiðast fyrir bænastað þess og fög- ur loforð að veitaþeim nokkra vægð eða hlífð. þessir 1*

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.