Iðunn - 01.01.1885, Síða 19
GrUll.
13
fylla hinar tómu fjárhirzlur Norðurálfunnar. En nú
eru þar á orðin mikil umskipti. Arið 1820 átti
Suður-Ameríka 72 af hundraði af því sem jörðin
framleiddi af gulli um árið; árið 1845 var Eússland
efst á baugi með ¥l°jo; 1850 Kalífornia með 52°/., og
1852 var Astralía orðin enn þá meiri. Nú er svo
komið, að það er ekki nema 6 af hundraði af gull-
tekju jarðarinnar, sem fæst frá Suður-Ameríku. —
Svo er öll jarðnesk vegsemd hverful.
Miklar sögur gengu í fyrndinni um ógrynni gulls á
norðurvegum, er enginn hafði þó sjeð. Iíeródót,
elzti sagnaritari Forn-Grikkja, kallar norðurlönd hin
mestu gull-lönd í heimi, en segir miklum tormerkj-
um bundið að ná í' þá miklu fjársjóðu. Ernir og
gammar vörðubælin, þar sem gullið var, svo að eng-
um mennskum manni var fært að sækja. Stöku
sinnum heppnaðist þó frumbyggjum þessara landa,
eineygðum þursum, að yíirstíga illfyglin, og ljetu
þá greipum sópað um það sem fyrir var. Annars
höfum vjcr enga áreiðanlega vitneskjuum það nein-
staðar frá, hvort gull hafi verið numið í Uralfjöllum
eða Síberíu í fyrndinni; en líkur eru til, að Massa-
getar hafi haft einhverjar gullnámur, er þeir náðu til,
því opt er talað um, að herklæði þeirra, söðlar og
drykkjarker hafi allt verið gulli húið.
Sögur vorar Islendinga bera með sjer, að guil hefir
eigi verið fágæt vara hjer á norðurlöndum í forn-
öld. Yopn og klæði höfðingja og meiri háttar manna
voru gulli búin, og stórir armhringar af gulli voru al-
gengir. Sögurnar geta margsinnis um spjót gullrekin,
svorð gullhjöltuð, og því um líkt. Kyrtlar og skikkj-
ur voru hlaðbúnar í skaut niður. Um moturinn