Iðunn - 01.01.1885, Síða 12

Iðunn - 01.01.1885, Síða 12
6 Gull. í gulli. Megnið af þessu gulli hljóta þeir að hafa dregið samau á Egiptalandi. Síðari frásagnir um geysilegt auðsafn þessa hins útvalda lýðs eru enn þá mikilfenglegri. Davíð kon- ungur segir, þegar hann var að ráðgjöra að byggja musterið: »Sjá! í öllu mínu basli hefi jeg dregið að gull til Drottins húss, hundrað þúsund (10-fjórð- unga-) vættir, og silfur, þúsund sinnum þúsund vætt- ir«. Slík feikna-fúlga af dýrum málmum eru þau ósköp í peningum, að bágt er að hugsa sjer annað ón að þetta eigi ekki að skilja eptir orðanna hljóðan. Hins veg- ar nær það nokkurri átt, sem sagt er um Salómon konung, að hann hafi lagt til frá sjálfum sjer til musterisgerðarinnar 3000 vættir gulls og 7000 vætt- ir silfurs, en stórmenni landsins 5000 vættir gulls og 10,000 vættir silfurs. Um tekjur konungs segir svo, að »það gull, sem Salómon fjekk árlega, var að vigt 666 vættir, auk þess sem kom frá krömurum og kaup- mannahöndluti, og frá ölium kóngum Arabíu, og ljensmönnum í landinu«. »Og öll drykkjarker Saló- mons konungs voru af gulli, og öll húsgögn í Líbanons skógarhúsi voru af klára gulli; ekkert silfur; það var einskis metið á dögum Salómons«. Landið Ofír var þeirra tíma Kalífornía, og hefir enginn getað komizt fyrir til þessa, hvar það hefir verið. Sumir lialda það muni hata verið austur- strönd Afríku, er kallað var þessu nafni; aðrir eru þeirrarskoðunar, aðþað hið fyrirheitna land hafi verið Yestur-Indland. Sennilegast er, að Hebrear hafi með nafninu Ófír átt við allt sem var fyrir sunnan Rauða- haf. Ekki var alstaðar eins mikið um gullið og á Gyð-

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.